Ótrúleg breyting á þjálfara Kardashian

Líkamsrækt stjarnanna | 2. nóvember 2019

Ótrúleg breyting á þjálfara Kardashian

Melissa Alcantara er fræg fyrir að þjálfa eina frægustu stjörnu í heimi í dag, Kim Kardashian. Magi Alcantara hefur reyndar ekki alltaf litið út eins og þvottabretti eins og sýndi á Instagram á dögunum þegar hún birti gamla mynd af sér. Segist hún hafa byrjað á botninum 28 ára. 

Ótrúleg breyting á þjálfara Kardashian

Líkamsrækt stjarnanna | 2. nóvember 2019

Melissa Alcantara birti þessar fyrir og eftir myndir af sér …
Melissa Alcantara birti þessar fyrir og eftir myndir af sér á Instagram. skjáskot/Instagram

Melissa Alcantara er fræg fyrir að þjálfa eina frægustu stjörnu í heimi í dag, Kim Kardashian. Magi Alcantara hefur reyndar ekki alltaf litið út eins og þvottabretti eins og sýndi á Instagram á dögunum þegar hún birti gamla mynd af sér. Segist hún hafa byrjað á botninum 28 ára. 

Melissa Alcantara er fræg fyrir að þjálfa eina frægustu stjörnu í heimi í dag, Kim Kardashian. Magi Alcantara hefur reyndar ekki alltaf litið út eins og þvottabretti eins og sýndi á Instagram á dögunum þegar hún birti gamla mynd af sér. Segist hún hafa byrjað á botninum 28 ára. 

Alcantara segir í pistli við myndina að hún furði sig stundum á því hvernig í ósköpunum hún hafi farið að þessu. Hún er ekki vön að staldra við, fara yfir farinn veg og hrósa sjálfri sér en gerði það að þessu sinni.  

„Ég byrjaði með ekkert, enga þekkingu, engan þjálfara, enga leiðsögn. Ég bara kýldi á það. Ég vann fulla vinnu og þurfti að sjá um barn. Ég hafði aldrei hreyft mig eða æft íþrótt svo í mér bjó engin íþróttamennska. Ég byrjaði með ekkert 28 ára. Ég átti enga peninga og lifði til þess að borga leiguna mína og kaupa ódýrar matvörur. Það eina sem ég vissi var að ég gerði mitt besta. Ég gerði það svo sannarlega. Til þess að vera hreinskilin á ég enn erfitt mér að sjá manneskjuna til hægri í sjálfri mér í spegilmynd minni. Ég verð að hrósa mér fyrir að vera alltaf sú duglegasta í herberginu, kannski ekki sú besta en algjörlega sú duglegasta,“ skrifaði Alcantara meðal annars og segir að næsta verkefnið sé af andlegum toga. 

Melissa Alcantara þjálfar Kim Kardashian.
Melissa Alcantara þjálfar Kim Kardashian. AFP
mbl.is