„Vikurnar fyrir og eftir jól eru á margan hátt erfiðar fyrir þá sem eru á sérfæði, eru með fæðuóþol eða sykur- eða matarfíkn, svo eitthvað sé nefnt. Því er mikilvægt að ákveða fyrir fram hvernig best er að takast á við þetta tímabil, án þess að missa tök á mataræðinu með tilheyrandi skaða fyrir heilsuna,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:
„Vikurnar fyrir og eftir jól eru á margan hátt erfiðar fyrir þá sem eru á sérfæði, eru með fæðuóþol eða sykur- eða matarfíkn, svo eitthvað sé nefnt. Því er mikilvægt að ákveða fyrir fram hvernig best er að takast á við þetta tímabil, án þess að missa tök á mataræðinu með tilheyrandi skaða fyrir heilsuna,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:
„Vikurnar fyrir og eftir jól eru á margan hátt erfiðar fyrir þá sem eru á sérfæði, eru með fæðuóþol eða sykur- eða matarfíkn, svo eitthvað sé nefnt. Því er mikilvægt að ákveða fyrir fram hvernig best er að takast á við þetta tímabil, án þess að missa tök á mataræðinu með tilheyrandi skaða fyrir heilsuna,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:
Hér eru nokkur ráð sem gefa þér hugmynd um hvernig gott er að fara nokkurn veginn skaðlaust í gegnum þessa hátíð ljóss og friðar, sem líka er orðin að mikilli matarneysluhátíð. Staðreyndin er nefnilega sú að við þurfum ekki að borða meira bara af því að það eru jól, þótt auglýsingar og annað bendi til þess.
HAFÐU PLAN
Það er mjög mikilvægt að hafa eitthvert plan og skipuleggja sig vel. Ef þú ert með glúten- eða mjólkuróþol þarftu að velja að forðast ýmislegt á jólahlaðborðum og veisluborðum. Ef þú ert á leið á jólahlaðborð er gott að hafa með sér sneið af glútenlausu brauði, ef þú heldur að þú viljir borða brauð með einhverju sem er á hlaðborðinu – eða sleppa bara brauðinu alveg. Sama á við um veislur en ef þú þekkir gestgjafann vel, geturðu haft samband og spurt hvað hann ætli að bjóða upp á og gert þínar ráðstafanir út frá því.
Á þessum tíma árs er allt fljótandi í sælgæti alls staðar. Til að freistast ekki í sykrað mjólkursúkkulaði eða önnur sætindi, er gott að vera alltaf með dökkt súkkulaði, sem sætt er með stevíu, með sér. Þá er hægt að njóta sætinda með öðrum, án þess að detta í ofneyslu og skaða um leið heilsuna.
BORÐAÐU HÆGT
Þetta er ein af þessum gullnu reglum, að borða hægt og tyggja matinn vel. Njóta hvers munnbita, nánast svo vel að þú getir greint allt sem í honum er, krydd og annað. Önnur regla er að fá sér bara einu sinni á diskinn. Ef um jólahlaðborð er að ræða, veldu þá vel hvað fer á forréttadiskinn. Láttu svo líða smá tíma þangað til þú ferð og færð þér aðalrétt og láttu duga að fá þér bara einu sinni á þann disk líka.
Ef þú ert með rauð- eða hvítvínsglas með matnum hafðu þá líka vatnsglas við höndina og dreyptu á því samhliða víninu. Ef þú vilt fá þér eftirrétt er gott að vera með á hreinu hvað er í honum – eða þá að vera með dökkt súkkulaði sætt með stevíu með sér og fá sér bita af því með kaffi- eða tebolla eftir matinn.
NOTAÐU MELTINGARENSÍM
Upp úr fertugu dregur mjög úr framleiðslu á meltingarensímum í maga okkar og þörmum. Því er gott að taka alltaf inn eitt hylki af meltingarensími fyrir matinn. Ég nota alltaf Digest Ultimate frá NOW og hef gert lengi. Ég finn svo mikinn mun á meltingunni þegar ég geri það, svo ég tek inn eitt hylki fyrir hverja einustu máltíð.
Fátt er ömurlegra en að enda með harðlífi um jólin. Auðvitað er hætta á því þegar verið er að borða alls konar mat, sem við erum ekki vön að borða dagsdaglega. Með því að taka reglulega inn Magnesium & Calcium, Reverse ratio frá NOW, tryggirðu bæði nægar birgðir af þessu mikilvæga steinefni og góða losun, því í blöndunni er meðal annars magnesíum oxide, sem hefur losandi áhrif á hægðir.
Ef hliðarsporin verða mörg um jólin er hægt að koma á HREINT MATARÆÐI námskeið hjá mér í byrjun janúar. Þannig má koma á jafnvægi í líkamanum á ný og leggja grunn að góðri heilsu fyrir komandi ár. 20% afsláttur af skráningargjaldi ef þú bókar fyrir 2. desember.