„Tilnefning til menningarverðlauna Norðurlandaráðs er mikill heiður og við Íslendingar erum stolt af listafólkinu okkar. Það er ánægjulegt að sjá viðurkenningu á því öfluga menningarstarfi sem blómstrar hér á landi og á hinum Norðurlöndunum.“ Þetta er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem verður viðstödd þegar menningarverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í kvöld í Svíþjóð í tilkynningu.
„Tilnefning til menningarverðlauna Norðurlandaráðs er mikill heiður og við Íslendingar erum stolt af listafólkinu okkar. Það er ánægjulegt að sjá viðurkenningu á því öfluga menningarstarfi sem blómstrar hér á landi og á hinum Norðurlöndunum.“ Þetta er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem verður viðstödd þegar menningarverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í kvöld í Svíþjóð í tilkynningu.
„Tilnefning til menningarverðlauna Norðurlandaráðs er mikill heiður og við Íslendingar erum stolt af listafólkinu okkar. Það er ánægjulegt að sjá viðurkenningu á því öfluga menningarstarfi sem blómstrar hér á landi og á hinum Norðurlöndunum.“ Þetta er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, sem verður viðstödd þegar menningarverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í kvöld í Svíþjóð í tilkynningu.
Íslenskar tilnefningar til verðlaunanna eru að þessu sinni:
Barnabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Ragnheiður Eyjólfsdóttir fyrir skáldsöguna Rotturnar og Sigrún Eldjárn fyrir skáldsöguna Silfurlykillinn.
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Kristín Ómarsdóttir fyrir ljóðabókina Kóngulær í sýningagluggum og Kristín Eiríksdóttir fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt.
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs: Gyða Valtýsdóttir tónskáld og Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari.
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs: Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar.
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Fatamerkið AFTUR.
Verðlaunin verða afhent í kvöld kl. 18:30.
Í fyrra hlutu tveir Íslendingar þessi eftirsóttu verðlaun; Auður Ava Ólafsdóttir fyrir skáldsögu sína Ör og Benedikt Erlingsson fyrir kvikmyndina Kona fer í stríð.
Bókmenntaverðlaunin eru elst af verðlaununum fimm en þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1962. Fimm dómnefndir sjá um að tilnefna verk og útnefna verðlaunahafana. Verðlaun Norðurlandaráðs verða veitt í tengslum við 71. þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þar sem þingmenn, forsætisráðherrar og fleiri ráðherrar auk leiðtoga stjórnarandstöðu frá öllum Norðurlöndunum koma saman og ræða stjórnmál og stefnumótun. Þetta kemur fram í tilkynningu.