Dráp án dóms og laga

Kynbundið ofbeldi á Indlandi | 9. desember 2019

Dráp án dóms og laga

Drápið á fjórum mönnum sem grunaðir voru um að hafa nauðgað og drepið unga konu á Indlandi hefur beint athyglinni að drápum án dóms og laga í landi þar sem kynferðisofbeldi er algengt á meðan dómskerfið er afar hægvirkt.

Dráp án dóms og laga

Kynbundið ofbeldi á Indlandi | 9. desember 2019

AFP

Drápið á fjórum mönnum sem grunaðir voru um að hafa nauðgað og drepið unga konu á Indlandi hefur beint athyglinni að drápum án dóms og laga í landi þar sem kynferðisofbeldi er algengt á meðan dómskerfið er afar hægvirkt.

Drápið á fjórum mönnum sem grunaðir voru um að hafa nauðgað og drepið unga konu á Indlandi hefur beint athyglinni að drápum án dóms og laga í landi þar sem kynferðisofbeldi er algengt á meðan dómskerfið er afar hægvirkt.

Yfirvöld segja að fjórmenningarnir hafi verið drepnir í skotbardaga þar sem þeir reyndu að flýja frá lögreglu. Mennirnir voru handteknir grunaðir um að hafa nauðgað, myrt og kveikt í líki 27 ára gamals dýralæknis fyrir tæpum tveimur vikum. Aðfaranótt föstudags var farið með mennina á vettvang glæpsins og að sögn lögreglu voru þeir að reyna að flýja eftir að hafa náð byssum af lögreglumönnum sem voru með í för. 

Mjög var fagnað þegar fréttist af dauða þeirra á götum úti í borginni Hydera­bad og sagði fólk að réttvísin hefði náð fram að ganga. „Laganna verðir hafa sinnt skyldu sinni,“ sagði lögreglustjórinn í Hydera­bad, V.C. Sajjanar, við fréttamenn. 

AFP

Dráp af þessu tagi, þegar grunaðir einstaklingar eru drepnir af lögreglu eftir að hafa sýnt mótspyrnu eða reynt að flýja af vettvangi, eru þekkt í Suður-Asíu. Mannúðarsamtök hafa varað við afleiðingum þessa, að taka lögin í sínar hendur. Hæstaréttarlögmaðurinn og stofnandi samtakanna Human Rights Law Network, Colin Gonsalves, segir að áratugum saman hafi dráp án dóms og laga  og pyntingar á fólki í haldi lögreglu verið hluti af réttarkerfinu sem ekki þolir dagsljósið. Hann segir að það sem valdi miklum áhyggjum er að almenningur skuli fagna því að lögreglan taki lögin í sínar eigin hendur. Að lögreglan fremji saknæmt athæfi.

mbl.is