Ekkert lát er á mótmælunum í Katalóníu á Spáni þar sem tugþúsundir mótmæltu í nótt fangelsisdómum leiðtoga aðskilnaðarsinna sem vilja sjálfstæði Katalóníuhéraðs. 51 mótmælandi var tekinn höndum, fólkið bar grímur, kastaði ýmsu lauslegu að lögreglu og kveikti í ruslatunnum. 72 lögreglumenn slösuðust í mótmælunum og þar af eru nokkrir beinbrotnir.
Ekkert lát er á mótmælunum í Katalóníu á Spáni þar sem tugþúsundir mótmæltu í nótt fangelsisdómum leiðtoga aðskilnaðarsinna sem vilja sjálfstæði Katalóníuhéraðs. 51 mótmælandi var tekinn höndum, fólkið bar grímur, kastaði ýmsu lauslegu að lögreglu og kveikti í ruslatunnum. 72 lögreglumenn slösuðust í mótmælunum og þar af eru nokkrir beinbrotnir.
Ekkert lát er á mótmælunum í Katalóníu á Spáni þar sem tugþúsundir mótmæltu í nótt fangelsisdómum leiðtoga aðskilnaðarsinna sem vilja sjálfstæði Katalóníuhéraðs. 51 mótmælandi var tekinn höndum, fólkið bar grímur, kastaði ýmsu lauslegu að lögreglu og kveikti í ruslatunnum. 72 lögreglumenn slösuðust í mótmælunum og þar af eru nokkrir beinbrotnir.
Flestir af þessum 51 voru handteknir í Barcelona, eða 29. Þá voru 14 handteknir í Tarragona-héraði og átta í Lleida.
Hæstiréttur Spánar dæmdi á mánudag níu leiðtoga sjálfstæðissinna í Katalóníu til áralangrar fangelsisvistar. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á 13 ár en sá sem styst þarf að sitja inni verður þar þó í níu ár.
Þá hefur handtökuskipun verið gefin út vegna Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs.
Loka þurfti fjölmörgum götum í Barcelona í morgun vegna þess að þar þurfti að hreinsa brunaleifar eftir mótmæli næturinnar.