„Alveg á mörkunum“ að fljúga með kasólétta konu

„Alveg á mörkunum“ að fljúga með kasólétta konu

„Af því sem ég hef séð af vottorði kvennadeildar Landspítalans og var birt í fjölmiðlum sé ég ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki að fara þótt það sé erfitt að fara í flug. Það þarf að koma skýrt fram í vottorði ef viðkomandi eigi ekki að fara í flug,” segir Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, um málefni albönsku konunnar sem var flutt úr landi og gengin tæpar 36 vikur með annað barn sitt. 

„Alveg á mörkunum“ að fljúga með kasólétta konu

Brottvísun barnshafandi konu úr landi | 6. nóvember 2019

Konunni var vísað af landi brott þegar hún var gengin …
Konunni var vísað af landi brott þegar hún var gengin 35 vikur og 5 daga. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Af því sem ég hef séð af vottorði kvennadeildar Landspítalans og var birt í fjölmiðlum sé ég ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki að fara þótt það sé erfitt að fara í flug. Það þarf að koma skýrt fram í vottorði ef viðkomandi eigi ekki að fara í flug,” segir Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, um málefni albönsku konunnar sem var flutt úr landi og gengin tæpar 36 vikur með annað barn sitt. 

„Af því sem ég hef séð af vottorði kvennadeildar Landspítalans og var birt í fjölmiðlum sé ég ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki að fara þótt það sé erfitt að fara í flug. Það þarf að koma skýrt fram í vottorði ef viðkomandi eigi ekki að fara í flug,” segir Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, um málefni albönsku konunnar sem var flutt úr landi og gengin tæpar 36 vikur með annað barn sitt. 

Óskar segist ekki geta tjáð sig um einstaka sjúklinga, en þetta vottorð hafi verið í fjölmiðlum, og tekur fram að settur forstjóri Útlendingastofnunar hafi farið vel yfir málið í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins í gær.

Gefin voru út tvö vottorð um heilsu konunnar. Fyrra vottorðið fékk konan nokkrum dögum eftir að hún hitti lækni göngudeildar heilsugæslunnar sem er með samning við Útlendingastofnun um læknisþjónustu við hælisleitendur. Í því vottorði kemur fram að hún sé fær til að fljúga. Sá læknir sem gaf út það vottorð er sérfræðingur í lungnalækningum og þegar mbl.is óskaði eftir viðtali við hann vísaði hann á Óskar.

Óskar segir ekki óalgengt að vottorð sé gefið út nokkrum dögum eftir að læknir hitti sjúkling sinn. Að því leyti sé ekkert óeðlilegt við fyrra vottorðið. Þessi læknisskoðun fór fram þegar konan var komin á 35. viku meðgöngu. Hann tekur þó fram að læknirinn sem konan hitti sé ekki geðlæknir eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. 

Matsatriði hvenær þunguð kona undir álagi er ferðafær

„Þungaðar konur sem ekkert er að mega fljúga fram að viku 36. Hitt er svo annað mál að þegar fólk er undir svona miklu álagi, að vera hælisleitandi, er það matsatriði hvenær viðkomandi er ferðafær,“ segir Óskar og tekur fram að fæðingarlæknar séu betur til þess fallnir að meta slíkar aðstæður, einkum ef um væri að ræða áhættumeðgöngu. 

Um kvöldið þegar ljóst var að vísa ætti konunni ásamt fjölskyldu sinni, eiginmanni og tveggja ára syni, úr landi leitaði hún til meðgöngudeildar Landspítalans. Þar fékk hún seinna vottorðið og í því kemur fram að hún væri slæm af stoðkerf­is­verkj­um í baki og ætti erfitt með langt flug.     

Barnshafandi konur eru fluttar úr landi en það er ekki gert eftir 36. viku meðgöngu. Konan var gengin 35 vikur og fimm dögum betur þegar henni var vísað aftur til Albaníu. Óskar segir að vissulega hafi konan verið flutt úr landi á allra síðustu dögunum og að það sé „alveg á mörkunum“.    

Hefði sjálfur áhyggjur af dóttur sinni í sömu stöðu

Hann tekur fram að allt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir þessum hópi fólks vinni samkvæmt mannúðarsjónarmiði og hafi hag hælisleitenda að leiðarljósi. „Við höfum mikla samúð með þeim en þetta er með veikasta fólkinu sem kemur á heilsugæsluna,“ segir hann.  

„Ég hefði áhyggjur,“ segir Óskar spurður hvernig málið snerti hann ef dóttir hans væri í sömu stöðu og ætti fyrir höndum um 19 klukkustunda langt ferðalag með þremur flugleggjum.

Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ljósmynd/Heilbrigðisráðuneytið
mbl.is