Ráðherra  vill skosku leiðina

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 17. október 2019

Ráðherra vill skosku leiðina

Byggja á upp skilvirkt kerfi alþjóðaflugvalla hér á landi og tryggja tengingar á milli innanlandsflugs og annarra hluta samgöngukerfisins. Þá á að fara svokallaða skoska leið varðandi aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að millilandaflugi.

Ráðherra vill skosku leiðina

Samgönguáætlun 2020 til 2034 | 17. október 2019

Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti drög að endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir tímabilið …
Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti drög að endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byggja á upp skil­virkt kerfi alþjóðaflug­valla hér á landi og tryggja teng­ing­ar á milli inn­an­lands­flugs og annarra hluta sam­göngu­kerf­is­ins. Þá á að fara svo­kallaða skoska leið varðandi aðgengi íbúa lands­byggðar­inn­ar að milli­landa­flugi.

Byggja á upp skil­virkt kerfi alþjóðaflug­valla hér á landi og tryggja teng­ing­ar á milli inn­an­lands­flugs og annarra hluta sam­göngu­kerf­is­ins. Þá á að fara svo­kallaða skoska leið varðandi aðgengi íbúa lands­byggðar­inn­ar að milli­landa­flugi.

Þetta kom fram í máli Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar,sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, á fundi ráðuneyt­is­ins í morg­un þar sem upp­færð og end­ur­skoðuð sam­göngu­áætl­un fyr­ir tíma­bilið 2020-2034 var kynnt. Hún fel­ur í sér nýja flug­stefnu, en þetta er í fyrsta skiptið sem slík stefna er mótuð með heild­stæðum hætti.

Mark­mið skosku leiðar­inn­ar er að auka aðgengi að flugþjón­ustu á viðráðan­legu verði frá jaðarbyggðum. Í Skotlandi hef­ur það verið gert með því að ríkið greiði fyr­ir af­slátt sem nem­ur helm­ing farmiðans til þeirra sem búa á jaðarsvæðum.

Leifsstöð. Byggja á upp skilvirkt kerfi alþjóðaflugvalla hér á landi …
Leifs­stöð. Byggja á upp skil­virkt kerfi alþjóðaflug­valla hér á landi og tryggja teng­ing­ar á milli inn­an­lands­flugs og annarra hluta sam­göngu­kerf­is­ins sam­kvæmt end­ur­skoðaðri sam­göngu­áætlun. Eggert Jó­hann­es­son

 

Ætlar ekki að hanna raf­magns­flug­vél

Sig­urður Ingi sagði brýnt að skapa um­hverfi sem viðhéldi grunni fyr­ir sterk­an flugrekst­ur. Veita þyrfti áfram flug­leiðsöguþjón­ustu í fremstu röð á Norður-Atlants­hafi, stuðla áfram að auknu flu­gör­yggi og draga eft­ir föng­um úr nei­kvæðum áhrif­um flugs og tengds rekstr­ar á um­hverfið. Í því sam­bandi stæði til að greiða fyr­ir orku­skipt­um í þeim rekstri sem tengd­ist flugi.

Ráðherra sló á létta strengi og sagði að í áætl­un­inni fæl­ist ekki hönn­un á flug­vél sem gengi fyr­ir raf­magni. „En við mun­um að sjálf­sögðu taka á móti slíkri flug­vél,“ sagði hann.

Þá felst í nýrri flug­stefnu að mennt­un flug­manna og annarra sem vinna flug­tengd störf verði hluti af op­in­bera mennta­kerf­inu og að vinna að und­ir­bún­ingi og upp­bygg­ingu aðstöðu fyr­ir flug­kennslu og einka­flug utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. 

mbl.is