„Sjómenn búa við óttastjórnun“

Veiðigjöld | 3. desember 2019

„Sjómenn búa við óttastjórnun“

„Alvarleg félagsleg undirboð í skjóli stjórnvalda eiga sér stað í sjávarútvegi á Íslandi og stjórnvöldum ber að stöðva það umsvifalaust. Fyrsta skref í þá átt væri að tryggja eitt uppgjörsverð til allra sjómanna landsins. Það er best gert með því að leggja niður Verðlagsstofu og hefja uppgjör afla samkvæmt raunverulegu markaðsverði,“ segir í ályktun aðalfundar Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda sem haldinn var 29. nóvember og send hefur verið til fjölmiðla í dag.

„Sjómenn búa við óttastjórnun“

Veiðigjöld | 3. desember 2019

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda telja að reynt sé með kerfisbundnum …
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda telja að reynt sé með kerfisbundnum hætti að útrýma fiskvinnslum sem ekki búa yfir aflaheimildum. mbl.is/Ólafur Bernódusson

„Alvarleg félagsleg undirboð í skjóli stjórnvalda eiga sér stað í sjávarútvegi á Íslandi og stjórnvöldum ber að stöðva það umsvifalaust. Fyrsta skref í þá átt væri að tryggja eitt uppgjörsverð til allra sjómanna landsins. Það er best gert með því að leggja niður Verðlagsstofu og hefja uppgjör afla samkvæmt raunverulegu markaðsverði,“ segir í ályktun aðalfundar Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda sem haldinn var 29. nóvember og send hefur verið til fjölmiðla í dag.

„Alvarleg félagsleg undirboð í skjóli stjórnvalda eiga sér stað í sjávarútvegi á Íslandi og stjórnvöldum ber að stöðva það umsvifalaust. Fyrsta skref í þá átt væri að tryggja eitt uppgjörsverð til allra sjómanna landsins. Það er best gert með því að leggja niður Verðlagsstofu og hefja uppgjör afla samkvæmt raunverulegu markaðsverði,“ segir í ályktun aðalfundar Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda sem haldinn var 29. nóvember og send hefur verið til fjölmiðla í dag.

Þá segir að það sé „óþolandi og ólíðandi að hægt sé að stjórna tekjustofni þeim sem notaður er til grundvallar útreiknings hafnargjalda og launa sem svo leiða af sér skattstofn sem er rangur.“ Og telja samtökin að munurinn á tekjustofninum geti numið allt að 40%.

Jafnframt er sagt að sjómenn búi við „óttastjórnun“ þar sem kerfið sé „klæðskersaumað fyrir kvótafyrirtæki sem vinna eigin afla. […] Lágmarkskrafa ætti að vera að uppgjör sé það sama hjá sjómönnum, sama hvar landað er.“

Telja samtökin verið sé að „útrýma“ fiskvinnslum án aflaheimilda með kerfisbundnum hætti sem er til þess fallið að auka atvinnuleysi.

Störfum í fiskvinnslum hefur fækkað.
Störfum í fiskvinnslum hefur fækkað. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Auðlindin eign þjóðarinnar

Fram kemur í ályktuninni að markmiðið þurfi að vera að hámarka nýtingu „þjóðarauðlindarinnar þjóðinni til hagsbóta en ekki örfárra handhafa veiðiheimilda. Skýr krafa er jafnframt að farið sé tafarlaust í stjórnarskrárbreytingu sem snýr að því að festa í sessi þá staðreynd að auðlindin er þjóðarinnar.“

Er talið mikilvægt að markaðsverð verði gert að grunni fyrir innheimtu gjalda, „ekki eitthvert tilbúið ímyndunarverð sem hægt er að tala til eftir þörfum. Með þessum breytingum myndi afkoma ríkissjóðs vegna auðlindagjalds umsvifalaust hækka, þar sem uppgjörsverð afla væri orðið rétt.“

Óunninn fisk á markað

Aðalfundur Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda skorar á stjórnvöld að „tryggja að allur fiskur sé seldur hæsta verði eins og kveðið er á um í kjarasamningum sjómanna. Þetta feli meðal annars í sér að hann sé boðinn til sölu á Íslandi ef stefnt sé að útflutningi á honum óunnum, hæsta verð ráði sölu. Jafnframt að allur fiskur sem ekki fer til eigin vinnslu samþættra útgerðar- og vinnslufyrirtækja sé seldur á samkeppnismarkaði.“

Telja samtökin það geta falið í sér umtalsvert tap fyrir þjóðarbúið að fiskur sé fluttur úr landi óunninn í auknum mæli. „Áætlað er að þjóðarbúið verði af 5-8 milljörðum í útflutningsverðmætum á ári út af gámafiski.“

mbl.is