Silja Dögg forseti Norðurlandaráðs

Norðurlandaráðsþing 2019 | 31. október 2019

Silja Dögg forseti Norðurlandaráðs

Íslendingar gegna formennsku í Norðurlandaráði árið 2020. Ísland hefur valið þrjú áherslusvið fyrir formennsku sína: að standa vörð um lýðræðið, meðal annars með því að berjast gegn falsfréttum, standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika og efla tungumálakunnáttu innan Norðurlanda.

Silja Dögg forseti Norðurlandaráðs

Norðurlandaráðsþing 2019 | 31. október 2019

Forseti og varaforseti Norðurlandaráðs, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Oddný Harðardóttir.
Forseti og varaforseti Norðurlandaráðs, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Oddný Harðardóttir. Magnus Fröderberg/norden.org

Íslendingar gegna formennsku í Norðurlandaráði árið 2020. Ísland hefur valið þrjú áherslusvið fyrir formennsku sína: að standa vörð um lýðræðið, meðal annars með því að berjast gegn falsfréttum, standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika og efla tungumálakunnáttu innan Norðurlanda.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var kjörin í embætti forseta Norðurlandaráðs árið 2020 á þingi ráðsins í Stokkhólmi sem var slitið í dag.

Íslendingar gegna formennsku í Norðurlandaráði árið 2020. Ísland hefur valið þrjú áherslusvið fyrir formennsku sína: að standa vörð um lýðræðið, meðal annars með því að berjast gegn falsfréttum, standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika og efla tungumálakunnáttu innan Norðurlanda.

„Við leggjum mikla áherslu á líffræðilegan fjölbreytileika, einkum á það að virkja ungt fólk á Norðurlöndum í starfi á því sviði og einnig á líffræðilegan fjölbreytileika hafsins. Með hliðsjón af ástandinu í loftslagsmálum er þetta afar mikilvægt starf,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, á vef Norðurlandaráðs en hún hún situr í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði.

Hvað falsfréttirnar varðar vill Ísland meðal annars leita svara við því hvernig yfirvöld, stjórnmálamenn, borgaralegt samfélag og aðrar stofnanir samfélagsins geta brugðist við upplýsingaóreiðu og dreifingu á rangfærslum. Einnig vill Ísland kanna hvaða hlutverki norrænt samstarf getur gegnt í baráttunni við falsfréttir og því að standa vörð um lýðræðið.

Þriðja áherslusvið Íslands og hins nýja forseta er tungumálakunnátta innan Norðurlanda. Rannsóknir benda til þess að Norðurlandabúum gangi sífellt verr að eiga samskipti, bæði að skilja talað mál og tjá sig í ræðu og riti.

Það er áhyggjuefni, að sögn Silju Daggar. Hún leggur áherslu á að skilningur á tungumálum annarra veiti fólki einnig dýpri skilning á öðrum samfélögum, menningu þeirra og sögu.

„Við getum bætt okkur og orðið meðvitaðri um mikilvægi þess að standa vörð um tungumálin okkar. Þetta eru allt lítil mál og enskan sækir að þeim úr öllum áttum,“ er haft eftir Silju á vef Norðurlandaráðs.

Silja Dögg tekur við keflinu af Svíanum Hans Wallmark. Oddný Harðardóttir í flokkahópi jafnaðarmanna var kjörin í embætti varaforseta.

Silja Dögg er þingmaður Framsóknarflokksins og hefur setið á Alþingi frá 2013.

mbl.is