Stjúpmæður reyna oft of mikið að þóknast öðrum

Valgerður Halldórsdóttir | 16. október 2019

Stjúpmæður reyna oft of mikið að þóknast öðrum

Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, rekur fyrirtækið stjuptengsl.is. Nú er hún að fara að halda námskeið fyrir stjúpmæður og líka fyrir pör í stjúpfjölskyldum. Hún segir að samfélagsmiðlar hafi áhrif á samskipti stjúpforeldra við stjúpbörn og það geti verið auðvelt fyrir börn að upplifa að þau séu „útundan“ þegar verið er að pósta látlaust þegar börnin eru ekki með í för.

Stjúpmæður reyna oft of mikið að þóknast öðrum

Valgerður Halldórsdóttir | 16. október 2019

Valgerður Halldórsdóttir.
Valgerður Halldórsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, rekur fyrirtækið stjuptengsl.is. Nú er hún að fara að halda námskeið fyrir stjúpmæður og líka fyrir pör í stjúpfjölskyldum. Hún segir að samfélagsmiðlar hafi áhrif á samskipti stjúpforeldra við stjúpbörn og það geti verið auðvelt fyrir börn að upplifa að þau séu „útundan“ þegar verið er að pósta látlaust þegar börnin eru ekki með í för.

Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, rekur fyrirtækið stjuptengsl.is. Nú er hún að fara að halda námskeið fyrir stjúpmæður og líka fyrir pör í stjúpfjölskyldum. Hún segir að samfélagsmiðlar hafi áhrif á samskipti stjúpforeldra við stjúpbörn og það geti verið auðvelt fyrir börn að upplifa að þau séu „útundan“ þegar verið er að pósta látlaust þegar börnin eru ekki með í för.

Hvers vegna ertu að halda námskeið fyrir stjúpmæður og pör í stjúpfjölskyldum?

„Flestar stjúpfjölskyldur og margar stjúpmæður upplifa svipaða hluti sem eru oft mjög fyrirsjáanlegir en fæstir þekkja. Með því að læra um stjúptengsl má koma í veg fyrir algengar uppákomur og vanlíðan sem getur fylgt þeim. Ég hef rekið mig á að þegar fólk þekkir ekki til þá er tilhneiging til að fólk „kenni hvað öðru um“ sem eykur enn frekar á vandræðin. Flestum finnst sjálfsagt að fara á foreldranámskeið fyrir verðandi foreldra eða sækja nokkur hundaþjálfunarnámskeið til að takast á við nýjar áskoranir á uppbyggilegan hátt. Það sama á við um stjúptengsl,“ segir Valgerður.

Hvað er það sem stjúpmæður eru oft að gera vitlaust?

„Að setja ekki á sig súrefnisgrímuna og reyna of mikið að þóknast öðrum á sinn eigin kostnað. Konur eru oft hræddar við að „vera leiðinlegar“, reyna að þóknast öllum og rugla því saman við að setja heilbrigð mörk til dæmis gagnvart maka sínum og taka of mikið að sér gagnvart börnunum í fyrstu. Jafnvel þótt enginn hafi beðið þær um það, sumar halda jafnvel að þær eigi að vera einskonar mæður á heimilinu án þess að hafa „umboð“ til þess frá stjúpbörnum sínum eða maka. Nú svo getur makinn og stjúpforeldrið verið sammála en stjúpbörnin láta óspart vita að „hún er ekki mamma mín“. Það eru til ýmsar útgáfur á þessu.

Það er líka möguleiki á að öllum líki mjög vel við hana sem stjúpu og það sem hún stendur fyrir á heimilinu en hún sjálf er að koðna niður innan frá. Birtist það meðal annars í því að allir vinkonuhittingar, saumaklúbbar eða aukavinna er sett á þann tíma sem stjúpbörnin eru á heimilinu,“ segir Valgerður.

Valgerður bendir á að það fylgi þessu verkefni mikil óvissa.

„Sérstaklega þegar fólk hefur litla sem enga hugmynd um hvernig dýnamík stjúpfjölskyldna er. Allt of margar konur spyrja hvort þær megi hafa svona og hinsegin tilfinningar gagnvart hlutverkinu í stað þess að virða sínar tilfinningar og skoða hvað megi gera til að þeim líði betur. Þessi óvissa og löngun til að öllum líki við hana veldur því m.a. að aðrir skilgreina hlutverk stjúpunnar en ekki hún sjálf. Við ræðum þessa hluti og fleira meðal annars á örnámskeiðinu þann 28. október. Þann 22. október verður í boði fyrir þær konur 6 vikna námskeið sem kallast Stjúpuhittingur.“

Hvers vegna verða samskipti stjúpmæðra og stjúpbarna oft svona stirð?

„Það vantar oftast upp á tengslamyndunina milli stjúpmæðra og barna í slíkum tilvikum. Við þurfum að einblína meira á maður á mann samskipti og kynnast hvert öðru áður en við förum að beita okkur. Oft og tíðum vantar líka upp á samvinnu parsins t.d. um reglur á heimilinu. Stjúpmæðrum/feðrum finnst foreldrið ekki vera að fylgja eftir reglum heimilisins og fer þá „beint í börnin“ sem taka því illa. En stundum samþykkir foreldrið einhverja reglu sem það er í raun ekki tilbúið að fylgja eftir, í stað þess að ræða það við stjúpforeldrið og móta reglur sem henta öllum. Skortur á samstarfi bæði á milli stjúpforeldra og foreldra á heimili og á milli heimila bitnar því mjög oft á börnunum. Jafnvel finnst börnum að stjúpforeldrið stjórni foreldri þeirra og stjúpforeldrinu að börnin stýri foreldrinu þegar þau eru á heimilinu.“

Ef þú ættir að gefa stjúpmóður eitt ráð, hvað væri það?

„Lærðu um stjúptengsl og hlúðu vel að sjálfri þér.“

Svo ertu líka með paranámskeiðið. Hvað græða pör á því að fara á svona námskeið?

„Það sem flestir segja að þeir hafi grætt mest á er að hitta önnur pör í svipuðum sporum. Jafnframt með því að læra um helstu áskoranir stjúpfjölskyldna er eins og að fá gott landakort til að fara eftir.

En skorti mörk, samstarf og skilning á stöðu bæði foreldra og stjúpforeldra sem og barna er hætta á að pirringur og árekstrar verði tíðir. Næsta paranámskeið byrjar 18. október og síðan annað þann 8. nóvember.“

Finnst þér stjúptengsl verða flóknari með tilkomu samfélagsmiðla?

„Það er stundum viðkvæmt mál þegar stjúpforeldrar birta myndir af sér með stjúpbörnum sínum á Facebook eða öðrum miðlum en alls ekki í öllum tilvikum. Foreldrum barnanna á hinu heimilinu getur fundist að sér vegið sem foreldri en við þurfum sjaldnast að óttast að börn skipti foreldrum sínum út fyrir stjúpforeldra.

Í öðrum tilvikum birtist mynd af foreldri með stjúpbörnum sínum, og fer það fyrir brjóstið á börnunum á hinu heimilinu sem ekki eru með. Stundum hafa ungmenni lokað á stjúpforeldra sína á samfélagsmiðlum án útskýringa af þeirri einföldu ástæðu að slíkar myndir geta sært. Tilfinningin að vera „útundan“ er sterk.

Samfélagsmiðlar geta líka auðveldað fólki að fá yfirsýn yfir líf barna sinna og stjúpbarna, sem gjarna glatast við það að eiga börn sem tilheyra tveimur heimilum,“ segir Valgerður.

Hægt er að fá nánari upplýsingar á stjuptengsl@stjuptengsl.is.

mbl.is