Hvar er Yiliyasijiang Reheman?

Hvar er Yiliyasijiang Reheman?

Mairinisha Abuduaini hefur ekki séð eiginmann sinn, Yiliyasijiang Reheman, í tvö ár en þá áttu þau von á öðru barni sínu. Þau voru bæði í námi og lífið blasti við þeim en einn daginn hvarf hann. Talið er að hann sé í haldi kínverskra yfirvalda en hjónin bjuggu í Egyptalandi þegar hann var handtekinn.

Hvar er Yiliyasijiang Reheman?

Amnesty International - þitt nafn bjargar lífi | 23. nóvember 2019

Yiliyasijiang Reheman.
Yiliyasijiang Reheman. Mynd/Amnesty International

Mairinisha Abuduaini hefur ekki séð eiginmann sinn, Yiliyasijiang Reheman, í tvö ár en þá áttu þau von á öðru barni sínu. Þau voru bæði í námi og lífið blasti við þeim en einn daginn hvarf hann. Talið er að hann sé í haldi kínverskra yfirvalda en hjónin bjuggu í Egyptalandi þegar hann var handtekinn.

Mairinisha Abuduaini hefur ekki séð eiginmann sinn, Yiliyasijiang Reheman, í tvö ár en þá áttu þau von á öðru barni sínu. Þau voru bæði í námi og lífið blasti við þeim en einn daginn hvarf hann. Talið er að hann sé í haldi kínverskra yfirvalda en hjónin bjuggu í Egyptalandi þegar hann var handtekinn.

Yiliyasijiang Reheman er frá borginni Kashgar sem er í sjálfsstjórnarhéraðinu Xinjiang. Hann var, líkt og eiginkona hans, nemandi við al-Azh­ar-há­skól­ann í Egyptalandi en al-Azhar er æðsta hug­mynda­fræðistofn­un súnníta í Egyptalandi.

Hann var meðal 16 námsmanna úr hópi úígúra sem talið er að hafi verið vísað úr landi í Egyptalandi til Kína eftir að um 200 úígúrar voru handteknir að beiðni kínverskra yfirvalda í Egyptalandi í júlí 2017.

Einar af búðum kínverskra yfirvalda þar sem úígúrar fá endurmenntun …
Einar af búðum kínverskra yfirvalda þar sem úígúrar fá endurmenntun eins og það er orðað. AFP

Uígúrar eru múslimar og tala tungu sem er skyld tyrknesku. Síðustu áratugi hafa kínversk stjórnvöld hvatt Han-Kínverja, sem eru rúmlega 90 af hundraði íbúa Kína, til að flytjast til Xinjiang. Uígúrar eru nú um níu milljónir af tuttugu milljónum íbúa héraðsins, eða 46%. Han-Kínverjar eru um 39% íbúanna.

Leiðtogar úígúra segja að markmið kínverskra stjórnvalda sé að knýja þá til að samlagast  Han-Kínverjum og uppræta úígúra sem þjóð.

Úígúrar saka kínversk stjórnvöld um að hafa beitt kerfisbundnum ofsóknum og reynt að þurrka út menningu þeirra, meðal annars með því að banna tungumál þeirra í háskólum og bæla niður trúariðkun.

Mairinisha Abuduaini ásamt yngri dóttur þeirra Yiliyasijiang Reheman. Hann hefur …
Mairinisha Abuduaini ásamt yngri dóttur þeirra Yiliyasijiang Reheman. Hann hefur aldrei séð dóttur sína þar sem hún fæddist 25 dögum eftir að hann var handtekinn. Eldri dóttir þeirra var eins árs þegar pabbi hennar hvarf. Ljósmynd/Amnesty International

„Líf þeirra var lagt í rúst þegar Kína þrýsti á egypsk stjórn­völd að safna saman hundruðum úígúra í landinu, en úígúrar eru múslimskur minni­hluta­hópur sem býr á sjálfs­stjórn­ar­svæði í Xinjiang í Kína, og senda suma þeirra aftur til Kína. Yiliyasijiang var í þessum hópi.

Þremur vikum seinna fæddi Mair­in­isha barn þeirra ein. Hún var aðeins 19 ára gömul. Frá árinu 2017 hefur hún leitað að eigin­manni sínum og heldur enn fast í vonina um að fjöl­skylda þeirra sameinist á ný.

Mair­in­isha, sem býr nú í Tyrklandi, hefur frétt í gegnum vini að Yiliyasijiang hafi verið sendur aftur til Xinjiang. Hana grunar að hann sé í leyni­legum búðum þar sem úígúrar eru heila­þvegnir af áróðri kínverskra stjórn­valda.

Allt að ein milljón múslima hefur verið slitin frá fjöl­skyldu sinni og haldið í þessum búðum frá árinu 2017. Sterk hreyfing fólks um heim allan hefur risið upp til að bregðast við þessu órétt­læti. Mair­in­isha á sér aðeins eina ósk: að eigin­maður hennar snúi aftur heill á húfi til hennar og barna þeirra. „Það á að leysa eigin­mann minn úr haldi eins fljótt og hægt er,“ segir hún. „Börnin okkar þurfa á föður sínum að halda. Ég gefst ekki upp fyrr en við höfum sameinast á ný,“ segir á vef Íslandsdeildar Amnesty International en mál Yiliyasijiang Reheman er hluti af alþjóðlegri her­ferð Am­nesty In­ternati­onal þar sem þrýst er á stjórn­völd víða um heim.

Yiliyasijiang Reheman.
Yiliyasijiang Reheman. Ljósmynd/Amnesty International

Mairinisha Abuduaini var síðast í sambandi við Yiliyasijiang 1. september 2017, daginn eftir lok ramandan-föstunnar. Um mitt síðasta ár frétti hún frá vinum, sem enn eru búsettir í Xinjiang, að Yiliyasijiang hafi verið sendur frá Egyptalandi til Kashgar og sé þar í haldi. Hvar veit fjölskyldan ekki en Mairinisha telur að hann hafi verið fangelsaður án réttarhalda líkt og hún frétti að hafi orðið örlög margra úígúra sem komu af fúsum og frjálsum vilja heim til Xinjiang. 

Í Morgunblaðinu á mánudag var fjallað um sjaldgæfan gagnaleka frá kínversku ríkisstjórninni sem varpar ljósi á aðgerðir hennar gegn múslimum í Xinjiang-héraði, þar sem forsetinn Xi Jinping skipaði embættismönnum að viðhafa „alls enga miskunn“ í baráttu við aðskilnaðar- og öfgahyggju.

Kirkjugarður úígúra í Shayar í Xinjiang. Ein af aðgerðum kínverskra …
Kirkjugarður úígúra í Shayar í Xinjiang. Ein af aðgerðum kínverskra yfirvalda í héraðinu er að eyðileggja grafreiti úígúra. AFP
AFP

Bandaríska dagblaðið New York Times gerði skjölin að umfjöllunarefni á laugardag, en mannréttindasamtök hafa fullyrt að meira en milljón úígúr-múslima hafi verið safnað saman og þeir fluttir inn í net fangabúða í héraðinu, sem er í norðvesturhluta landsins.

Skjölin telja alls 403 blaðsíður og gefur efni þeirra fordæmalausa innsýn í umdeildar aðgerðir kínverska kommúnistaflokksins að sögn blaðsins. Aðgerðirnar hafa mætt sífellt vaxandi gagnrýni í alþjóðasamfélaginu, ekki síst frá Bandaríkjunum.

Síðurnar hafa meðal annars að geyma óbirtar ræður eftir Xi, auk skipana og skýrslna um eftirlit og stjórn með úígúr-múslimum. Lekinn þykir einnig benda til að ekki séu allir á eitt sáttir innan flokksins um framgang aðgerðanna.

AFP

Hefur dagblaðið eftir uppljóstraranum, sem nýtur nafnleyndar en starfar innan kommúnistaflokksins, að hann vonist til að lekinn valdi því að leiðtogar ríkisins geti ekki forðast sök sína á aðgerðunum.

Eftir að vígamenn úr röðum úígúr-múslima drápu 31 mann á lestarstöð í Suðvestur-Kína árið 2014 kallaði Xi Jinping eftir „allsherjarbaráttu gegn hryðjuverkum, njósnastarfsemi og aðskilnaðarhyggju“ og því að embættismenn ríkisins sýndu „alls enga miskunn“, samkvæmt því sem fram kemur í skjölunum.

Fangabúðunum fór ört fjölgandi árið 2016 eftir að skipaður var nýr formaður flokksins í héraðinu, Chen Quanguo.

Stuðningsfólk úígúra á mótmælafundi í Istanbúl í október.
Stuðningsfólk úígúra á mótmælafundi í Istanbúl í október. AFP

Chen mun hafa dreift ræðum forsetans til að réttlæta aðgerðirnar og hvatti embættismenn til að „taka alla sem ætti að taka“.

Chen mun vera þekktur innan flokksins fyrir það hvernig hann tekur á minnihlutahópum, en áður hafði hann reynt að berja harkalega niður andóf í Tíbet.

Meðal gagna í lekanum eru einnig leiðbeiningar fyrir embættismenn til að svara spurningum þeirra nemenda sem sneru aftur á heimaslóðir í Xinjiang til þess eins að finna hvergi fjölskyldur sínar.

Kváðu þær meðal annars á um að embættismenn segðu nemendum að skyldmenni þeirra hefðu verið sýkt af veiru öfgahyggju. Hlúa þyrfti að þeim áður en „lítill sjúkdómur yrði alvarlegur“.

Hér er hægt að lesa umfjöllun New York Times

Á hverju ári í kring­um alþjóðlega mann­rétt­inda­dag­inn 10. des­em­ber safn­ast millj­ón­ir bréfa, korta, SMS-ákalla og und­ir­skrifta í gegn­um alþjóðlegu mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal þar sem skorað er á stjórn­völd að gera um­bæt­ur í mann­rétt­inda­mál­um.

„Þessi ein­staki sam­stöðumátt­ur skil­ar raun­veru­leg­um breyt­ing­um í lífi þeirra sem minnst mega sín. Á hverju ári eru sam­viskufang­ar leyst­ir úr haldi, fang­ar hljóta mannúðlegri meðferð, þolend­ur pynd­inga sjá rétt­læt­inu full­nægt, fang­ar á dauðadeild eru náðaðir eða ómannúðlegri lög­gjöf breytt,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Am­nesty á Íslandi.

Hér er hægt að lesa um mál­in og skrifa und­ir

mbl.is