Emil Ostrovko beið eftir kærustu sinni í strætisvagnaskýli í útjaðri Minsk í apríl árið 2018. Þau ætluðu að verja deginum saman. Skyndilega birtust lögreglumenn sem börðu Emil og handtóku fyrir að dreifa ólöglegum vímuefnum. Hann var aðeins 17 ára.
Emil Ostrovko beið eftir kærustu sinni í strætisvagnaskýli í útjaðri Minsk í apríl árið 2018. Þau ætluðu að verja deginum saman. Skyndilega birtust lögreglumenn sem börðu Emil og handtóku fyrir að dreifa ólöglegum vímuefnum. Hann var aðeins 17 ára.
Emil Ostrovko beið eftir kærustu sinni í strætisvagnaskýli í útjaðri Minsk í apríl árið 2018. Þau ætluðu að verja deginum saman. Skyndilega birtust lögreglumenn sem börðu Emil og handtóku fyrir að dreifa ólöglegum vímuefnum. Hann var aðeins 17 ára.
„Fyrr á árinu 2018 hafði Emil ráðið sig í vinnu eftir skóla sem sendill hjá netfyrirtæki. Vinnuveitandi hans hafði tjáð honum að pakki sem hann átti að afhenda innihéldi aðeins löglega reyktóbaksblöndu.
Eftir að hafa setið í varðhaldi í marga mánuði hlaut Emil tíu ára fangelsisdóm fyrir vímuefnaviðskipti sem síðar var lækkaður í átta ár þegar nokkrar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Rannsakendur leituðu aldrei að eiganda fyrirtækisins sem Emil starfaði fyrir eða nokkrum öðrum. Emil var sá eini sem var ákærður,“ segir á vef Íslandsdeildar Amnesty International en mál Emils er hluti af alþjóðlegri herferð Amnesty International þar sem þrýst er á stjórnvöld víða um heim.
Emil var atorkusamur, umhyggjusamur unglingur sem naut þess að læra og passa upp á yngri systur sína, áður en hann var handtekinn. Nú þegar hann situr í fangelsi hefur honum ekki verið gert kleift að ljúka námi og áform hans um háskólanám hafa verið að engu gerð.
Emil er meðal 15.000 einstaklinga sem afplána langan fangelsisdóm í Hvíta-Rússlandi fyrir smávægilegt vímuefnabrot. Þúsundir barna og ungmenna eru þeirra á meðal. Þessir einstaklingar fá mun verri meðferð en aðrir lögbrjótar og þeir eru látnir vinna þrælkunarvinnu.
Emil fékk ekki að taka með sér asmalyf og hann kól við að ryðja snjó með berum höndum. Aðstæður Emils breyttust aðeins til hins betra þegar hann var fluttur í fangelsi fyrir fullorðna en æsku hans og möguleikum er kastað fyrir róða, segir ennfremur á vef Amnesty.
Á hverju ári í kringum alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember safnast milljónir bréfa, korta, SMS-ákalla og undirskrifta í gegnum alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International þar sem skorað er á stjórnvöld að gera umbætur í mannréttindamálum.
„Þessi einstaki samstöðumáttur skilar raunverulegum breytingum í lífi þeirra sem minnst mega sín. Á hverju ári eru samviskufangar leystir úr haldi, fangar hljóta mannúðlegri meðferð, þolendur pyndinga sjá réttlætinu fullnægt, fangar á dauðadeild eru náðaðir eða ómannúðlegri löggjöf breytt,“ segir í tilkynningu frá Amnesty á Íslandi.