Sjórinn er mikilvæg matarkista

Norðurlandaráðsþing 2019 | 30. október 2019

Sjórinn er mikilvæg matarkista

Norrænir umhverfis- og loftslagsráðherrar undirrituðu í dag yfirlýsingu um sjálfbærni í hafmálum á Norðurlöndum og nauðsyn þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á hafið en fundur þeirra stendur nú yfir í Stokkhólmi. Ísland fer með formennsku í norrænu ráðherranefndinni í ár og er hafið eitt af áherslumálum Íslands.

Sjórinn er mikilvæg matarkista

Norðurlandaráðsþing 2019 | 30. október 2019

Norrænu umhverfisráðherrarnir hafa setið á fundi í allan dag í …
Norrænu umhverfisráðherrarnir hafa setið á fundi í allan dag í þinghúsinu í Stokkhólmi. Magnus Fröderberg/norden.org

Norrænir umhverfis- og loftslagsráðherrar undirrituðu í dag yfirlýsingu um sjálfbærni í hafmálum á Norðurlöndum og nauðsyn þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á hafið en fundur þeirra stendur nú yfir í Stokkhólmi. Ísland fer með formennsku í norrænu ráðherranefndinni í ár og er hafið eitt af áherslumálum Íslands.

Norrænir umhverfis- og loftslagsráðherrar undirrituðu í dag yfirlýsingu um sjálfbærni í hafmálum á Norðurlöndum og nauðsyn þess að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga á hafið en fundur þeirra stendur nú yfir í Stokkhólmi. Ísland fer með formennsku í norrænu ráðherranefndinni í ár og er hafið eitt af áherslumálum Íslands.

Norðurlöndin eru umlukin sjó og því er það sameiginlegt hagsmunamál svæðisins að vernda hafið og tryggja sjálfbæra umgengni og nýtingu þess. Sjórinn er mikilvæg matarkista en hann hægir einnig á loftslagsbreytingum með því að draga í sig hita og koldíoxíð úr andrúmsloftinu. Söfnun koldíoxíðs í hafinu veldur súrnun þess og hafið er því að breytast í grundvallaratriðum, sérstaklega á Norðurslóðum.

Nýjasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og freðhvolfið staðfestir þetta. Þar segir að þótt tími til aðgerða sé naumur sé enn hægt að draga úr hamfarahlýnun. Það krefjist hins vegar metnaðarfullra og samhæfðra aðgerða af hálfu alþjóðasamfélagsins.

„Öll höf heimsins eru samtengd og því höfum við ekki val um annað en að vinna saman að því að hægja á þeim breytingum sem eru að verða á hafinu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í tilkynningu.

„Við þurfum líka að auka þekkingu okkar á þessum breytingum með aukinni vöktun á hafinu og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Á það hefur Ísland lagt áherslu alþjóðlega auk þess að stórauka vöktun á súrnun sjávar við strendur Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun.“

Í yfirlýsingu norrænu umhverfisráðherranna sem undirrituð var í dag lýsa ráðherrarnir áhyggjum af niðurstöðum skýrslu IPCC og undirstrika mikilvægi þess að setja aukinn kraft í alþjóðlegt samstarf vegna loftslagsmála og sjálfbærni hafsins. Ráðherrarnir leggja áherslu á að stuðlað verði að orkuskiptum á hafi þannig að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi. Þá undirstrika þeir nauðsyn þess að vernda vistkerfi hafsins, og benda á að stofnun samfelldra verndarsvæða á hafi og sjálfbær stýring hafsvæða séu mikilvægar forsendur fyrir því að styrkja viðnám vistkerfa hafsins gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar.

Aukin áhersla hefur verið á loftslagsmál í norrænu samstarfi á undanförnum misserum. Má þar nefna sameiginlega yfirlýsingu Norðurlandanna um kolefnishlutleysi sem undirrituð var í Helsinki í byrjun ársins, nýja framtíðarsýn Norðurlandanna þar sem þau stefna að því að verða sjálfbærasta svæði heims og sameiginlega yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og hóps norrænna forstjóra um samstarf um að sporna við loftslagsbreytingum.

mbl.is