Íslenska ríkið mun taka til varna fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í máli Ólafs Ólafssonar, sem kærði ríkið til MDE fyrr á árinu vegna fjárfestinga hæstaréttardómaranna Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda bankahruns.
Íslenska ríkið mun taka til varna fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í máli Ólafs Ólafssonar, sem kærði ríkið til MDE fyrr á árinu vegna fjárfestinga hæstaréttardómaranna Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda bankahruns.
Íslenska ríkið mun taka til varna fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE) í máli Ólafs Ólafssonar, sem kærði ríkið til MDE fyrr á árinu vegna fjárfestinga hæstaréttardómaranna Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar í aðdraganda bankahruns.
Mannréttindadómstóllinn sendi málsaðilum bréf í haust, þar sem þess var meðal annars farið á leit við ríkið að athuga hvort hægt væri að ná sátt við Ólaf vegna málsins. Dómstóllinn sagði slíka sátt geta grundvallast á skaða- og miskabótum vegna dóms Ólafs í Al-Thani-málinu svokallaða, en í því var Ólafur dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun.
Einnig bað dómstóllinn um að ríkið og Ólafur svöruðu spurningum um umfang hlutabréfaeignar dómaranna tveggja.
Í bréfi MDE kom fram að málið yrði tekið til efnismeðferðar ef sættir næðust ekki fyrir 2. desember. Embætti ríkislögmanns hefur farið yfir málið og fundað með dómsmálaráðuneyti vegna þess og varð niðurstaðan sú, samkvæmt svari embættis ríkislögmanns við fyrirspurn mbl.is, „að ekki sé hægt að sætta málið að svo stöddu“.
Lögmanni Ólafs var tilkynnt um þessa afstöðu ríkisins í síðustu viku og tilkynning þess efnis send MDE á mánudag. „Mun íslenska ríkið því taka til varna í málinu,“ segir í svari embættis ríkislögmanns.