Sameinast um umsókn

Norðurlandaráðsþing 2019 | 31. október 2019

Sameinast um umsókn

Norrænu knattspyrnusamböndin (Danmörk, Færeyjar, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa gert forkönnun á möguleikum þess að sækja sameiginlega um það til FIFA að halda heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu 2027.  Landssamböndin sex hafa slegið því föstu að ef til umsóknar komi skuli hún grundvallast á sameiginlegum norrænum gildum og vænta þess að öll sex löndin geti haldið viðburði í tengslum við keppnina. 

Sameinast um umsókn

Norðurlandaráðsþing 2019 | 31. október 2019

Dagný Brynj­ars­dótt­ir fagn­ar marki sínu gegn Ung­verj­um í lok ágúst.
Dagný Brynj­ars­dótt­ir fagn­ar marki sínu gegn Ung­verj­um í lok ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norrænu knattspyrnusamböndin (Danmörk, Færeyjar, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa gert forkönnun á möguleikum þess að sækja sameiginlega um það til FIFA að halda heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu 2027.  Landssamböndin sex hafa slegið því föstu að ef til umsóknar komi skuli hún grundvallast á sameiginlegum norrænum gildum og vænta þess að öll sex löndin geti haldið viðburði í tengslum við keppnina. 

Norðurlandaráð styður hugmyndina um að Norðurlönd standi í sameiningu að því að halda HM í knattspyrnu kvenna árið 2027. Þetta kom fram í kjölfar þess að knattspyrnusamböndin sex kynntu hugmyndina á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi.

Norrænu knattspyrnusamböndin (Danmörk, Færeyjar, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð) hafa gert forkönnun á möguleikum þess að sækja sameiginlega um það til FIFA að halda heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu 2027.  Landssamböndin sex hafa slegið því föstu að ef til umsóknar komi skuli hún grundvallast á sameiginlegum norrænum gildum og vænta þess að öll sex löndin geti haldið viðburði í tengslum við keppnina. 

„Þetta er frábært tækifæri til að koma Norðurlöndum á kortið og þjappa okkur enn betur saman með því að vinna saman að gríðarstóru verkefni á borð við HM í knattspyrnu. Það hefur orðið sprenging í vinsældum kvennaknattspyrnu. Það ríkti algjör einhugur um það í nefndinni okkar að þetta sé tækifæri sem við eigum að grípa,“ segir Kjell-Arne Ottosson, formaður þekkingar- og menningarnefndarinnar, á vef Norðurlandaráðs.

Allar fjórar nefndir Norðurlandaráðs fengu kynningu á möguleikanum á sameiginlegri norrænni umsókn. Málið mæltist vel fyrir hjá nefndunum sem vilja nú senda ríkisstjórnum Norðurlanda skýr pólitísk skilaboð. Í sameiginlegri yfirlýsingu nefndanna segir meðal annars:

„Nefndirnar eru þess sannfærðar að sameiginleg norræn umsókn hafi í för með sér margþættan ávinning og stuðli að margvíslegum jákvæðum áhrifum, samanborið við umsókn frá einni þjóð. Alþjóðlegum íþróttaviðburði af þeirri stærðargráðu sem HM kvenna í knattspyrnu er fylgir mikið álag á umhverfið auk þess sem hann útheimtir mikinn kostnað og mannafla. Allt kallar þetta á sjálfbærar lausnir. Með sameiginlegri umsókn er hægt að dreifa áhættunni auk þess sem öll norrænu löndin auk Færeyja fá að njóta góðs af þeim ávinningi sem slíkum viðburði fylgir.“

Fulltrúar allra sex landanna sem að samstarfinu standa voru viðstaddir þing Norðurlandaráðs þar sem þeir kynntu fyrirætlanir sínar. Það verður ekki fyrr en að að minnsta kosti einu ári liðnu sem endanleg ákvörðun verður tekin um það hvort senda skuli inn sameiginlega umsókn en stuðningur Norðurlandaráðs hefur mikla þýðingu fyrir landssamböndin.

„Stuðningurinn sem við finnum frá Norðurlandaráði gleður okkur mjög. Að gildum á borð við jafnrétti og sjálfbærni sé gert hátt undir höfði fellur mjög vel að fyrirætlunum okkar,“ segir Karl Erik Nilsson, forseti sænska knattspyrnusambandsins.

mbl.is