„Erum að horfa á nýja framtíð“

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 17. október 2019

„Erum að horfa á nýja framtíð á Austurlandi“

„Verði þessi áætlun að veruleika erum við að horfa á nýja framtíð á Austurlandi.“ Þetta segir Einar Már Sigurðarson, formaður Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi um drög að endurskoðaðri samgönguáætlun sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti í morgun.  „Hérna er verið að rétta okkar hlut. Við höfum beðið býsna lengi og nú er bara að tryggja að þetta fari í gegnum þingið,“ segir Einar Már.

„Erum að horfa á nýja framtíð á Austurlandi“

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 17. október 2019

Egilsstaðir á Fljótsdalshéraði.
Egilsstaðir á Fljótsdalshéraði. mbl.is/Sigurður Bogi

„Verði þessi áætl­un að veru­leika erum við að horfa á nýja framtíð á Aust­ur­landi.“ Þetta seg­ir Ein­ar Már Sig­urðar­son, formaður Sam­taka sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi um drög að end­ur­skoðaðri sam­göngu­áætlun sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra kynnti í morg­un.  „Hérna er verið að rétta okk­ar hlut. Við höf­um beðið býsna lengi og nú er bara að tryggja að þetta fari í gegn­um þingið,“ seg­ir Ein­ar Már.

„Verði þessi áætl­un að veru­leika erum við að horfa á nýja framtíð á Aust­ur­landi.“ Þetta seg­ir Ein­ar Már Sig­urðar­son, formaður Sam­taka sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi um drög að end­ur­skoðaðri sam­göngu­áætlun sem Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra kynnti í morg­un.  „Hérna er verið að rétta okk­ar hlut. Við höf­um beðið býsna lengi og nú er bara að tryggja að þetta fari í gegn­um þingið,“ seg­ir Ein­ar Már.

Sú sam­göngu­áætl­un sem nú er í gildi er fyr­ir árin 2019 - 2033,  en á fund­in­um kynnti sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra end­ur­skoðaða áætl­un frá og með næsta ári til árs­ins 2034.

Í áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir því að 20,3 millj­örðum verði varið til sam­göngu­fram­kvæmda á þessu tíma­bili. Þessu til viðbót­ar eru fram­kvæmd­ir við Fjarðaheiðargöng og Seyðis­fjarðargöng sem áætlað er að muni kosta sam­tals 25,7 millj­arða á tíma­bil­inu. 

Fjall­veg­ir verða eng­in hindr­un

Ein­ar Már seg­ir jarðgöng­in vera það sem mestu máli skipti. „Þegar þau verða kom­in verður miðsvæði Aust­ur­lands orðið eitt svæði. Fjall­veg­ir verða eng­in hindr­un leng­ur. Þetta gef­ur at­vinnu­líf­inu og íbúaþró­un­inni hér gríðarleg tæki­færi og núna hlökk­um við til að skipu­leggja okk­ur og horfa til framtíðar.“

Einar Már Sigurðarson
Ein­ar Már Sig­urðar­son

Þau sveit­ar­fé­lög  sem Ein­ar Már tal­ar um í þessu sam­bandi eru Fjarðarbyggð og nýtt sam­einað sveit­ar­fé­lag Borg­ar­fjarðar­hrepps, Seyðis­fjarðar­kaupstaðar, Fljóts­dals­héraðs og Djúpa­fjarðar­hrepps, þ.e. samþykki íbú­ar sam­ein­ing­una, en kjósa á um hana 26. októ­ber. Á þessu svæði búa sam­tals um 10.000 manns.

Taka já­kvætt í gjald­töku

Hann seg­ir að með þessu skap­ist ný sókn­ar­færi í at­vinnu­líf­inu. Hafa verði í huga að Seyðis­fjörður, þar sem Nor­ræna leggst að bryggju, sé ein af gátt­un­um inn í landið. Ferðaþjón­usta hafi vaxið á svæðinu og verið sé að byggja upp fisk­eldi. Þá sé þar næst stærsta höfn lands­ins; Mjó­eyr­ar­höfn á Reyðarf­irði. „Með öll­um þess­um sam­göngu­bót­um get­um við t.d. farið með fisk­inn beina leið til Seyðis­fjarðar án þess að hafa áhyggj­ur af vetr­ar­færð.“

Í máli ráðherra á kynn­ing­unni í morg­un kom fram að gjald­taka væri fyr­ir­huguð á nokkr­um leiðum á land­inu. Það tengd­ist svo­kölluðum sam­vinnu­verk­efn­um þar sem einkaaðilar og ríki tækju hönd­um sam­an við sam­göngu­verk­efni. Veg­ur­inn um Öxi var nefnd­ur í þessu sam­bandi. Ein­ar seg­ir sveit­ar­stjórn­ar­yf­ir­völd á Aust­ur­landi vera reiðubú­in til að skoða slík­ar nálgan­ir, sú afstaða hafi komið fram á haustþingi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi ný­verið. „Við þurf­um að vera raun­sæ í þess­um efn­um. Með þess­ari leið er hægt að flýta fram­kvæmd­um veru­lega og við erum til­bú­in til að horfa til gjalda svo það megi verða að veru­leika.“

Fagn­ar skosku leiðinni

Ein­ar Már fagn­ar því að end­ur­bæt­ur á Suður­fjarðarleið að Beruf­irði séu á áætl­un­inni. Þar séu ein­breiðar brýr og slæm­ur veg­ur. „Það var löngu kom­inn tími á þess­ar vega­bæt­ur,“ seg­ir Ein­ar Már. Þá fagn­ar hann því að í áætl­un­inni sé Eg­ilsstaðaflug­völl­ur sett­ur í for­gang í upp­bygg­ingu sem vara­flug­völl­ur. 

Annað sem Ein­ar seg­ir að skipti íbúa á svæðinu miklu máli er að ráðherra sagðist vilja taka upp svo­kallaða skoska leið sem fel­ur í sér niður­greiðslu far­gjalda í inn­an­lands­flugi fyr­ir íbúa á lands­byggðinni. „Við fögn­um þeim áfanga að það eigi að verða stefna stjórn­valda að jafna aðgengi fólks að þessu leyti,“ seg­ir Ein­ar Már, en ekki ligg­ur fyr­ir hversu mikið far­gjaldið verður greitt niður.  „Eins og staðan er núna erum við að tala um 60.000 krón­ur fram og til baka á milli Eg­ilsstaða og Reykja­vík­ur. Það seg­ir sig sjálft að það er ekki fyr­ir venju­legt fólk að borga slíkt.“

Ein­ar Már seg­ir þess­ar fyr­ir­huguðu sam­göngu­bæt­ur for­send­urn­ar fyr­ir frek­ari vexti á svæðinu. „Með þessu gæt­um við orðið raun­veru­leg­ur val­kost­ur við höfuðborg­ar­svæðið og Eyja­fjarðarsvæðið; eitt­hvað sem við erum ekki í dag.“

mbl.is