Jianne Turtle er 13 ára Anishinaabe-frumbyggi í samfélaginu Grassy Narrows í Ontario í Kanada sem berst fyrir betri framtíð ásamt öðrum ungmennum í samfélaginu. Hún segir að stjórnvöld hafi rætt málin mikið en ekki gripið til neinna aðgerða.
Jianne Turtle er 13 ára Anishinaabe-frumbyggi í samfélaginu Grassy Narrows í Ontario í Kanada sem berst fyrir betri framtíð ásamt öðrum ungmennum í samfélaginu. Hún segir að stjórnvöld hafi rætt málin mikið en ekki gripið til neinna aðgerða.
Jianne Turtle er 13 ára Anishinaabe-frumbyggi í samfélaginu Grassy Narrows í Ontario í Kanada sem berst fyrir betri framtíð ásamt öðrum ungmennum í samfélaginu. Hún segir að stjórnvöld hafi rætt málin mikið en ekki gripið til neinna aðgerða.
Íbúar Grassy Narrows-samfélagsins urðu illa fyrir barðinu á kvikasilfureitrun eftir að stjórnvöld á 7. áratugnum leyfðu verksmiðju að losa 10 tonn af úrgangi út í ána á svæðinu. Skaðlegra áhrifa þess gætir enn í dag, segir í bréfi til stjórnvalda í Kanada frá Amnesty International. Á vef Íslandsdeildar Amnesty er fólk hvatt til að skrifa undir bréfið og krefja stjórnvöld í Kanada um að vernda heilsu Grassy Narrows-samfélagsins.
„Fiskveiðar eru mikilvægur þáttur í lífi samfélagsins. Í rúm fimmtíu ár hefur kvikasilfur mengað fiskinn sem gerir hann hættulegan til manneldis. Ástandið á svæðinu hefur haft slæm áhrif á heilsu íbúa Grassy Narrows og grafið undan arfleifð þeirra og menningu. Stjórnvöld hafa lítið gert til að bæta úr ástandinu þrátt fyrir að um sé að ræða eitt alvarlegasta heilbrigðismál landsins. Árið 2017 lofuðu stjórnvöld að takast á við vandann „í eitt skipti fyrir öll“. Til að standa við það þarf að hreinsa ána, veita sérhæfða heilbrigðisþjónustu og greiða samfélaginu skaðabætur.
Ungmenni Grassy Narrows-samfélagsins gefast ekki upp fyrr en stjórnvöld standa við loforð sín. Kanada verður að bæta það sem kvikasilfrið hefur rænt íbúa Grassy Narrows,“ segir á vef Amnesty.
Á hverju ári í kringum alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember safnast milljónir bréfa, korta, SMS-ákalla og undirskrifta í gegnum alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International þar sem skorað er á stjórnvöld að gera umbætur í mannréttindamálum.
„Þessi einstaki samstöðumáttur skilar raunverulegum breytingum í lífi þeirra sem minnst mega sín. Á hverju ári eru samviskufangar leystir úr haldi, fangar hljóta mannúðlegri meðferð, þolendur pyndinga sjá réttlætinu fullnægt, fangar á dauðadeild eru náðaðir eða ómannúðlegri löggjöf breytt,“ segir í tilkynningu frá Amnesty á Íslandi.