„Það er gott að vera loksins farin, en samt líka mjög sorglegt,“ segir Anna-Bryndís Zingsheim Rúnudóttir hagfræðinemi, sem er í skiptinámi við The University of Hong Kong (HKU). Hún er farin frá Hong Kong, sökum þess að staðbundinni kennslu í háskólanum hefur verið hætt þessa önnina vegna þeirra miklu mótmæla sem verið hafa í borgríkinu í haust.
„Það er gott að vera loksins farin, en samt líka mjög sorglegt,“ segir Anna-Bryndís Zingsheim Rúnudóttir hagfræðinemi, sem er í skiptinámi við The University of Hong Kong (HKU). Hún er farin frá Hong Kong, sökum þess að staðbundinni kennslu í háskólanum hefur verið hætt þessa önnina vegna þeirra miklu mótmæla sem verið hafa í borgríkinu í haust.
„Það er gott að vera loksins farin, en samt líka mjög sorglegt,“ segir Anna-Bryndís Zingsheim Rúnudóttir hagfræðinemi, sem er í skiptinámi við The University of Hong Kong (HKU). Hún er farin frá Hong Kong, sökum þess að staðbundinni kennslu í háskólanum hefur verið hætt þessa önnina vegna þeirra miklu mótmæla sem verið hafa í borgríkinu í haust.
Anna-Bryndís verður fram að áramótum á flakki um Asíu, að leita sér að stað þar sem hún hefur aðgang að öflugri internettengingu til þess að geta sinnt náminu og vinnunni, sem færist að öllu leyti yfir á internetið vegna stöðu mála.
Er mbl.is náði við hana sambandi var hún stödd á eyjunni Balí í Indónesíu, þar sem hún ætlar að næstu tvær vikur áður en hún heldur til Kuala Lumpur í Malasíu. Hún segir stöðuna í Hong Kong vera ótrúlega flókna og andrúmsloftið, sem hún hefur fengið nasaþefinn af, þrungið spennu.
Nemar við háskóla borgarinnar hafa verið í fararbroddi í hópi mótmælenda og óeirðalögregla hefur tekist á við mótmælendur í skólum, eins og t.d. gerðist við PolyU, tækniháskólann í borginni, fyrr í þessum mánuði. Þar kom til harðra átaka á milli mótmælenda og lögreglu.
Skiptinemar hafa flykkst frá Hong Kong eftir að skólabyggingunum var lokað og námið færðist á netið. Anna-Bryndís bjó í íbúð með fimm öðrum skiptinemum og var hún orðin ein eftir þar er hún fór frá Hong Kong í upphafi vikunnar. Hún stundar nám við King‘s College í Lundúnum og segir að nemendur frá öðrum breskum háskólum hafi hreinlega verið búnir að kalla sína nemendur heim.
„Þau fengu e-mail um að þau ættu að koma strax til baka og skólinn myndi borga undir þau flugið heim, ástandið væri of hættulegt. Við fengum samt ekkert frá okkar skóla,“ segir Anna-Bryndís, sem kom til Hong Kong í lok ágúst.
Síðan þá hefur kraftur vikulegra mótmæla stigmagnast og að lokum var það svo að mótmælin voru byrjuð að hafa áhrif á skólastarfið í HKU. Ekki hefur þó komið til átaka við skólann, en mótmælendur hafa safnast þar saman og gert sig reiðubúna undir átök við lögreglu, til dæmis með því að byrgja fyrir innganga í skólabygginguna og göngustíga með borðum, stólum og öðru lauslegu.
Anna-Bryndís segir að hún sjálf hafi farið og kíkt á mótmælafundi skömmu eftir að hún kom til Hong Kong, en síðan metið það sem of hættulegt eftir að til verulega harðra átaka kom. Á síðasta fundinum sem hún mætti á stóð hún í hópi fólks, bæði mótmælenda og túrista eins og hennar, sem fjölmennt lögreglulið byrjaði skyndilega að hlaupa að.
„Þeir byrjuðu að hlaupa að okkur og við trúðum því varla, en sprettum af stað. Það gerðist samt ekkert, þeir voru örugglega bara að dreifa okkur og hræða okkur svo við myndum fara. En eftir það þá hættum við að fara, því þá urðu átökin svolítið mikil,“ segir Anna-Bryndís, sem var þá á mótmælunum með Yakko Majuri Silveira vini sínum sem tók myndirnar sem fylgja þessari grein.
Hún segir að henni og þeim sem hún bjó með hafi verið ráðlagt að halda sig inni á meðan á mótmælafundunum stóð og fjarri gluggum ef eitthvað væri á seyði fyrir utan hjá þeim. Þau hafi þó oftast farið út um helgar þegar mótmæli stóðu yfir, en haldið sig fjarri mótmælum.
„Það var alltaf verið að mæla með því að við værum inni, en maður vill auðvitað fara út og gera eitthvað,“ segir Anna-Bryndís, sem segist ekki vita hvernig deilurnar og átökin í Hong Kong, sem ekki sér fyrir endann á, muni þróast.