Fóðra vasana með landbúnaðarstyrkjum ESB

Evrópusambandið | 4. nóvember 2019

Fóðra vasana með landbúnaðarstyrkjum ESB

Landbúnaðarstyrkir Evrópusambandsins eru misnotaðir af stjórnmálamönnum í aðildarríkjum austast í álfunni, sér í lagi í Ungverjalandi og Tékklandi, samkvæmt ítarlegri úttekt bandaríska dagblaðsins New York Times frá því í gær. Landbúnaðarstyrkirnir eru stærsti útgjaldaliðurinn úr sjóðum ESB og nema um 40% af öllum útgjöldum sambandsins, eða um 65 milljörðum evra á ári hverju, tæplega 9.000 milljörðum íslenskra króna.

Fóðra vasana með landbúnaðarstyrkjum ESB

Evrópusambandið | 4. nóvember 2019

Talsmenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins brugðust við fréttaflutningi New York Times í …
Talsmenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins brugðust við fréttaflutningi New York Times í dag og sögðu að öllum ásökunum í þessa veru væri tekið alvarlega. AFP

Landbúnaðarstyrkir Evrópusambandsins eru misnotaðir af stjórnmálamönnum í aðildarríkjum austast í álfunni, sér í lagi í Ungverjalandi og Tékklandi, samkvæmt ítarlegri úttekt bandaríska dagblaðsins New York Times frá því í gær. Landbúnaðarstyrkirnir eru stærsti útgjaldaliðurinn úr sjóðum ESB og nema um 40% af öllum útgjöldum sambandsins, eða um 65 milljörðum evra á ári hverju, tæplega 9.000 milljörðum íslenskra króna.

Landbúnaðarstyrkir Evrópusambandsins eru misnotaðir af stjórnmálamönnum í aðildarríkjum austast í álfunni, sér í lagi í Ungverjalandi og Tékklandi, samkvæmt ítarlegri úttekt bandaríska dagblaðsins New York Times frá því í gær. Landbúnaðarstyrkirnir eru stærsti útgjaldaliðurinn úr sjóðum ESB og nema um 40% af öllum útgjöldum sambandsins, eða um 65 milljörðum evra á ári hverju, tæplega 9.000 milljörðum íslenskra króna.

Í umfjöllun New York Times, sem ber fyrirsögnina Peningabændurnir: Hvernig ólígarkar og popúlistar mjólka milljónir af Evrópusambandinu“ koma fram ásakanir á hendur stjórnmálamönnum á borð við Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands og Andrej Babis forsætisráðherra Tékklands um afar vafasamar og ógagnsæjar sölur ríkisjarða í hendur pólitískra velgjörðamanna þeirra og annarra tengdra aðila á umliðnum árum.

Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. AFP

Þá kemur fram í umfjöllun blaðsins að reynst hafi ómögulegt að fá sundurliðun frá ESB á því hvert þessir 65 milljarðar, sem sambandið ver úr sameiginlegum sjóðum sínum til landbúnaðarmála, fara á endanum, jafnvel þrátt fyrir að þau gögn séu til hjá framkvæmdastjórninni. Því söfnuðu blaðamenn gögnum úr öðrum áttum.

Einnig segir Matt Apuzzo, einn þeirra blaðamanna sem komu að umfjölluninni, að ljóst hafi verið að Evrópusambandið og embættismenn aðildarríkjanna hafi síður en svo tekið því fagnandi að blaðamenn væru að reyna að grennslast fyrir um landbúnaðarstefnuna. Embættismenn hafi sífellt verið að gægjast yfir öxlina á blaðamönnunum.

„Alltaf þegar við reyndum að kíkja á bak við gluggatjöldin reyndu evrópskir og staðbundnir embættismenn að slá á fingur okkar,“ skrifar Apuzzo í grein um rannsóknarvinnuna að baki fréttinni.

ESB tekur ásökunum um misnotkun alvarlega

Evrópusambandið hefur brugðist við fréttaflutningi New York Times í dag. Daniel Rosario, talsmaður framkvæmdastjórnarinnar, sagði hana hafa „mjög skýrar reglur um hvernig ætti að útdeila fjármunum“ og að framkvæmdastjórnin „taki öllum ásökunum um misnotkun mjög alvarlega“.

Mina Andreeva, talskona skrifstofu ESB gegn misferli og svikum (OLAF), segir að ásakanir sem þessar væru rannsakaðar þar innanhúss, en bætti við að aðalábyrgðin á réttri útdeilingu landbúnaðarstyrkjanna væri í höndum ríkisstjórna aðildarríkjanna.

„Við erum ekki hér til þess að koma í stað ríkisstjórnanna. Við getum ekki og munum ekki vinna vinnuna fyrir þau,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Andreeva.

Kýr éta hey í Frakklandi. Í fréttaskýringu New York Times …
Kýr éta hey í Frakklandi. Í fréttaskýringu New York Times sagði að landbúnaðarstyrkjakerfi ESB væri „brenglað af spillingu og sjálftöku“ og færð voru rök fyrir því að erfitt væri að breyta því, þar sem virkni kerfisins væri veigamikill þáttur í uppbyggingu sambandsins. AFP

Í fréttaskýringu New York Times sagði að landbúnaðarstyrkjakerfi ESB væri „brenglað af spillingu og sjálftöku“ og færð voru rök fyrir því að erfitt væri að breyta því, þar sem virkni kerfisins væri veigamikill þáttur í uppbyggingu sambandsins.

Talsmenn framkvæmdastjórnarinnar vörðu verkferla og eftirlit ESB í yfirlýsingum sínum í dag. Sögðu þau að spillingarmál hefðu uppgötvast í fortíðinni sem hefðu ratað inn á borð OLAF í kjölfarið og að rannsóknir væru í gangi. „Við erum með regluverk um þetta og það regluverk virkar,“ sagði Rosario.

Þau viðurkenndu þó að máli af þessu tagi hefði aldrei verið vísað til saksóknaraskrifstofu ESB (EPPO), sem annast rannsókn mála á glæpum gegn sameiginlegum sjóðum ESB, en nú stendur það fyrir dyrum, samkvæmt frétt AFP. Saksóknaraembættið er ekki kallað til nema ríkisstjórnir séu ófærar — eða óviljugar — til þess að leiða slík mál til lykta.

Í yfirlýsingu Rosario kom fram að framkvæmdastjórn ESB væri að skoða nokkur þeirra atriða sem fjallað er um í grein New York Times.

mbl.is