Friðarverðlaunahafi sakaður um þjóðarmorð

Rohingjar á flótta | 8. desember 2019

Friðarverðlaunahafi ákærður fyrir stríðsglæpi

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar (áður Búrma), er haldin til Hollands til að svara fyrir ásakanir um þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag rannsakar nú hvort stjórnvöld í ríkinu séu sek um þjóðarmorð á róhingjum. Afríkuríkið Gambía hóf málarekstur fyrir dómstólnum, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, en Alþjóðasakamáladómstóllinn, annar dómstóll, samþykkti einnig árið 2017 að hefja rannsókn á framferði hers landsins gegn róhingjum, sem varð til þess að 740.000 manns flúðu yfir landamærin til Bangladess.

Friðarverðlaunahafi ákærður fyrir stríðsglæpi

Rohingjar á flótta | 8. desember 2019

Aung San Suu Kyi á flugvellinum í höfuðborg Mjanmar, á …
Aung San Suu Kyi á flugvellinum í höfuðborg Mjanmar, á leið sinni til Haag. AFP

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar (áður Búrma), er haldin til Hollands til að svara fyrir ásakanir um þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag rannsakar nú hvort stjórnvöld í ríkinu séu sek um þjóðarmorð á róhingjum. Afríkuríkið Gambía hóf málarekstur fyrir dómstólnum, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, en Alþjóðasakamáladómstóllinn, annar dómstóll, samþykkti einnig árið 2017 að hefja rannsókn á framferði hers landsins gegn róhingjum, sem varð til þess að 740.000 manns flúðu yfir landamærin til Bangladess.

Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar (áður Búrma), er haldin til Hollands til að svara fyrir ásakanir um þjóðarmorð. Alþjóðadómstóllinn í Haag rannsakar nú hvort stjórnvöld í ríkinu séu sek um þjóðarmorð á róhingjum. Afríkuríkið Gambía hóf málarekstur fyrir dómstólnum, sem er æðsti dómstóll Sameinuðu þjóðanna, en Alþjóðasakamáladómstóllinn, annar dómstóll, samþykkti einnig árið 2017 að hefja rannsókn á framferði hers landsins gegn róhingjum, sem varð til þess að 740.000 manns flúðu yfir landamærin til Bangladess.

Rannsakendur við Alþjóðaglæpadómstólinn hafa lýst aðgerðum stjórnvalda sem þjóðarmorði og kallað eftir ákæru gegn leiðtoga ríkisins, Aung San Suu Kyi, og yfirmanna hersins.

Ásakanir stjórnvalda í Gambíu eru lagðar fram fyrir hönd Sambands múslimaríkja (OIC) en þar er stjórnvöldum í Mjanmar gefið að sök að hafa brotið gegn Þjóðarmorðssáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1948.

Við stöndum með þér, segir á þessu skilti í Rangoon, …
Við stöndum með þér, segir á þessu skilti í Rangoon, höfuðborg Mjanmar. AFP

Málið mun sennilega taka mörg ár

Fyrstu yfirheyrslur í málinu, sem mun sennilega taka mörg ár, verða eftir helgi, en öllum að óvörum ákvað Aung San Suu Kyi að mæta sjálf til Haag til að taka til varna. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels, en þau fékk hún árið 1991 fyrir baráttu sína gegn herstjórninni sem þá réð ríkjum.

Eftir að hafa sjálf komist til valda í lýðræðislegum kosningum árið 2016 hefur fallið hratt á ímynd hennar sem mannréttindafrömuðar, í það minnsta utan landsteinanna, vegna meðferðar stjórnvalda á róhingjamúslimum. Hún nýtur þó enn mikils stuðnings heima fyrir og komu stuðningsmenn víða saman um helgina til að sýna henni samstöðu.

mbl.is