Krullaði augnhárin, gagnrýndi Kína og var bönnuð

Úígúrar í Kína | 28. nóvember 2019

Gagnrýndi Kína og var úthýst af TikTok um stund

Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok hefur beðið bandaríska táningsstúlku afsökunar á því að hafa lokað á aðgang hennar í kjölfar þess að hún sendi frá sér myndband um meðferð kínverskra stjórnvalda á úígúrum. Myndbandið hefur farið sem eldur í sinu um netið.

Gagnrýndi Kína og var úthýst af TikTok um stund

Úígúrar í Kína | 28. nóvember 2019

Fræðslumyndband Aziz um meðferð kínverskra stjórnvalda á úígúr-múslimum var dulbúið …
Fræðslumyndband Aziz um meðferð kínverskra stjórnvalda á úígúr-múslimum var dulbúið sem leiðbeiningamyndband um hvernig stúlkur gætu lengt á sér augnhárin. Skjáskot úr myndskeiði Aziz

Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok hefur beðið bandaríska táningsstúlku afsökunar á því að hafa lokað á aðgang hennar í kjölfar þess að hún sendi frá sér myndband um meðferð kínverskra stjórnvalda á úígúrum. Myndbandið hefur farið sem eldur í sinu um netið.

Kínverski samfélagsmiðillinn TikTok hefur beðið bandaríska táningsstúlku afsökunar á því að hafa lokað á aðgang hennar í kjölfar þess að hún sendi frá sér myndband um meðferð kínverskra stjórnvalda á úígúrum. Myndbandið hefur farið sem eldur í sinu um netið.

Í myndbandinu sést hin 17 ára gamla Feroza Aziz krulla augnhárin á sér og virðist það í upphafi vera ósköp venjulegt myndband af henni að veita öðrum stelpum leiðbeiningar um hvernig eigi að bera sig að, vilji þær fá lengri augnhár.

En síðan veitir Aziz áhorfendum þær leiðbeiningar að taka upp símann sinn og lesa nýjustu fréttir af grimmdarlegri meðferð kínverska stjórnvalda á úígúrum, minnihlutahópi múslima í Xinjiang-héraði í vesturhluta Kína.

Samfélagsmiðilinn TikTok segir að Aziz hafi verið bönnuð vegna mála sem tengist þessum myndböndum alls ekki, heldur hafi hún brotið reglur miðilsins með því að deila mynd af Osama bin Laden fyrr í mánuðinum.

Miðillinn segir einnig að „mannleg mistök“ hafi valdið því að myndbandið þar sem stjórnvöld í Kína eru gagnrýnd var fjarlægt um stund síðastliðinn fimmtudag og fullyrðir miðillinn, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, að efni sem birt sé utan Kína sé ekki ritskoðað. Búið var að horfa á myndband Aziz níu milljón sinnum þegar það var fjarlægt á fimmtudaginn í síðustu viku.

Leggur litla trú á skýringar TikTok

Aziz segist ekki trúa þessum skýringum. „Trú ég því að þeir hafi fjarlægt aðganginn minn vegna þess að ég deildi alls ótengdu grínmyndbandi sem var eytt á fyrrverandi aðgangi mínum að forritinu? Rétt eftir að ég lauk við að deila myndbandi í þremur hlutum um úígúra? Nei,“ skrifaði hún á Twitter-síðu sína.

Í viðtali við BBC vegna málsins sagðist hún ætla að halda áfram að ræða ofbeldi kínverskra stjórnvalda gegn úígúrum. „Ég mun tala um þetta á Twitter, á Instagram, á öllum miðlum sem ég hef, jafnvel TikTok. Ég er ekki hrædd við TikTok, þótt ég hafi verið bönnuð. Ég mun ekki hræðast TikTok,“ er haft eftir henni í frétt BBC um málið.

TikTok er í mikilli sókn á heimsvísu og hefur appið verið sótt í um einn og hálfan milljarð snjallsíma. Á Vesturlöndum hafa áhyggjuraddir heyrst um sókn miðilsins, sem þykir ekki gagnsær um meðhöndlun sína á því gríðarlega magni gagna sem þar safnast upp. Bandarísk stjórnvöld hafa tekið forritið til sérstakrar rannsóknar.

AFP
mbl.is