Leikarinn Brad Pitt ræðir við kollega sinn Anthony Hopkins í nýju viðtali fyrir tímaritið Interview. Það er greinilegt að Pitt hefur unnið í sjálfum sér undanfarin ár og viðurkennir hann meðal annars að hafa átt við drykkjuvanda.
Leikarinn Brad Pitt ræðir við kollega sinn Anthony Hopkins í nýju viðtali fyrir tímaritið Interview. Það er greinilegt að Pitt hefur unnið í sjálfum sér undanfarin ár og viðurkennir hann meðal annars að hafa átt við drykkjuvanda.
Leikarinn Brad Pitt ræðir við kollega sinn Anthony Hopkins í nýju viðtali fyrir tímaritið Interview. Það er greinilegt að Pitt hefur unnið í sjálfum sér undanfarin ár og viðurkennir hann meðal annars að hafa átt við drykkjuvanda.
Pitt segir í viðtalinu að hann sé að læra að meta mistök sín, það sé hluti af því ferli að fyrirgefa sjálfum sér fyrir það sem hann er ekki stoltur af.
„Ég heyrði að þú hefðir átt í vanda með áfengi og svoleiðis,“ segir Hopkins við Pitt. Brad Pitt segist hafa litið á áfengi sem flótta og játar að það hafi verið að vissu leyti nauðsynlegt.
Pitt segir að ótrúlega mikil dómharka ríki í samfélaginu í dag og fólk sé auðveldlega flokkað í ruslflokk. Hann segir fólk hafa lítinn áhuga á að staldra við og fylgjast með hvernig fólk tekst á við mistök. Sjálfum finnst honum það mjög áhugavert.
„Við höfum alltaf lagt ótrúlegt mikla áherslu á mistök. En hvað er næsta skref? Hvað gerir þú eftir mistök? Það er það sem skilgreinir okkur. Við eigum öll eftir að gera mistök. En hvað er næsta skref?“ Segir Pitt.
Anthony Hopkins segist einnig hafa glímt við áfengisvanda. Hann drakk lengi vel og segist hafa beðið fólk afsökunar á hegðun sinni.
Þeir Pitt og Hopkins ræða einnig það að gráta og segir Hopkins að gráturinn komi með aldrinum. Pitt hefur átt erfitt með að gráta en það virðist allt vera að koma núna. Hann finnur að minnsta kosti til.
„Ég hafði ekki grátið í eins og 20 ár en núna í seinni tíð finnst mér ég oftar verða snortinn. Vegna barnanna minna, vina, vegna frétta. Bara snortinn. Ég held að það sé gott,“ segir Pitt.