13 skotnir til bana í Nasiriyah

Írak | 28. nóvember 2019

13 skotnir til bana í Nasiriyah

Yfirvöld í írösku borginni Nasiriyah hafa sett á útgöngubann í borginni eftir að þrettán voru skotnir til bana í mótmælum. 

13 skotnir til bana í Nasiriyah

Írak | 28. nóvember 2019

Útgöngubann er í írösku borgunum Nasiriyah og Najif eftir mótmæli …
Útgöngubann er í írösku borgunum Nasiriyah og Najif eftir mótmæli síðustu sólarhringa. AFP

Yfirvöld í írösku borginni Nasiriyah hafa sett á útgöngubann í borginni eftir að þrettán voru skotnir til bana í mótmælum. 

Yfirvöld í írösku borginni Nasiriyah hafa sett á útgöngubann í borginni eftir að þrettán voru skotnir til bana í mótmælum. 

Öryggislögregla stendur vörð í borginni og hefur leitað í bílum og komið í veg fyrir að fólk komist inn í borgina að sögn fréttaritara AFP-fréttastofunnar. 

Útgöngubann var sömuleiðis sett á í heilögu borginni Najaf í gær eftir að mótmælendur kveiktu í íranska sendiráðinu í borginni. 

Mót­mæl­in hóf­ust 1. októ­ber vegna hömlu­lausr­ar spill­ing­ar og at­vinnu­leys­is í land­inu, en ör­ygg­is­sveit­ir stjórn­valda tóku hart á mót­mæl­end­um og hafa að minnsta kosti 300 látið lífið og þúsund­ir slasast. 

Adel Abd­ul, for­sæt­is­ráðherra Íraks, tók við embætti fyr­ir rúm­lega ári. Hann hef­ur lagt til ýms­ar um­bæt­ur og end­ur­skipað rík­is­stjórn sína, en það hef­ur ekki nægt til að lægja mót­mæla­öld­urn­ar í land­inu.

mbl.is