Sjávarútvegurinn greiddi 21,4 milljarða króna í opinber gjöld árið 2018 og er það 5,5 milljarða hækkun miðað við árið 2017, að því er fram kemur í greiningu Íslandsbanka á íslenskum sjávarútvegi. Þrátt fyrir að atvinnugreinin hafi greitt 34,6% hærri gjöld varð engin breyting á hagnaði hennar milli ára og var hann um 27 milljarðar bæði árin.
Sjávarútvegurinn greiddi 21,4 milljarða króna í opinber gjöld árið 2018 og er það 5,5 milljarða hækkun miðað við árið 2017, að því er fram kemur í greiningu Íslandsbanka á íslenskum sjávarútvegi. Þrátt fyrir að atvinnugreinin hafi greitt 34,6% hærri gjöld varð engin breyting á hagnaði hennar milli ára og var hann um 27 milljarðar bæði árin.
Sjávarútvegurinn greiddi 21,4 milljarða króna í opinber gjöld árið 2018 og er það 5,5 milljarða hækkun miðað við árið 2017, að því er fram kemur í greiningu Íslandsbanka á íslenskum sjávarútvegi. Þrátt fyrir að atvinnugreinin hafi greitt 34,6% hærri gjöld varð engin breyting á hagnaði hennar milli ára og var hann um 27 milljarðar bæði árin.
Af opinberum gjöldum voru veiðigjöldin hæst á árinu 2018 eða rúmir 11 milljarðar sem eru 53% af opinberum gjöldum sjávarútvegsins. Höfðu veiðigjöldin hækkað um 65% eða því sem nemur 4,4 milljarðar króna frá árinu 2017. Þá hækkaði tekjuskattur fyrirtækjanna um 900 milljónir milli ára og greitt tryggingagjald um 200 milljónir.
Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja hækkuðu um 24 milljarða milli áranna 2017 og 2018 og urðu þær 389 milljarðar króna. En á árinu 2017 hækkaði skuldastaða fyrirtækjanna um 51 milljarð miðað við árið á undan.
Fram kemur í greiningunni að „tveir stærstu kostnaðarliðir sjávarútvegsfyrirtækja eru launakostnaður og olíukostnaður Launakostnaður hefur hækkað umtalsvert hraðar en tekjur sjávarútvegsfélaga og hefur sá kostnaðarliður því orðið meira íþyngjandi í rekstri sjávarútvegsfélaganna undanfarinn áratug eða svo Þrátt fyrir að hlutfall launakostnaðar af tekjum sé hærra hjá útgerðum en í fiskvinnslu hefur hlutfallið hækkað meira í fiskvinnslu en hjá útgerðum undanfarinn áratug Ástæðan er sú að launakostnaður ræðst að miklu leyti af tekjum útgerða á meðan slíkt gildir ekki í fiskvinnslu.“
Á þremur áratugum hefur störfum í sjávarútvegi fækkað um helming á þremur áratugum og hefur konum í greininni fækkað hlutfallslega meira en körlum, að því er fram kemur í greiningu Íslandsbanka á íslenskum sjávarútvegi.
Fyrir þrjátíu árum voru um fimm þúsund konur starfandi í sjávarútvegi eða um 36% afvinnuaflinu. Á árinu 2018 voru þær aðeins 2.640 eða um 30%. Þá eru konur aðeins 9% þeirra sem starfa við fiskveiðar en 43% þeirra sem starfa í fiskiðnaði.
Þrátt fyrir að störfum hafi fækkað hefur framleiðni greinarinnar aukist til muna og er ástæða þess er talin mikil tækniþróun innan sjávarútvegsins.