Ung indversk kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni þegar hún var á leið í dómsal þar sem hún átti að bera vitni í nauðgunarmáli.
Ung indversk kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni þegar hún var á leið í dómsal þar sem hún átti að bera vitni í nauðgunarmáli.
Ung indversk kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni þegar hún var á leið í dómsal þar sem hún átti að bera vitni í nauðgunarmáli.
Konan, sem er 23 ára gömul, hafði lagt fram nauðgunarkæru á hendur tveimur mönnum í Uttar Pradesh í mars. Fimm menn, þar á meðal annar þeirra sem nauðgaði henni, hafa verið handteknir grunaðir um að hafa kveikt í konunni, að því er segir í frétt BBC.
Hún var á leið á lestarstöðina þegar hópur manna réðst á hana og dró hana í burtu. Mennirnir helltu síðan yfir hana eldfimum vökva og kveiktu í. Hún er lífshættulega slösuð á gjörgæslu með brunasár víða um líkamann.
Árásin átti sér stað í Unnao-héraði sem nýlega komst í fréttirnar vegna annars nauðgunarmáls. Þar kærði kona þingmann fyrir að hafa nauðgað henni. Eftir að hafa lagt fram kæruna slasaðist konan alvarlega í bílslysi og tvær frænkur hennar létust. Jafnframt slasaðist lögmaður konunnar.
Aðeins rúm vika er síðan lík 27 ára gamallar konu fannst í úthverfi indversku borgarinnar Hyderabad. Talið er að hópur manna hafi nauðgað henni áður en þeir kveiktu í henni. Fjórir eru í haldi lögreglu vegna málsins.