Yfirvöld í írösku borginni Nasiriyah hafa sett á útgöngubann í borginni eftir að þrettán voru skotnir til bana í mótmælum.
Yfirvöld í írösku borginni Nasiriyah hafa sett á útgöngubann í borginni eftir að þrettán voru skotnir til bana í mótmælum.
Yfirvöld í írösku borginni Nasiriyah hafa sett á útgöngubann í borginni eftir að þrettán voru skotnir til bana í mótmælum.
Öryggislögregla stendur vörð í borginni og hefur leitað í bílum og komið í veg fyrir að fólk komist inn í borgina að sögn fréttaritara AFP-fréttastofunnar.
Útgöngubann var sömuleiðis sett á í heilögu borginni Najaf í gær eftir að mótmælendur kveiktu í íranska sendiráðinu í borginni.
Mótmælin hófust 1. október vegna hömlulausrar spillingar og atvinnuleysis í landinu, en öryggissveitir stjórnvalda tóku hart á mótmælendum og hafa að minnsta kosti 300 látið lífið og þúsundir slasast.
Adel Abdul, forsætisráðherra Íraks, tók við embætti fyrir rúmlega ári. Hann hefur lagt til ýmsar umbætur og endurskipað ríkisstjórn sína, en það hefur ekki nægt til að lægja mótmælaöldurnar í landinu.