Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir það sárt og óþolandi að hafa verið bendlaður við spillingarmál í kvikmyndinni The Laundromat, sem framleidd er af streymisveitunni Netflix og var gefin út í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir það sárt og óþolandi að hafa verið bendlaður við spillingarmál í kvikmyndinni The Laundromat, sem framleidd er af streymisveitunni Netflix og var gefin út í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir það sárt og óþolandi að hafa verið bendlaður við spillingarmál í kvikmyndinni The Laundromat, sem framleidd er af streymisveitunni Netflix og var gefin út í gær.
Í einu atriði í myndinni birtist frétt úr miðlinum Time þar sem sagt er frá því að Sigmundur Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi sagt af sér embætti forsætisráðherra Íslands eftir að hafa verið afhjúpaður í lekanum. Samflokksmaður hans, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafi tekið við. Engin mynd birtist af Sigmundi, en mynd af Sigurði Inga fær að njóta sín á stærstum hluta skjásins.
Sigurður Ingi hefur tjáð sig um myndbirtinguna á Facebook. „Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu,“ skrifar hann meðal annars.
Þá þakkar hann þeim sem hafa haft samband fyrir hlýhug og traust. Sigurður Ingi veit einnig til þess að sumir hafi að eigin frumkvæði skrifað Netflix og kvartað yfir rangri framsetningu.
Sigurður Ingi segir falsfréttar orðnar vandamál á tækni- og upplýsingaöld. „Það er áskorun fyrir fjölmiðlaheiminn og framleiðendur efnis að hafa sannleikann ávallt að leiðarljósi.“