Stöðvaðu byssumanninn í Hörpu

Stöðvaðu byssumanninn í Hörpu

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sett upp áhrifaríka innsetningu í Hörpu þar sem hægt er að stíga inn í aðstæður sem eru Íslendingum framandi. Byssumaður miðar AK-47 árásarriffli á sitjandi barn en vegfarendur geta gengið í milli.

Stöðvaðu byssumanninn í Hörpu

Amnesty International - þitt nafn bjargar lífi | 27. nóvember 2019

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sett upp áhrifaríka innsetningu í Hörpu þar sem hægt er að stíga inn í aðstæður sem eru Íslendingum framandi. Byssumaður miðar AK-47 árásarriffli á sitjandi barn en vegfarendur geta gengið í milli.

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sett upp áhrifaríka innsetningu í Hörpu þar sem hægt er að stíga inn í aðstæður sem eru Íslendingum framandi. Byssumaður miðar AK-47 árásarriffli á sitjandi barn en vegfarendur geta gengið í milli.

Verið er að vekja athygli á; Þitt nafn bjargar lífi, stærstu alþjóðlegu mannréttindaherferð samtakanna þar sem undirskriftum er safnað í tíu áríðandi málum barna og ungs fólks undir 25 ára aldri sem sæta mannréttindabrotum víðs vegar um heiminn.

Hægt er að lesa um málin hér.

Sýningin er unnin í samstarfi við auglýsingatofuna Kontor, margmiðlunarfyrirtækið Gagarín og kvikmyndafyrirtækið Falcor.

Leiðrétting: Nú er sýningin komin í Kringluna og verður þar til 12. desember.

Í fyrra söfnuðu samtökin samtals 5.911.113 undirskriftum og bréfum í átakinu. Þeir sem fengu stuðning voru m.a. Atena Daemi. Hún var fang­elsuð fyrir að dreifa bæklingum þar sem dauðarefsing í Íran var harð­lega gagn­rýnd og hefur þurft að þola líkam­legt ofbeldi á meðan hún hefur setið í fang­elsi. Hún þurfti nauð­syn­lega á sértækri lækn­is­þjón­ustu að halda og á vef Amnesty kemur fram að 700 þúsund undir­skriftir einstak­linga um heim allan náðu að knýja fram þá meðferð sem hún þurfti á að halda.

Gulzar Duis­henova hefur lengi barist fyrir rétt­indum fólks með fötlun í Kirgistan. Í mars 2019 fékk hún umbun erfiðis síns þegar Kirg­istan undir­ritaði loks samning Sameinuðu þjóð­anna um rétt­indi fatlaðs fólks.

Hér er hægt að lesa um hvernig undirskriftirnar skipta máli.

mbl.is