Erfiðara að hætta að spila en að hætta að dópa

Erfiðara að hætta að spila en að hætta að drekka og dópa

„Ég var 12 ára þegar ég setti tíkall í sjoppukassa í fyrsta skiptið og vann 300 kall. Þá gerðist eitthvað sem ég get ekki útskýrt. En upp frá því var ég altekinn og ég spilaði fyrir þann pening sem ég komst í. Þegar ég var 16 ára var ég kominn með pláss á frystitogara og átti nóg af peningum. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar tapaði ég heilum túr á tveimur til þremur dögum. Ég sat í spilakössunum í allt að tíu tíma í einu og fór létt með það.“

Erfiðara að hætta að spila en að hætta að drekka og dópa

Rafrænt morfín eða saklaus spilamennska? | 28. nóvember 2019

Ég sat í spilakössunum í allt að tíu tíma í …
Ég sat í spilakössunum í allt að tíu tíma í einu og fór létt með það. Þetta segir viðmælandi mbl.is um spilafíkn sína. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég var 12 ára þegar ég setti tíkall í sjoppukassa í fyrsta skiptið og vann 300 kall. Þá gerðist eitthvað sem ég get ekki útskýrt. En upp frá því var ég altekinn og ég spilaði fyrir þann pening sem ég komst í. Þegar ég var 16 ára var ég kominn með pláss á frystitogara og átti nóg af peningum. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar tapaði ég heilum túr á tveimur til þremur dögum. Ég sat í spilakössunum í allt að tíu tíma í einu og fór létt með það.“

„Ég var 12 ára þegar ég setti tíkall í sjoppukassa í fyrsta skiptið og vann 300 kall. Þá gerðist eitthvað sem ég get ekki útskýrt. En upp frá því var ég altekinn og ég spilaði fyrir þann pening sem ég komst í. Þegar ég var 16 ára var ég kominn með pláss á frystitogara og átti nóg af peningum. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar tapaði ég heilum túr á tveimur til þremur dögum. Ég sat í spilakössunum í allt að tíu tíma í einu og fór létt með það.“

Þetta segir Björn, rúmlega fertugur karlmaður, sem hefur glímt við spilafíkn í yfir 20 ár. Hann hefur reynt ýmis meðferðarúrræði, ýmist vegna spilafíknarinnar einnar og sér, einnig vegna áfengis- og fíkniefnaneyslu og segir spilafíknina vera þá fíkn sem erfiðast er að vinna með.

Hann heitir reyndar ekki Björn, en vill ekki koma fram undir nafni af tillitsemi við fjölskyldu sína, en einnig vegna þess að hann er með eigin atvinnustarfsemi og óttast að það muni koma niður á viðskiptum hans, fregnist það að hann hafi átt við fíkn að stríða.

Björn segist fyrst hafa áttað sig á því að það, sem hann taldi vera saklausa dægrastyttingu og skemmtun, hafi verið alvarlegur vandi þegar hann hóf sambúð og eignaðist sitt fyrsta barn. „Ég var með háar tekjur, en gat ekki staðið við neinar fjárhagslegar skuldbindingar. Allir mínir peningar fóru í spilin.“ Hann segir að þáverandi sambýliskona og foreldrar hans hafi áttað sig á alvarleika málsins og í kjölfarið fór hann í helgarmeðferð á vegum SÁÁ fyrir fólk með spilafíkn. 

Þetta var árið 1997. „Það hjálpaði mér heilmikið og ég áttaði mig þá á því hvað þetta var alvarlegt. En mér fannst samt eins og ég ætti að geta stjórnað þessu. En það var öðru nær, konan skildi við mig vegna þessa, við seldum íbúðina og ég var ekki lengi að spila allan þann pening sem ég fékk þar í burtu.“ 

„Ég var með háar tekjur, en gat ekki staðið við …
„Ég var með háar tekjur, en gat ekki staðið við neinar fjárhagslegar skuldbindingar. Allir mínir peningar fóru í spilin,“ segir Björn. Eggert Jóhannesson

Hægt að spila ansi djarft í sjoppukössunum

Björn hefur spilað á netinu en aðallega í spilakössum, eins og t.d. í Háspennu og í spilakössum í söluturnum. „Það átta sig kannski ekki allir á því, en það er hægt að spila ansi djarft í þeim og ég hef nokkrum sinnum unnið meira en 300.000 á kvöldi. En ég hef miklu oftar tapað jafnmiklu eða meiru á einu kvöldi.“ 

Spurður hvernig hægt sé að vinna og tapa svona miklum peningum þar sem eingöngu er hægt að spila fyrir í mesta lagi 250 krónur í hvert skipti segir hann það lítið mál. „Það er hægt að ýta á takkann á um tveggja sekúndna fresti. Ef það kemur enginn vinningur sem tefur fyrir, þá fara 7.500 krónur á mínútu. Á klukkutíma er það hátt í hálfa milljón.“

Björn segist hafa fengið enn stærri vinninga í Háspennu. „Ég hef oft fengið hálfa til eina milljón og einu sinni fékk ég stóra vinninginn sem var 16 milljónir. Sem er reyndar eini vinningurinn sem ég spilaði ekki strax í burtu, ég fjárfesti fyrir hann sem betur fer.“

„Mér líður vel þegar ég spila, mér finnst það afslappandi …
„Mér líður vel þegar ég spila, mér finnst það afslappandi og mér finnst ég hafa stjórn. Sem ég hef auðvitað ekki, það er bara sjálfsblekking.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snýst ekki um peninga

Er það vonin um vinninginn sem heldur lífi í fíkninni? „Nei, það held ég ekki. Að minnsta kosti ekki í mínu tilviki. Mér líður vel þegar ég spila, mér finnst það afslappandi og mér finnst ég hafa stjórn. Sem ég hef auðvitað ekki, það er bara sjálfsblekking. Og þetta snýst ekki um peninga. Vissulega þarf maður að eiga einhverja peninga til að geta spilað, en þegar ég fæ stóra vinninga líður mér illa því þá veit ég að næstu dagar verða erfiðir; að ég muni þá varla standa upp frá spilakössunum fyrr en ég er búinn að eyða vinningnum.“

Björn segist alla tíð hafa stundað sína vinnu og alla sína starfsævi verið í vel launuðum störfum. Spurður hvernig það fari heim og saman við að vera í spilakassa í margar klukkustundir á dag segir hann það ekkert mál, hann skipuleggi daginn út frá því. „Ég mæti snemma í vinnuna, fer um þrjúleytið og spila svo til klukkan ellefu, hálftólf á kvöldin. Þetta er eins og auka vinnudagur.“

Hefur reynt margar meðferðir

Hann hefur margoft reynt að hætta að spila frá árinu 2000. Á þeim tíma hefur honum tekist að hætta inn á milli í allt að 1 ½ ár og segist hafa prófað allar meðferðir sem séu í boði hér á landi; Hlaðgerðarkot, Vog, Teig og fleiri en alltaf fallið og byrjað aftur. Núna hefur hann ekki spilað síðan í haust og segist sannfærður um að nú muni sér takast að vinna bug á fíkninni. Hann mætir reglulega á fundi hjá GA — skammstöfun fyrir Gamblers Anonymous sem eru Samtök fólks sem vill ráða bug á spilafíkn og segir það hafa reynst sér einna best. 

„Það er erfiðara að hætta að spila en að hætta að drekka og dópa,“ segir Björn sem hefur  einnig farið í meðferðir við áfengis- og fíkniefnaneyslu undanfarin ár. „Ég hef heyrt það frá svo mörgum öðrum sem hafa verið að fást við margar fíknir í einu. Alltaf þegar ég fell, þá fell ég fyrst í spilin. Og svo fylgir hitt stundum á eftir.“

Afhenti foreldrum sínum fjárræði sitt

Núna er hann kominn í þá stöðu í lífinu að hann hefur afhent foreldrum sínum umráð yfir öllum sínum fjármunum og eignum. „Ég get ekki útvegað mér meira fjármagn. Ég er 43 ára og foreldrar mínir skammta mér peninga og ég þarf að gera þeim grein fyrir í hvað þeir fara. Þau hafa lagt þetta til áður, en ég hef aldrei verið tilbúinn til að ganga svona langt í að hjálpa sjálfum mér fyrr en nú. Stuðningur þeirra skiptir mig gríðarlega miklu máli, ég veit að ég er heppnari en margir sem eru í sömu sporum sem hafa ekkert bakland.“

Að mati Björns er langt í frá sami skilningur á spilafíkn og öðrum tegundum fíknar eins og t.d. áfengis- eða lyfjafíkn. „Ég held að sumum finnist að það sé ekki fíkn nema verið sé að innbyrða einhver efni. Fólk, sem ekki þekkir þessa fíkn segir við mig: Af hverju hættirðu ekki bara að setja pening í þessa kassa? En þetta er ekki svo einfalt. Þessir kassar eru beinlínis hannaðir til að hafa peninga af fólki. Ég held að svona væri ekki sagt við fólk sem er með aðrar tegundir fíknar og sýnir í raun hvað fólk veit lítið um spilafíkn.“

„Það er erfiðara að hætta að spila en að hætta …
„Það er erfiðara að hætta að spila en að hætta að drekka og dópa,“ segir Björn sem hefur einnig farið í meðferðir við áfengis- og fíkniefnaneyslu undanfarin ár. „Ég hef heyrt það frá svo mörgum öðrum sem hafa verið að fást við margar fíknir í einu. Alltaf þegar ég fell, þá fell ég fyrst í spilin. Og svo fylgir hitt stundum á eftir.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

50 — 100 milljónir; kannski minna, kannski meira

Hann segir að hann hafi í síauknu mæli orðið var við eldra fólk í þeim meðferðum við spilafíkninni. „Við erum að tala um fólk sem hefur alla sína tíð haft stjórn á lífi sínu. Staðið sína plikt, bæði gagnvart fjölskyldu og vinnu. Þetta er fólk sem fór að fikta við spilakassa þegar það hætti að vinna — kannski til að stytta sér stundir — og missir svo stjórnina fljótlega. Það er ömurlegt að horfa upp á þetta og ég veit til þess að fólk hafi misst nánast allt sem það vann fyrir um ævina.“

Veistu hvað þú hefur spilað fyrir mikla peninga á þessum tíma? „Það gætu verið 50 — 100 milljónir, kannski minna — kannski meira. Ég gæti örugglega fundið út nákvæmari upphæð, en ég hreinlega vil það ekki.“

Ágóðinn af spilakössunum rennur til ýmissa málefna — varstu einhvern tímann að hugsa um það þegar þú varst að spila? „Nei aldrei. Ég vissi alveg af því, en hugsaði ekki um það meðvitað.“

Hvaða áhrif hefur spilafíknin haft á líf þitt?  „Afleiðingarnar eru gríðarlegar og ekki bara fjárhagslegar. Ég hef þróað með mér kvíða og þunglyndi og þetta hefur að sumu leyti rústað mínu lífi. Spilafíknin hefur eyðilagt margt. Ég hef sært fólk og tapað miklu af peningum.“

Þetta snýst ekki bara um að setja klink í kassa

Hans skoðun er að takmarka eigi aðgengi að spilakössunum. „Ég er ekki á því að það eigi að banna spilakassa, það er engin ástæða til þess frekar en að banna margt annað sem sumir verða háðir. En þeir ættu að vera á afmörkuðum stöðum og undir eftirliti. Það sem mér finnst erfiðast að sjá eru unglingarnir. Þeir mega ekki fara inn á Háspennustaðina eða spilastaði þar sem eru vínveitingar, það er aldurstakmark í spilakassana í sjoppunum en því er ekki fylgt.“

Hann segist sjá sjálfan sig í sumum þeirra unglinga sem hann hefur séð spila í spilakössunum. „Þetta snýst ekki bara um að setja klink í kassa. Þetta er ekkert grín, þetta er enginn leikur og ég er ekki viss um að foreldrar átti sig almennt á því hvað þetta getur verið alvarlegt. Spilafíkn er alvarlegasta fíkn sem ég hef kynnst.“

mbl.is