Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu gaf út vottorð um að albanska konan sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun væri gengin rúmar 35 vikur og ferðafær, daginn fyrir brottför, að því er fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun.
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu gaf út vottorð um að albanska konan sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun væri gengin rúmar 35 vikur og ferðafær, daginn fyrir brottför, að því er fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun.
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu gaf út vottorð um að albanska konan sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun væri gengin rúmar 35 vikur og ferðafær, daginn fyrir brottför, að því er fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun.
Stofnunin segist reiða sig á vottorðin vegna þess að hvorki hún né stoðdeild Ríkislögreglustjóri hafi aðgang að sjúkraskrám eða öðrum upplýsingum heilbrigðiskerfisins og þurfa því að reiða sig á útgefin vottorð lækna til að byggja sínar ákvarðanir á.
Útlendingastofnun kveðst taka athugasemdir aðstoðarmanns landlæknis og starfsfólks heilbrigðiskerfisins um að með flutningi konunnar úr landi hafi verið farið gegn ráðleggingum sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna mjög alvarlega.
Reynsla stofnunarinnar hingað til er sú að þegar læknar telja óráðlegt af heilbrigðisástæðum að einstaklingur sé fluttur úr landi með flugi þá sé kveðið á um það með skýrum hætti í vottorði og er framkvæmd flutnings frestað í slíkum tilvikum.
Stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafði samband við heilsugæsluna þar sem hún fékk áðurnefnt vottorð 4. nóvember.
Fjölskyldan kom hingað til lands í byrjun október og sótti um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun synjaði þeim um forgangsmeðferð 11. október og í framhaldinu var málinu vísað til stoðdeildar Ríkislögreglustjóra sem ber ábyrgð á því að framkvæma ákvarðanir um flutning umsækjenda til síns heima.
„Undirbúningur stoðdeildar varðandi tilhögun á lögreglufylgd tekur sinn tíma en hann felst meðal annars í vali á ferðaleið og öflun samþykkis erlendra stjórnvalda fyrir gegnumför lögreglumanna í fylgd sem og stjórnvalda í móttökuríki. Þar að auki er það hlutverk starfsmanna stoðdeildar að ganga úr skugga um að ekki séu til staðar ástæður sem koma í veg fyrir framkvæmd flutningsins,“ segir í tilkynningunni.
Útlendingastofnun hefur þegar óskað eftir fundi með embætti landlæknis til að fara yfir þetta mál sem og almennt um það með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna slíkra mála.