Sýkna og skilorðsbundið í Glitnismáli

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis | 6. desember 2019

Sýkna og skilorðsbundið í Glitnismáli

Landsréttur hefur mildað dóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi fram­kvæmda­stjóra markaðsviðskipta Glitn­is og sýknað Pétur Jónasson, fyrrverandi starfsmann eigin viðskipta bankans, í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hafði Jóhannes áður fengið 12 mánaða dóm ofan á 5 ár sem hann hafði áður hlotið, en Landsréttur taldi rétt að skilorðsbinda dóminn í ljósi þess að málið hefði „dregist úr hömlu.“ Pétur hafði áður fengið sex mánaða dóm, en var sem fyrr segir sýknaður.

Sýkna og skilorðsbundið í Glitnismáli

Markaðsmisnotkunarmál Glitnis | 6. desember 2019

Frá aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls Glitnis fyrir héraðsdómi í fyrra.
Frá aðalmeðferð markaðsmisnotkunarmáls Glitnis fyrir héraðsdómi í fyrra. mbl.is/Hari

Landsréttur hefur mildað dóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi fram­kvæmda­stjóra markaðsviðskipta Glitn­is og sýknað Pétur Jónasson, fyrrverandi starfsmann eigin viðskipta bankans, í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hafði Jóhannes áður fengið 12 mánaða dóm ofan á 5 ár sem hann hafði áður hlotið, en Landsréttur taldi rétt að skilorðsbinda dóminn í ljósi þess að málið hefði „dregist úr hömlu.“ Pétur hafði áður fengið sex mánaða dóm, en var sem fyrr segir sýknaður.

Landsréttur hefur mildað dóm yfir Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi fram­kvæmda­stjóra markaðsviðskipta Glitn­is og sýknað Pétur Jónasson, fyrrverandi starfsmann eigin viðskipta bankans, í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hafði Jóhannes áður fengið 12 mánaða dóm ofan á 5 ár sem hann hafði áður hlotið, en Landsréttur taldi rétt að skilorðsbinda dóminn í ljósi þess að málið hefði „dregist úr hömlu.“ Pétur hafði áður fengið sex mánaða dóm, en var sem fyrr segir sýknaður.

Í málinu voru þeir Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, Jóhannes og Pétur, auk tveggja annarra starfsmanna eigin viðskipta, ákærðir fyrir markaðsmisnotkun í aðdraganda fjármálahrunsins.Var Lárus einnig ákærður fyrir umboðssvik. Voru þeir allir fimm dæmdir sekir í héraði.

Jóhannes og Pétur voru hins vegar þeir einu tveir sem áfrýjuðu málinu til Landsréttar.

Í dómi Landsréttar kemur fram að ekki sé fallist á kröfu þeirra um að málið sé fyrnt út frá 10 ára fyrningarreglu, en rúmlega 11 ár eru frá því að íslenska ríkið tók bankann yfir. Var það vegna þess að ákært hafði verið áður en fresturinn rann út.

Landsréttur tekur undir með héraðsdómi um að markaðsmisnotkun hafi átt sér stað, en telur hins vegar að ákæruvaldið hafi ekki tekist að sýna fram á að háttsemi Péturs hafi verið þess eðlis að hún varðaði refsingu.

Hins vegar telur dómurinn að þegar litið sé til stöðu Jóhannesar innan bankans og upplýsinga sem hann hafði fengið um stöðu bankans í eigin hlutabréfum, hafi hann átt að vita, eða hlotið að vita af hinum umfangsmiklum kaupum deildar eigin viðskipta á hlutabréfum í bankanum og jafnframt að honum hefði ekki getað dulist að þau gátu ekki byggst á viðskiptalegum sjónarmiðum. Er hann því sakfelldur.

Landsréttur telur hins vegar rétt í ljósi langs málareksturs og óútskýrðum töfum að ekki sé hægt annað en að skilorðsbinda refsingu Jóhannesar. „Tæplega níu ár eru síðan Fjármálaeftirlitið kærði brot ákærða til sérstaks saksóknara. Þá hefur ákæruvaldið ekki getað gefið skýringu á því af hverju tæp fimm ár liðu frá því að kæran barst til sérstaks saksóknara þar til ákæra í málinu var gefin út. Innan við hálft ár leið frá kæru Fjármálaeftirlitsins í sambærilegu máli vegna Landsbanka Íslands hf. og kæru Fjármáleftirlitsins í þessu máli. Þrátt fyrir það liðu þrjú ár frá því að ákæra var gefin út í fyrrgreinda málinu þar til ákæra var gefin út í þessu máli. Kom raunar ekki til útgáfu ákæru í þessu máli fyrr en máli vegna Landsbanka Íslands hf. hafði lokið með dómi Hæstaréttar. Með hliðsjón af hinum miklu og óútskýrðu töfum er óhjákvæmilegt að binda refsinguna skilorði svo sem í dómsorði greinir.“

Jóhannes var auk þess dæmdur til að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 4,2 milljónir og helming af eins milljón króna sakarkostnaði. Ríkissjóður þarf hins vegar að greiða helming sakarkostnaðar og 2,5 milljónir í málsvarnarlaun verjanda Péturs.

Dómur Landsréttar í heild sinni.

mbl.is