Besta ráð næringarráðgjafa Jennifer Garner

Líkamsrækt stjarnanna | 20. nóvember 2019

Besta ráð næringarráðgjafa Jennifer Garner

Leikkonan Jennifer Garner passar upp á að borða rétt og er næringarráðgjafi hennar, Kelly LeVeque, á því að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. Það skiptir máli hvað er borðað í morgunmat en LeVeque mælir sérstaklega með prótíni. 

Besta ráð næringarráðgjafa Jennifer Garner

Líkamsrækt stjarnanna | 20. nóvember 2019

Jennifer Garner byrjar daginn á prótíni.
Jennifer Garner byrjar daginn á prótíni. AFP

Leikkonan Jennifer Garner passar upp á að borða rétt og er næringarráðgjafi hennar, Kelly LeVeque, á því að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. Það skiptir máli hvað er borðað í morgunmat en LeVeque mælir sérstaklega með prótíni. 

Leikkonan Jennifer Garner passar upp á að borða rétt og er næringarráðgjafi hennar, Kelly LeVeque, á því að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. Það skiptir máli hvað er borðað í morgunmat en LeVeque mælir sérstaklega með prótíni. 

Kelly LeVeque ráðleggur ekki bara Garner heldur einnig stjörnum á borð við Emmy Rossum og Jessicu Alba. Hún bendir kúnnum sínum á að byrja daginn á þeytingi eða eggjum. 

„Flestar rannsóknir sýna að það [prótín] hjálpar til að stjórna hungurhormónum,“ sagði næringarráðgjafinn LeVeque í viðtali við Women's Healht. „Ef þú borðar nógu mikið af prótíni á morgnana borðarðu minna í gegnum daginn, færð minni matarkvíða og minni löngun í mat.“

Garner kýs að byrja daginn á þeytingi og setur kollagenprótín, möndlumjólk, spínat, bláber og möndlusmjör út í. 

Jennifer Garner.
Jennifer Garner. AFP
mbl.is