Grimmileg örlög vegna gjörnings

Grimmileg örlög vegna gjörnings

Yasaman Aryani er 24 ára gömul og býr í Íran. Hún var í sumar dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa tekið niður höfuðslæðuna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, á almannafæri. Þrjár konur tóku þátt í þessum gjörningi og þær hafa verið dæmdar í samanlagt 55 ára fangelsi fyrir þátttökuna.

Grimmileg örlög vegna gjörnings

Amnesty International - þitt nafn bjargar lífi | 22. nóvember 2019

Yasaman Aryani er 24 ára gömul og býr í Íran. Hún var í sumar dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa tekið niður höfuðslæðuna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, á almannafæri. Þrjár konur tóku þátt í þessum gjörningi og þær hafa verið dæmdar í samanlagt 55 ára fangelsi fyrir þátttökuna.

Yasaman Aryani er 24 ára gömul og býr í Íran. Hún var í sumar dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa tekið niður höfuðslæðuna á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, á almannafæri. Þrjár konur tóku þátt í þessum gjörningi og þær hafa verið dæmdar í samanlagt 55 ára fangelsi fyrir þátttökuna.

Sjá nánar hér

Yasaman Aryani er aðgerðasinni í Íran. Hún var í sumar …
Yasaman Aryani er aðgerðasinni í Íran. Hún var í sumar dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa brotið lög með því að taka niður höfuðslæðuna. Ljósmynd Amnesty International

„Hvítum blómum dreift af hlýhug, höfuðslæða fjar­lægð gæti­lega: einföld athöfn sem Yasaman Aryani vogaði sér að standa fyrir í almenn­ings­lest í Íran. Þetta var á alþjóð­legum baráttu­degi kvenna 2019 og Yasaman, leik­kona sem elskar fjallaklifur, storkaði þarna lögum um höfuðslæður í Íran með ögrandi gjörn­ingi.

Yasaman og móðir hennar gengu hiklaust með hárið óhulið um lest­ar­vagn einungis ætlaðan konum og dreifðu hvítum blómum meðal farþega. Yasaman talaði um fram­tíð­ar­vonir sínar þegar allar konur hefðu frelsi til að velja hverju þær klæðast og þær gætu allar gengið saman „ég án höfuðslæðu og þú með höfuðslæðu“. Þessi viðburður náðist á mynd­band og fór á flug á netinu í mars 2019.

Þann 10. apríl 2019 var Yasaman hand­tekin og henni haldið í einangrun svo dögum skipti á meðan hún var yfir­heyrð. Henni var sagt að „játa“ að erlend öfl stæðu að baki aðgerðum hennar og að „iðrast“ gjörða sinna, annars yrðu vinir hennar og fjöl­skylda einnig hand­tekin. Þann 30. júlí 2019 fékk hún að vita að hún hefði verið dæmd í 16 ára fang­elsi. Hún þarf að afplána að minnsta kosti tíu ár.

Hin grimmi­lega refsing Yasaman er þáttur í víðtækri aðför gegn konum sem berjast gegn lögum um höfuðslæðu í Íran. Frá árinu 2018 hafa tugir kvenna, þar á meðal móðir Yasaman, Monireh Arab­s­hahi, verið hand­teknar. Það má ekki viðgangast að írönsk stjórn­völd ræni Yasaman bestu árum lífs hennar vegna þess eins að hún telur að konur eigi að hafa frelsi til að velja hverju þær klæðast,“ segir á vef Íslandsdeildar Amnesty International. Mál Yasaman er hluti af alþjóðlegri her­ferð Am­nesty In­ternati­onal þar sem þrýst er á stjórn­völd víða um heim. Her­ferðin Þitt nafn bjarg­ar lífi var form­lega sett í Hörpu í gær. 

Mótmælt hefur verið á götum úti í Íran undanfarna daga. …
Mótmælt hefur verið á götum úti í Íran undanfarna daga. Hafa yfirvöld brugðið á það ráð að slökkva á netinu í þeirri von að þagga niður í mótmælendum. AFP

Yasaman var í síðasta mánuði flutt á gang 2A í Evin-fangelsinu í Teheran sem er undir stjórn bylt­ing­ar­varða Írans (IRGC). Samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International hefur ekki tekist að fá upplýsingar um hvers vegna hún var flutt. Á þessum gangi eru yfirheyrslur af hálfu leyniþjónustudeildar IRGC harkalegar þar sem fangar hafa hvorki aðgang að lögfræðingum né öðrum því þeim er haldið í einangrun. 

Auk Yasamin voru móðir hennar, Monireh Arabshahi, og Mojgan Keshavarz dæmdar á sama degi fyrir að hafa brotið lög um klæðaburð kvenna í Íran. Dómurinn hljóðaði samanlagt upp á 55 ára og sex mánaða fangelsi. 

8. mars 2019 fer myndskeið á flug á netinu þar sem Yasaman Aryani, móðir hennar, Monireh Arabshahi, og fleiri baráttukonur fyrir jafnrétti kynjanna, sjást án höfuðslæðu dreifa blómum til kvenna í neðanjarðarlestinni í Teheran og lýsa draumum sínum og væntingum um réttindi kvenna í Íran. Í myndskeiðinu sést Yasaman Aryani rétta konu blóm sem er með höfuðslæðu (hijab) og segjast vonast til þess að þær geti einhvern tíma gengið hlið við hlið, hún sjálf án slæðunnar en hin með slæðuna.

10. apríl 2019 er Yasaman Aryani handtekin af sérsveitarmönnum á heimili fjölskyldunnar í Teheran vegna myndskeiðsins og farið með hana á óþekktan stað. Næstu níu daga er henni haldið af yfirvöldum án þess að fjölskylda hennar viti hvar né heldur hvers vegna hún sé í haldi.

Síðar kom í ljós að Yasaman Aryani var haldið í einangrun í Vozara-fangelsinu. Hún var yfirheyrð ítrekað og mjög þrýst á hana að játa líkt og kemur fram hér að ofan. Þeir sem yfirheyrðu hana hótuðu einnig að handtaka fleiri í fjölskyldunni ef hún játaði ekki. 

11. apríl 2019 er móðir hennar, Monireh Arabshahi, handtekin þegar hún kemur í Vozara-fangelsið að rannsaka örlög dóttur sinnar. Henni er gefið það sama að sök og hún flutt í Shahr-e Ray-fangelsið í Varamin fyrir utan Teheran fjórum dögum síðar.

15. apríl 2019 fékk Yasaman Aryani heimild til þess að hringja stutt símtal til fjölskyldunnar og er það í fyrsta skiptið sem þau heyra frá henni frá handtökunni.

18. apríl 2019 er Monireh Arabshahi flutt til Vozara. Mæðgurnar eru settar upp í sendibíl og farið með þær á óþekktan stað án útskýringa. Þegar þær stíga út úr bílnum er beint að þeim kvikmyndatökuvélum af hálfu sjónvarpsteymis IRIB sem ætlar að mynda þær án heimildar. Þaðan er farið með þær í herbergi þar sem þær eru yfirheyrðar af IRIB.

19. apríl 2019 er Yasaman Aryani flutt frá Vozara í Shahr-e Rey-fangelsið þar sem konum, sem hafa verið dæmdar fyrir alvarleg ofbeldisbrot, er haldið við ömurlegar aðstæður.

7. maí 2019 eru mæðgurnar enn á ný yfirheyrðar og nú af saksóknurum í Teheran. Báðar eru ákærðar fyrir að standa fyrir samkomu og leggja á ráðin um að fremja glæpi gegn þjóðaröryggi með því að dreifa áróðri gegn kerfinu og hvetja til spillingar og vændis með því að brjóta gegn lögum um höfuðklúta. 

31. júlí 2019 eru þær Yasaman Aryani og Monireh Arabshahi dæmdar í 16 ára fangelsi hvor. Þar af er eitt ár fyrir að dreifa áróðri. Fimm ár fyrir að standa fyrir samkomu og leggja á ráðin um að fremja glæpi gegn þjóðaröryggi og tíu ár fyrir að hvetja til spillingar og vændis með því að hvetja til þess að konur tækju niður slæður. 

AFP

Mæðgurnar eru ekki einar því Saba Kordafshari, sem er 22 ára gömul baráttukona, er einnig í haldi í Shahr-e Rey-fangelsinu. Hún á yfir höfði sér svipaða refsingu fyrir sömu sakir. Saba Kordafshari var handtekin í sumar og haldið í einangrun í Vozara-fangelsinu þangað til 11. júní þegar hún var flutt í Shahr-e Ray-fangelsið. Svipuðum aðferðum var beitt við yfirheyrslur og henni hótað að móðir hennar yrði handtekin ef hún játaði ekki og yrði samvinnuþýð. 10. júlí stóðu yfirvöld við hótanirnar og handtóku móður hennar, Raheleh Ahmadi.

AFP

Á hverju ári í kring­um alþjóðlega mann­rétt­inda­dag­inn 10. des­em­ber safn­ast millj­ón­ir bréfa, korta, SMS-ákalla og und­ir­skrifta í gegn­um alþjóðlegu mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal þar sem skorað er á stjórn­völd að gera um­bæt­ur í mann­rétt­inda­mál­um.

„Þessi ein­staki sam­stöðumátt­ur skil­ar raun­veru­leg­um breyt­ing­um í lífi þeirra sem minnst mega sín. Á hverju ári eru sam­viskufang­ar leyst­ir úr haldi, fang­ar hljóta mannúðlegri meðferð, þolend­ur pynd­inga sjá rétt­læt­inu full­nægt, fang­ar á dauðadeild eru náðaðir eða ómannúðlegri lög­gjöf breytt,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Am­nesty á Íslandi.

Hér er hægt að lesa um mál­in og skrifa und­ir

AFP
mbl.is