Frederiksen sat sem steinrunnin

Norðurlandaráðsþing 2019 | 30. október 2019

Frederiksen sat sem steinrunnin

Danski rithöfundurinn Jonas Eika, sem í gær hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gagnrýndi útlendingastefnu Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur harðlega í þakkarræðu sinni. Hann sagði að í Danmörku væri „ríkisrasismi“, stefna Frederiksen væri „ofbeldisfull“ og til þess að aðskilja fjölskyldur.

Frederiksen sat sem steinrunnin

Norðurlandaráðsþing 2019 | 30. október 2019

Danski rithöfundurinn Jonas Eika við afhendingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Danski rithöfundurinn Jonas Eika við afhendingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ljósmynd/Magnus Froderberg/Norden.org

Danski rithöfundurinn Jonas Eika, sem í gær hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gagnrýndi útlendingastefnu Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur harðlega í þakkarræðu sinni. Hann sagði að í Danmörku væri „ríkisrasismi“, stefna Frederiksen væri „ofbeldisfull“ og til þess að aðskilja fjölskyldur.

Danski rithöfundurinn Jonas Eika, sem í gær hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gagnrýndi útlendingastefnu Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur harðlega í þakkarræðu sinni. Hann sagði að í Danmörku væri „ríkisrasismi“, stefna Frederiksen væri „ofbeldisfull“ og til þess að aðskilja fjölskyldur.

Frederiksen sat á fremsta bekk.
Frederiksen sat á fremsta bekk. Ljósmynd/Magnus Froderberg/Norden.org

Forsætisráðherrarnir klöppuðu ekki

Frederiksen sat á fyrsta bekk við hlið Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar. Í frétt Danska ríkisútvarpsins, DR, segir að þau hafi „setið sem steinrunnin“ undir orðum Eika og ekki klappað þegar ræðu hans lauk.

Tveir af verðlaunahöfum kvöldsins; Gyða Valtýsdóttir sem fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, …
Tveir af verðlaunahöfum kvöldsins; Gyða Valtýsdóttir sem fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs, og Jonas Eika sem fékk bókmenntaverðlaun ráðsins. mbl.is/Gúna

„Ég beini orðum mínum að forsætisráðherra Danmerkur. Mette Frederiksen leiðir ríkisstjórn sem komst til valda með því að halda áfram með rasíska stefnu og orðræðu fyrri ríkisstjórnar.“ Á þennan hátt hófst þakkarræða Eika í tónlistarhúsinu í Stokkhólmi þar sem verðlaunin voru veitt, en hann fékk þau fyrir smásagnasafnið Efter solen.

„Mette Frederiksen hefur sagst vera forsætisráðherra barnanna, en stefna hennar í málefnum útlendinga leiðir til aðskilnaðar fjölskyldna, til fátæktar þeirra og veldur því að bæði börn og fullorðnir þurfa að þola ofbeldisfulla vist í svokölluðum brottvísunarmiðstöðvum.“

Þjóðernisstefna sem byggir á múslimahatri

Eika beindi orðum sínum ekki eingöngu að forsætisráðherra eigin lands, heldur að forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. „Einnig í ykkar löndum er fólki á flótta komið fyrir í lokuðum fangelsum eða afviknum flóttamannabúðum. Það brýtur fólk niður, það gerir það veikt, sumir reyna að taka eigið líf,“ sagði rithöfundurinn.

Jonas Eika við verðlaunaafhendinguna.
Jonas Eika við verðlaunaafhendinguna. Ljósmynd/Magnus Froderberg/Norden.org

Hann sagði að sú þjóðernisstefna, sem sífellt nyti meiri hylli á Norðurlöndunum, einkenndist af hatri á íslamstrú og öðrum kynþáttum. Kjarni hennar væri yfirburðir hvíta mannsins; hugmyndafræði um að hvíti maðurinn ætti meiri rétt en aðrir á öryggi og velferð. 

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur gengur úr salnum eftir athöfnina.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur gengur úr salnum eftir athöfnina. Ljósmynd/Magnus Froderberg/Norden.org

Mogens Jensen, samstarfsráðherra Norðurlanda í dönsku ríkisstjórninni, sagði í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV2 eftir ræðuna að hann virti skoðanir Eika. „Ég er ekki sammála gagnrýni hans, en ég óska honum til hamingju með verðlaunin,“ sagði Jensen.

Fréttamenn flykktust að Eika eftir ræðu hans.
Fréttamenn flykktust að Eika eftir ræðu hans. Ljósmynd/Magnus Froderberg/Norden.org
mbl.is