„Maður trúir því ekki að svona sé staðið að verki en það er það samt. Því verður að breyta. Aðfarir af þessu tagi mega ekki endurtaka sig. Þær eru hneisa.“
„Maður trúir því ekki að svona sé staðið að verki en það er það samt. Því verður að breyta. Aðfarir af þessu tagi mega ekki endurtaka sig. Þær eru hneisa.“
„Maður trúir því ekki að svona sé staðið að verki en það er það samt. Því verður að breyta. Aðfarir af þessu tagi mega ekki endurtaka sig. Þær eru hneisa.“
Þetta sagði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun um þá ákvörðun Útlendingastofnunar að albönsk kona sem komin var tæpa níu mánuði á leið yrði send úr landi með flugi ásamt eiginmanni sínum og tveggja ára syni.
Fólkið kom hingað til lands með flugi fyrir mánuði síðan og óskaði eftir hæli. Eftir að farið hafði verið yfir umsókn fólksins var niðurstaðan sú að það uppfyllti ekki skilyrði þess.
Sagðist Jóni Steindóri vera misboðið vegna málsins og sagði það á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þýðir lítið að tala fallega og segjast vilja reka mannúðlega stefnu gagnvart flóttamönnum og hælisleitendum en láta svo slík vinnubrögð viðgangast.“
Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu málið að umtalsefni og þar á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem sagðist fordæma vinnubrögðin. Fjölskyldan hefði treyst því að lífi hennar og ófædds barns hennar yrði ekki stefnt í hættu með því að hún þyrfti að fljúga frá Íslandi til heimalandsins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði ómennskt kerfi þarna að störfum og gerði athugasemd við það að enginn þingmaður stjórnarmeirihlutans skyldi taka þátt í umræðunni og tók Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar undir það. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór að sama skapi hörðum orðum um málið.
Var kallað eftir því að hægt yrði að eiga orðastað við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um málið og greindi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frá því að hún yrði til andsvara í óundirbúnum fyrirspurnatíma á þingfundi á morgun.