Dæmi um gott samstarf ríkjanna

Norðurlandaráðsþing 2019 | 30. október 2019

Dæmi um gott samstarf ríkjanna

Ritað var undir þrjá þjóðréttarsamninga um skiptingu landgrunnsins í suðurhluta Síldarsmugunnar í dag og varða tveir þeirra Ísland. 

Dæmi um gott samstarf ríkjanna

Norðurlandaráðsþing 2019 | 30. október 2019

Utanríkisráðherra stýrði fundi norrænu utanríkisráðherranna í dag. Með honum á …
Utanríkisráðherra stýrði fundi norrænu utanríkisráðherranna í dag. Með honum á myndinni eru frá vinstri Martin Eyjólfsson, skrifstofustjóri alþjóða- og öryggisskrifstofu, Lára Kristín Pálsdóttir, sérfræðingur á Norðurlandadeild utanríkisráðuneytisins og Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Stokkhólmi Utanríkisráðuneytið

Ritað var undir þrjá þjóðréttarsamninga um skiptingu landgrunnsins í suðurhluta Síldarsmugunnar í dag og varða tveir þeirra Ísland. 

Ritað var undir þrjá þjóðréttarsamninga um skiptingu landgrunnsins í suðurhluta Síldarsmugunnar í dag og varða tveir þeirra Ísland. 

Samningarnir þýða að land­grunn Fær­eyja stækkar um 27 þúsund fer­kíló­metra í Ægis­djúpi (Síld­ars­mugunni), norður af eyj­un­um. 

Utanríkisráðherrar Íslands, Danmerkur, Færeyja og Noregs undirrituðu tvíhliða samninga um skiptingu landgrunns á Ægisdjúpi norðaustur af Íslandi. Um er að ræða suðurhluta þess svæðis sem liggur á milli efnahagslögsögu landanna og er í daglegu tali nefnt Síldarsmugan. Samningarnir hafa legið fyrir um nokkurt skeið og eru í samræmi við greinargerðir ríkjanna til Landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna sem samþykkti kröfur ríkjanna, síðast Íslands árið 2016. Samningarnir tryggja yfirráð ríkjanna yfir þeim auðlindum sem kunna að finnast á landgrunninu en varða ekki veiðiréttindi eða hafið að öðru leyti.

Samn­ing­ur ríkj­anna bygg­ir á sam­komu­lagi þeirra frá ár­inu 2006 þar sem land­grunn­inu var skipt upp og hlutu Íslend­ing­ar 29 þúsund fer­kíló­metra, Norðmenn 55 og Fær­ey­ing­ar 27. Land­grunns­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hef­ur nú samþykkt körf­ur Íslands, Nor­egs og Fær­eyja.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ritaði undir samningana fyrir hönd Íslands og sagði hann í samtali við blaðamann mbl.is það sé meira en að segja það að ganga frá samningum sem varða svo mikilvægt hagsmunamál jafnvel þegar nánustu vinaþjóðir eiga í hlut.

„Mér finnst þetta gott dæmi um það hvernig við vinnum saman og finnum lausnir á erfiðum deilumálum. Þetta eru erfið deilumál þrátt fyrir að þetta eru okkar helstu og nánustu vinaþjóðir,“ segir Guðlaugur.

„Vægi Norðurlandasamstarfsins er allaf að aukast og þetta er hornsteinninn í okkar utanríkisstefnu. Norðurlandasamstarfið hefur alltaf verið mikilvægt og við höfum gengið á undan með góðu fordæmi á ýmsum sviðum,“ segir Guðlaugur Þór og vísar þar til vegabréfssamvinnu og vinnumarkaðar auk vísindasamstarfs. Hann segir að þetta séu fordæmi fyrir aðrar þjóðir og ríki sem hafa tekið þetta upp, svo sem Schengen.

„Það er horft til okkar hvernig þjóðir geti unnið saman þó svo að skoðanir séu mismunandi á ýmsum málum. Það eru ekki öll löndin í NATO og ekki öll í ESB en samt eigum við þetta nána samstarf.“

Að sögn Guðlaugs voru allir þeir þingmenn sem töluðu á Norðurlandaþinginu í Stokkhólmi undir liðnum utanríkismál í dag sammála um mikilvægi samstarfsins og að ríkin auki samstarfið enn frekar.  „Það er gleðiefni og talandi um þau gildi sem við höfum talað fyrir þá er algjör samstaða meðal Norðurlandanna hvað það varðar. Við utanríkisráðherrarnir erum í mjög þéttu sambandi og eitt eru formlegu fundirnir en sömuleiðis eigum við marga óformlega fundi. Þetta er algjörlega ómetanlegt og mjög gott að finna þennan öfluga stuðning frá almenningi í öllum löndunum,“ segir Guðlaugur Þór.

mbl.is