Börn í neyslu og sölu á kókaíni

Börnin okkar og úrræðin | 15. desember 2019

Börn í neyslu og sölu á kókaíni

Neysla ungmenna er að breytast, minna er um lyfseðilsskyld lyf en síðasta ár en mikið er um kókaín, bæði framboð og neysla, segir Guðmundur Fylkisson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Undanfarin fimm ár hefur hann haft yf­ir­um­sjón með leit að týnd­um ung­menn­um. Það sem af er ári eru leitarbeiðnirnar um 200 talsins, mun fleiri vegna pilta en stúlkna. Yngsta barnið sem Guðmundur hefur leitað að í ár var tíu ára gamalt en þar var ekki um neina neyslu að ræða og hefði í raun aldrei átt að koma inn á borð hans borð, að sögn Guðmundar.

Börn í neyslu og sölu á kókaíni

Börnin okkar og úrræðin | 15. desember 2019

Guðmundur Fylkisson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni, hefur yf­ir­um­sjón með leit að …
Guðmundur Fylkisson, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni, hefur yf­ir­um­sjón með leit að týnd­um ung­menn­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Sum þeirra láta sig ítrekað hverfa en önnur aðeins í eitt skipti. mbl.is/Árni Sæberg

Neysla ung­menna er að breyt­ast, minna er um lyf­seðils­skyld lyf en síðasta ár en mikið er um kókaín, bæði fram­boð og neysla, seg­ir Guðmund­ur Fylk­is­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Und­an­far­in fimm ár hef­ur hann haft yf­ir­um­sjón með leit að týnd­um ung­menn­um. Það sem af er ári eru leit­ar­beiðnirn­ar um 200 tals­ins, mun fleiri vegna pilta en stúlkna. Yngsta barnið sem Guðmund­ur hef­ur leitað að í ár var tíu ára gam­alt en þar var ekki um neina neyslu að ræða og hefði í raun aldrei átt að koma inn á borð hans borð, að sögn Guðmund­ar.

Neysla ung­menna er að breyt­ast, minna er um lyf­seðils­skyld lyf en síðasta ár en mikið er um kókaín, bæði fram­boð og neysla, seg­ir Guðmund­ur Fylk­is­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Und­an­far­in fimm ár hef­ur hann haft yf­ir­um­sjón með leit að týnd­um ung­menn­um. Það sem af er ári eru leit­ar­beiðnirn­ar um 200 tals­ins, mun fleiri vegna pilta en stúlkna. Yngsta barnið sem Guðmund­ur hef­ur leitað að í ár var tíu ára gam­alt en þar var ekki um neina neyslu að ræða og hefði í raun aldrei átt að koma inn á borð hans borð, að sögn Guðmund­ar.

Mik­il­vægt sé að hafa í huga að alls ekki séu öll þau börn, sem Guðmund­ur er beðinn um að leita að, í neyslu og fá þeirra noti vímu­efni í æð. Flest þeirra barna sem hann hef­ur leitað að og hafa notað vímu­efni í æð hafa orðið 18 ára á und­an­förn­um miss­er­um. Hann ótt­ast hvað hafi orðið um þau. Því miður séu mörg þeirra enn á sama stað í líf­inu og ein­hver þeirra eru kom­in í fang­elsi.

Verk­efnið hófst 1. nóv­em­ber 2014 og strax á fyrstu 10 dög­un­um reyndi virki­lega á seg­ir Guðmund­ur og var fyrsti maður­inn hand­tek­inn fyr­ir að aðstoða barn í stroki. Hann var í fram­hald­inu ákærður, m.a. fyr­ir kyn­mök við stúlk­una sem var und­ir 15 ára aldri, en sýknaður í héraðsdómi.    

Alls hef­ur Guðmund­ur leitað að 291 barni á þess­um fimm árum, 138 pilt­um og 153 stúlk­um. Í ár eru þau flest 15-17 ára en þeim hef­ur fjölgað hratt í ár­gangi 2005, það er börn sem verða 14 ára á þessu ári.

Af þess­um 291 ein­stak­ling­um eru rúm­lega 160 orðin 18 ára göm­ul í dag og því lögráða. Á þeim tíma­punkti er ekki leng­ur í hönd­um Guðmund­ar að leita að þeim en hann hef­ur samt oft auga með þeim þó svo hann grípi ekki inn í.

Hamr­ar vin­sælt vopn

Af þeim eru tvö lát­in en þau lét­ust eft­ir að þau urðu lögráða. Annað tók sitt eigið líf en hitt lést vegna of­neyslu lyfja/​fíkni­efna. Af þess­um 291 er vitað til þess að 51 hafa notað spraut­ur við neyslu á fíkni­efn­um/​lyfj­um og 126 koma við sögu í kyn­ferðis­brota­mál­um, sem þolend­ur, gerend­ur eða vitni.  144 þeirra koma við sögu í heim­il­isof­beld­is­mál­um, sem gerend­ur, þolend­ur eða vitni.  

Spurður út í neyslu ung­menna á kókaíni seg­ir Guðmund­ur að krakk­ar niður í fimmtán ára séu að nota kókaín og stund­um séu þau með tölu­vert magn á sér. Hvert gramm er selt á 20-25 þúsund krón­ur. Að sögn Guðmund­ur veit hann ekki með vissu hvort þau eru að selja fíkni­efni en fíkni­efna­sala sé allt öðru­vísi í dag en hún var hér áður fyrr. „Þau eru kannski með fimm grömm og selja fjög­ur en nota eitt sjálf,“ seg­ir Guðmund­ur. Hann seg­ir að vandi þeirra versni mjög þegar þau fara að nota meira en þau eiga fyr­ir og lenda í skuld.

Fíkniefnasala fer öðruvísi fram í dag en hún gerði fyrir …
Fíkni­efna­sala fer öðru­vísi fram í dag en hún gerði fyr­ir ein­hverj­um árum. AFP

„Ég hef verið að upp­lifa for­eldra sem standa frammi fyr­ir því hvort þau eigi að greiða fíkni­efna­skuld­ir barn­anna sinna,“ seg­ir Guðmund­ur. Hann seg­ir að það sé vond og um leið erfið staða þar sem um ólög­legt at­hæfi er að ræða á sama tíma og það er ekk­ert grín að skulda fíkni­efna­sala.

Spurður út í hvort það sé rétt að fíkni­efna­sal­ar hiki ekki við að beita börn of­beldi sem ekki geta greitt skuld­ir sín­ar seg­ist Guðmund­ur ekki geta sagt til um það. Slík mál séu ekki á hans borði. En við erum að fá kyn­slóð sem er alin upp við bíó­mynd­ir og víg­bú­ast í sam­ræmi við það. Þau séu með skiptilykla og hamra á sér og beita þeim í slags­mál­um. „Nýj­ustu vopn­in sem ég verð var við hjá krökk­un­um eru hamr­ar miklu frek­ar en hníf­ar og þetta er stór­hættu­legt vopn, lít­ill ham­ar upp í erm­inni sem þeir beita ef ráðist er á þá,“ seg­ir Guðmund­ur. 

Góður ár­ang­ur af MST

Fleiri hundruð fjöl­skyld­ur hafa farið í gegn­um MST-fjöl­kerfameðferð á veg­um Barna­vernd­ar­stofu á und­an­förn­um árum en MST er meðferðarúr­ræði fyr­ir fjöl­skyld­ur barna á aldr­in­um 12-18 ára sem glíma við al­var­leg­an hegðun­ar­vanda. Meðferðin felst fyrst og fremst í að auka færni for­eldra til að tak­ast á við vanda barna sinna. Hegðun­ar­vandi barn­anna birt­ist í af­skipt­um lög­reglu, erfiðleik­um í skóla, of­beldi og vímu­efna­notk­un.

Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.
Heiða Björg Pálma­dótt­ir, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu. Ljós­mynd/​Aðsend

Vegna vax­andi eft­ir­spurn­ar eft­ir MST meðferð hef­ur sér­fræðing­um fjölgað jafnt og þétt und­an­far­in ár eða úr tíu í ell­efu árið 2017 og í tólf árið 2018. Við þessa fjölg­un sér­fræðinga nú í fimmtán var þeim dreift niður á þrjú teymi, í stað tveggja áður, sem starfa enn sem fyrr í ná­inni sam­vinnu, á sam­eig­in­legri starfstöð og með sam­eig­in­lega bakvakt. MST meðferðin er í boði á landsvísu og fer fram með for­sjáraðilum og barni og heim­il­um þeirra og í nærum­hverfi. 

Fjölg­un sér­fræðinga í MST var gerð í þeirri viðleitni að geta brugðist við eft­ir­spurn hraðar og jafnóðum til lengri tíma og ekki síst til að ná niður biðlista eft­ir MST-meðferð sem hafði verið sam­felld­ur frá því í janú­ar 2018. Dæmi voru um að börn og fjöl­skyld­ur þurftu að bíða í 3-4 mánuði eft­ir meðferð og jafn­vel leng­ur.

Á fyrstu dög­um októ­ber­mánaðar tókst að vinna niður þenn­an biðlista, sem var þó skamm­góður verm­ir, því all­ir MST-þerap­ist­ar voru komn­ir með há­mark­s­mála­fjölda og flest­um mál­um ný­út­hlutað. MST-meðferð tek­ur jafn­an á bil­inu 3-5 mánuði og hef­ur því aft­ur mynd­ast biðlisti eft­ir MST sem er þó enn sem komið er öllu viðráðan­legri og styttri en áður. Von­ir standa til að með aukn­um af­köst­um mynd­ist síður biðlisti eða til skemmri tíma í senn.

Að jafnaði klára um 83% þeirra sem hefja MST meðferð en um 17% hætta meðferð á fyrri hluta meðferðar­tím­ans, m.a. af því leita þarf ör­ugg­ari leiða svo sem vist­un­ar á meðferðadeild Stuðla eða á meðferðar­heim­ili. Fjöldi um­sókna barna­vernd­ar­nefnda eft­ir meðferð dreif­ist frek­ar ójafnt yfir árið. Á seinni hluta árs, frá októ­ber, ber­ast um­sókn­ir þétt­ar og stend­ur það jafn­an fram eft­ir vetri fram á næsta vor, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um af vef Barna­vernd­ar­stofu en það skal tekið fram að ekki er um al­veg nýj­ar upp­lýs­ing­ar að ræða. 

Meðan biðlist­inn eft­ir MST var sem lengst­ur á ár­inu 2018 voru dæmi um að þegar nær dróg vor­mánuðum var upp­hafi meðferðar í sam­ráði við for­eldra frestað fram að næsta hausti þegar skól­ar hóf­ust að nýju. Átti þetta einkum við ef skóla­ganga og nám var veiga­mik­ill þátt­ur í vanda barns og ör­yggi barns­ins að öðru leyti talið tryggt. Með þess­um hætti var hægt að bregðast hraðar við öðrum mál­um á biðlist­an­um þar sem vímu­efna­neysla og ann­ar al­var­leg­ur vandi var megin­á­stæða MST-meðferðar.

Guðmund­ur seg­ist verða var við góð áhrif af MST ekki síst vegna þess að á fyrstu ár­un­um sem hann leitaði að týnd­um börn­um var ekki óal­gengt að þau væri í úrræðinu eða höfðu verið í því. 

„MST var til­tölu­lega nýtt úrræði þegar ég var að byrja og það hef­ur þró­ast mjög vel. Ég verð lítið var við að krakk­arn­ir séu í MST núna þannig að ég tel að það sé að virka vel og eins sé það að fær­ast neðar í aldri þannig að ekki er verið að koma of seint inn líkt og stund­um var,“ seg­ir Guðmund­ur.

Tæp­ur tug­ur pilta á bak við 80 leit­ar­beiðnir

Meðferðar­heim­il­in sem eru í boði eru eru Stuðlar (þar sem rek­in er meðferðardeild en jafn­framt lokuð deild fyr­ir bráðavist­an­ir), Lauga­land í Eyjaf­irði og Lækj­ar­bakki á Rangár­völl­um. Ekk­ert nýtt úrræði hef­ur komið í stað Há­holts í Skagaf­irði en það úrræði var fyr­ir pilta sem rekið var af Barna­vernd­ar­stofu og var lokað um mitt ár 2017. 

Það sem af er hausti hafa pláss verið laus á báðum meðferðar­heim­il­um Barna­vernd­ar­stofu, Lækj­ar­bakka og Laugalandi og því get­ur Barna­vernd­ar­stofa brugðist mjög hratt við um­sókn­um barna­vernd­ar­nefnda um vist­un barna sem þangað eiga er­indi.

Á þessu ári er tæp­lega tug­ur pilta sem oft­ast hef­ur verið leitað að og eiga þeir sam­an­lagt 80 leit­ar­beiðnir það sem af er ár­inu, af 199, bend­ir Guðmund­ur á. Eitt og hálft ár er liðið frá því fé­lags- og barna­málaráðherra, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, greindi frá því að setja ætti slíkt úrræði á lagg­irn­ar inn­an þriggja mánaða. Enn ból­ar ekk­ert á því sem er sorg­legt að mati Guðmund­ar. 

Í ár er hærra hlut­fall ung­menna sem fer á neyðar­vist­un eða meðferðargang Stuðla eft­ir að viðkom­andi finnst eft­ir leit lög­reglu en síðustu ár hef­ur þriðjung­ur farið á Stuðla á meðan tveir af hverj­um þrem­ur hafa farið heim.

Gríðarlegt álag á fjöl­skyld­ur 

Áber­andi aukn­ing er á stroki úr meðferð eða úr leyfi. Guðmund­ur seg­ir áhyggju­efni hversu lengi eða hversu oft þurfi að láta á það reyna að viðkom­andi úrræði gangi ekki. Eft­ir sit­ur áhyggju­full fjöl­skylda. Hann seg­ir þetta oft vera ein­stak­ling­ana sem greini­lega þurfa á öðrum úrræðum að halda en í boði eru í dag. 

„Við erum að tala um að þetta sé að gera tvisvar til þris­var í sama mánuðinum,“ seg­ir Guðmund­ur sem tel­ur að í ein­hverj­um til­vik­um sé press­an á að koma viðkom­andi út í lífið of mik­il. Stund­um séu aðstæður á heim­ili ung­lings­ins þannig, meðal ann­ars vegna yngri systkina, að það er nán­ast ógjörn­ing­ur fyr­ir for­ráðamenn að taka við viðkom­andi. 

„Ég er að horfa upp á  fjöl­skyld­ur í dag sem ég hef áhyggj­ur af vegna álags sem á þeim er vegna lang­veikra barna sem eru í neyslu. Ég tel að hér þurfi að gera ein­hverj­ar breyt­ing­ar því ég hef veru­leg­ar áhyggj­ur af þess­um stráka­hópi og ekki síður fjöl­skyld­um þeirra sem jafn­vel kvíða jól­un­um,“ seg­ir Guðmund­ur.

For­eldr­ar ung­menna hafa talað um að börn þeirra hafi verið í fíkni­efna­neyslu á meðan þau dvöldu á Stuðlum, þar á meðal sprautað sig með vímu­efn­um í æð. Guðmund­ur seg­ist ekki þekkja það en bend­ir á að ekki sé langt síðan fang­els­is­mála­stjóri, Páll Win­kel, lýsti mik­illi fíkni­efna­neyslu í fang­els­um þrátt fyr­ir að þar hafi fanga­verðir, ólíkt starfs­fólki Stuðla, heim­ild til að leita á fólki. Lög­regl­an þurfi að gera lík­ams­leit­ir fyr­ir Stuðla og þarf að óska sér­stak­lega eft­ir því. En hann viti að starfs­fólkið grípi inn komi slíkt í ljós.

Í fyrra kom upp mál þar sem ung­lings­stúlka var vistuð í fanga­klefa þar sem ekki var pláss fyr­ir hana á Stuðlum. Guðmund­ur seg­ir að ekk­ert slíkt mál hafi komið upp síðan og að Barna­vernd­ar­stofa hafi staðið sig mjög vel í að gæta þess að aldrei komi upp til­vik sem ekki er hægt að taka á móti barni sem er í hættu.

Börn hafa verið vistuð í fanga­klef­um frá því þetta var en það er vegna þess að þau hafa verið staðin að af­brot­um. Þau fara í fanga­klefa og þaðan á Stuðla. Þau eru ekki að fara í fanga­klefa af ör­ygg­is­ástæðum held­ur rann­sókn­ar­hags­mun­um, seg­ir Guðmund­ur.

„Ég hef verið að koma með krakka upp á Stuðla og það er kannski allt fullt þar og ekki búið að ganga frá plássi fyr­ir viðkom­andi. Dyrn­ar eru opnaðar og barn­inu er hleypt inn. Unnið í mál­inu og það leyst. Þessi breyt­ing skipt­ir rosa­lega miklu máli og get­ur verið hluti af því af hverju ástandið er að lag­ast. Að við erum ekki kom­in með ákveðna ein­stak­linga í verri neyslu því að þau eru á Stuðlum. Áður urðum við að sleppa þeim. Mér finnst þetta mjög mik­il­vægt. Því þegar þú færð nei í sím­ann stend­ur þú frammi fyr­ir spurn­ing­unni: hvað geri ég þá? Ég er laus við þess­ar áhyggj­ur í dag. Ég veit aft­ur á móti ekki hver staðan er ann­ars staðar, það er hjá barna­vernd­um, því það fer fullt af krökk­um á Stuðla án þess að þau séu í þeim hópi sem ég sinni og aðstoða,“ seg­ir Guðmund­ur.

Töl­urn­ar tala sínu máli

Alls eru leit­ar­beiðnirn­ar rúm­lega 1.100 tals­ins á þess­um fimm árum og Guðmund­ur seg­ir að töl­urn­ar tali sínu máli. Hann seg­ir tíma­bært að fræðasam­fé­lagið fari að skoða það sem hér sé að baki. Aug­ljóst er að verk­efnið hef­ur skilað ár­angri en það er ekki síður mik­il­vægt að skoða þró­un­ina. Hvað verður um þessa krakka?

Spurður út í þenn­an hóp ung­menna seg­ir Guðmund­ur að flest þeirra hafi aðeins komið einu sinni eða ör­sjald­an inn á hans borð og ít­rek­ar að ekki megi setja samasem­merki við leit­ar­beiðni og neyslu. Mörg þeirra eru með grein­ing­ar og önn­ur sjúk­dóma. Svo hafa verið tengsl á milli ung­lings­stúlkna sem voru staðnar að hnupli í versl­un­um og barna sem hann hef­ur leitað að. Það sé hins veg­ar ekki í hans valdi að leggj­ast í djúp­ar grein­ing­ar á hópn­um og von­ar að þess­ar upp­lýs­ing­ar geti komið að gagni við rann­sókn­ir fræðafólks.

Hann seg­ir að hægt sé að skipta börn­un­um í fjóra hópa: börn sem eru í neyslu, börn sem glíma við and­leg veik­indi, óþekku krakk­arn­ir — það eru sjálf­stæðu krakk­arn­ir sem oft eru á und­an jafn­öldr­um sín­um í þroska — eru ekki kom­in í neyslu en hætt­an svo sann­ar­lega fyr­ir hendi. Því þau tengj­ast oft eldri krökk­um. Síðan er það fjórði hóp­ur­inn — börn sem eru að flýja heim­ilisaðstæður.

Guðmundur hefur stundum þurft að fara með ungmennin beint á …
Guðmund­ur hef­ur stund­um þurft að fara með ung­menn­in beint á bráðamót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi þegar hann hef­ur fundið þau. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Leit­ar­beiðnir koma ekki frá for­eldr­um til lög­regl­unn­ar held­ur eru það starfs­menn barna­vernd­ar sem óska eft­ir henni. Guðmund­ur seg­ir starfs­fólk barna­vernd­ar vinna ótrú­lega gott starf en því miður sé verið að drekkja því í verk­efn­um og álagið allt of mikið. Á sama tíma þurfi það að sitja und­ir óeðli­legu ámæli í fjöl­miðlum.

Guðmund­ur seg­ir lög­regl­una vera að stíga ákveðin spor í sam­ræmd­um vinnu­brögðum varðandi leit að börn­um og hafa tvö lög­reglu­embætti utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, ásamt fjar­skiptamiðstöð rík­is­lög­reglu­stjóra, hafið ákveðna vinnu við að sam­hæfa vinnu­brögðin ásamt lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta eru lög­regl­an á Suður­landi og lög­regl­an á Suður­nesj­um. 

Hann seg­ir að rann­sókn­ir sýni og það sé hans til­finn­ing eft­ir ára­langt starf inn­an lög­regl­unn­ar að mik­il­vægt sé að leggja aukna áherslu á for­varn­ir og snemm­tæka íhlut­un, að koma í veg fyr­ir að krakk­arn­ir endi í neyslu. „Hvers vegna eru þess­ar stelp­ur að stela snyrti­vör­um og öðru smá­legu og enda svo í stroki?“ spyr Guðmund­ur. 

Guðmund­ur þekk­ir vel til mála barna sem hafa lent fyr­ir utan kerfið og hafa til að mynda sam­tök­in Oln­boga­börn gefið hon­um dróna til að nota við leit að börn­um sem ekki vilja láta finna sig. Hann sit­ur í stjórn Bergs­ins Headspace. Það er þverfag­legt mót­töku- og stuðningsúr­ræði fyr­ir ungt fólk und­ir 25 ára og boðið upp á ein­stak­lings- og áfallamiðaða þjón­ustu

Barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, glímir við langa biðlista alltaf. …
Barna- og ung­linga­geðdeild Land­spít­ala, BUGL, glím­ir við langa biðlista alltaf. Enn hef­ur ekki verið brúað bilið á milli BUGL og geðdeild­ar Land­spít­al­ans. mbl.is/​Hari

Vant­ar viðbrögð heil­brigðis­kerf­is­ins

Guðmund­ur seg­ir að veru­lega skorti á viðbrögð heil­brigðis­kerf­is­ins varðandi fíkni­mál og á sama tíma og Land­spít­al­an­um sé gert að skera niður þrjá millj­arða sé ekki von á að sú staða batni á næst­unni. 

Í byrj­un fe­brú­ar sagði Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra að unnið væri að því inn­an ráðuneyt­is­ins að færa meðferðarþjón­ustu barna frá Vogi.

„Eft­ir því sem við skoðuðum þetta bet­ur sáum við að það er óá­sætt­an­legt að ekki sé þjón­usta á Land­spít­al­an­um fyr­ir þessa teg­und veik­inda. Þetta eru sárlasn­ir krakk­ar og oft teng­ist þetta öðrum þátt­um heil­brigðis, svo sem geðheil­brigði og áfalla­sögu, þannig að það fer lang­best á því að bjóða upp á sam­fellu í heil­brigðisþjón­ustu barna á Land­spít­al­an­um,“ sagði Svandís í viðtal­inu. Þar kom fram að áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir að þetta tæki hálft ár. Enn ból­ar ekk­ert á flutn­ingi þess­ar­ar þjón­ustu til Land­spít­al­ans. 

Eitt af því sem hef­ur verið rætt er sam­starf fé­lags- og heil­brigðis­kerfa þegar kem­ur að þjón­ustu við börn í vanda. Til að mynda að þegar komið er með ung­menni í vímu á Stuðla séu þar þrír fagaðilar, einn úr heil­brigðis­kerf­inu, ann­ar úr barna­vernd­ar­kerf­inu og sá þriðji starfsmaður Stuðla, sem taki á móti og meti heil­brigðis­ástand barns­ins. Þetta er ekki enn komið í gagnið en Guðmund­ur seg­ist fara með ung­menn­in beint á bráðamót­töku Land­spít­al­ans meti hann það svo að viðkom­andi þurfi að kom­ast und­ir lækn­is­hend­ur strax.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Sigurþóra Bergsdóttir, annar stofnandi …
Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fé­lags- og barna­málaráðherra, Sig­urþóra Bergs­dótt­ir, ann­ar stofn­andi Bergs­ins Headspace, og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, við opn­un Bergs­ins. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Hann hef­ur lent í því að krakk­ar gleypi efni sem þau eru með á sér ef þau sjá Guðmund nálg­ast án þess að hann viti af því. Guðmund­ur fer með viðkom­andi inn á Stuðla en vím­an kem­ur kannski ekki fram fyrr en fjór­um til sex klukku­stund­um síðar og þá þarf að flytja viðkom­andi á spít­ala með hraði. 

Í viðtali við Guðmund fyr­ir tveim­ur árum kom fram að oft séu það strák­ar á aldr­in­um 18—23 ára sem eru að hýsa krakka sem er leitað að. „Þeir koma marg­ir úr sama um­hverfi og þess­ir krakk­ar sem við erum að leita að. Ung­ir menn sem eru staðnaðir þar sem þeir fóru ung­ir í neyslu og dugði sú aðstoð sem þeir fengu ekki til,“ seg­ir Guðmund­ur.

Þess­ir ungu menn tengj­ast oft mál­um þar sem ung­menni strjúka úr meðferð eða í leyf­um. Nokk­ur dóms­mál hafa komið upp und­an­far­in ár tengd þessu. 

Fyrsti dóm­ur­inn sem var kveðinn upp í máli tengdu þessu verk­efni var sýknu­dóm­ur. Þar var um að ræða pilt um tví­tugt og stúlku á fimmtánda ári. Næsti dóm­ur sem var kveðinn upp í máli tengdu þessu verk­efni var skil­orðsbund­inn fang­els­is­dóm­ur fyr­ir að sækja barn á fóst­ur­heim­ili út á landi. Um var að ræða pilt á nítj­ánda ald­ursári og 16 ára stúlku. Næsti dóm­ur var 8 mánaða fang­elsi fyr­ir að fá stúlku út af heim­ili þrátt fyr­ir vit­und um and­stöðu for­eldra. Þar var um að ræða konu um þrítugt og stúlku á sextánda ári. 

Síðan var karl­maður á sex­tugs­aldri dæmd­ur í sjö ára fang­elsi í héraðsdómi en Lands­rétt­ur stytti dóm­inn í 5 og hálft ár, fyr­ir brot gegn ung­lings­pilti. Sami karl­maður er nú til meðferðar fyr­ir héraðsdómi vegna ann­ars máls, brots gegn öðrum pilti, sem einnig kom upp í gegn­um þetta verk­efni. 

Eitt mál er til meðferðar hjá héraðssak­sókn­ara eft­ir að lög­reglu­embætti úti á landi lauk rann­sókn og tvö mál eru til meðferðar hjá ákæru­sviði lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is/​Hari

Guðmund­ur seg­ir að það sem af er ári hafi ekki þurft að aug­lýsa eft­ir börn­um í fjöl­miðlum sem hann hef­ur leitað að en í fimm skipti hafi björg­un­ar­sveitar­fólk tekið þátt í að leita að ung­menn­um. 

Óbreytt áform um opið bú­setu­úr­ræði 

Áform Barna­vernd­ar­stofu um að opna bú­setu­úr­ræði í kjöl­far meðferðar á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir tvö til þrjú börn standa óbreytt, að sögn Heiðu Bjarg­ar Pálma­dótt­ur, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu. Ekki er hægt að segja til um hvenær það verður, það þarf að finna hent­ugt hús­næði und­ir heim­ilið og leig­an þarf að vera viðráðan­leg auk þess sem afla þarf til­skil­inna leyfa.

Um­rætt heim­ili verður ekki lokað enda meg­in­til­gang­ur­inn að aðlaga börn­in sam­fé­lag­inu eft­ir að dvöl á meðferðar­heim­ili lýk­ur. Börn­in verða þannig í skóla eða vinnu, sinna frí­stund­a­starfi o.s.frv. seg­ir Heiða Björg. 

Stuðlar eru meðferðarheimili fyrir ungmenni sem rekið er af Barnaverndarstofu.
Stuðlar eru meðferðar­heim­ili fyr­ir ung­menni sem rekið er af Barna­vernd­ar­stofu. mbl.is/​Hari

Á veg­um Barna­vernd­ar­stofu eru rek­in þrjú meðferðar­heim­ili, Stuðlar, Lauga­land og Lækj­ar­bakki. Örfá börn bíða eft­ir rými á Stuðlum og fara þau öll inn á næstu vik­um. Alls eru laus sjö rými á lang­tímameðferðar­heim­il­un­um tveim­ur. Hef­ur staðan verið með þess­um hætti frá því í haust seg­ir for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu.

Um­sókn­um um meðferðarúr­ræði á veg­um Barna­vernd­ar­stofu fækkaði á fyrstu sex mánuðum árs­ins 2019 miðað við sama tíma­bil árið á und­an úr 90 um­sókn­um í 70. Um­sókn­ir voru 76 á fyrstu sex mánuðum árs­ins 2017.

Flest­ar um­sókn­ir bár­ust um MST en fjöl­kerfameðferð (MST) snýr að fjöl­skyld­um ung­linga með fjölþætt­an hegðun­ar­vanda sem kom­inn er á það al­var­legt stig að vist­un ung­lings utan heim­il­is er tal­in koma til greina. Mark­hóp­ur­inn eru ung­ling­ar á aldr­in­um 12—18 ára og fer meðferðin fram á heim­il­um fólks.

Frá því í fe­brú­ar 2015 hef­ur þjón­usta MST náð til alls lands­ins. Flest­ar um­sókn­ir um meðferð bár­ust frá Reykja­vík eða 45,7% og fleiri um­sókn­ir um meðferð bár­ust fyr­ir drengi en stúlk­ur öll árin.

Vist­un­um á lokaðri deild á Stuðlum fækkaði úr 111 í 98 á fyrstu sex mánuðum árs­ins 2019 miðað við sama tíma­bil árið á und­an. Vist­an­ir voru 118 á fyrstu sex mánuðum árs­ins 2017. Vist­un­ar­dög­um fækkaði úr 739 dög­um á fyrstu sex mánuðum árs­ins 2018 í 508 daga fyr­ir sama tíma­bil á ár­inu 2019, en vist­un­ar­dag­ar á fyrstu sex mánuðum árs­ins 2017 voru 723. Alls komu 49 börn á lokaða deild á fyrstu sex mánuðum árs­ins 2019, en þau voru 55 fyr­ir sama tíma­bil á ár­inu 2018 og 58 á fyrstu sex mánuðum árs­ins 2017.

134 ung­menni á Vog

Yfir 130 ungmenni innrituðust á Vog í fyrra.
Yfir 130 ung­menni inn­rituðust á Vog í fyrra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í fyrra inn­rituðust 134 ung­menni yngri en 19 ára á Vog. Eft­ir 2002 fækkaði ung­menn­um mjög sem inn­rituðust á Vog en á síðustu þrem­ur árum hef­ur ástandið versnað skarpt og sjúk­dóms­mynd áfeng­is- og vímu­efna­sjúk­dóms­ins orðið verri og bata­horf­ur minni og þeim fjölgað sem eru illa veik­ir á hverj­um tíma þótt dregið hafi úr ný­geng­is­hlut­falli þegar á heild­ina er litið, seg­ir í árs­skýrslu SÁÁ fyr­ir árið 2018.

„Þetta kall­ar á viðbrögð og þegar slíkt kem­ur til tals er hlut­ur vímu­efna­sjúk­ling­anna í vexti og viðgangi ólög­legr­ar vímu­efna­neyslu stór­lega van­met­inn, einkum þeirra sem eru verst haldn­ir. Þess­ir sjúk­ling­ar eru ekki bara viðskipta­vin­ir held­ur halda þeir markaðnum gang­andi með smá­sölu á vímu­efn­um eins og kanna­bis­efn­um og MDMA til að eiga sjálf­ir fyr­ir kókaíni, am­feta­míni eða ópíóíðum sem sprautað er í æð.

Viðskipta­vin­ir þeirra eru ungt fólk og ung­ling­ar sem nota vímu­efn­in þegar þeir eru að skemmta sér. Þeir sjá líka um að flytja vímu­efn­in milli landa. Þeir eru því veiga­mikið tann­hjól sem held­ur markaðnum gang­andi. Sér­hæfð og veiga­mik­il áfeng­is- og vímu­efnameðferð þeim til handa er því for­gangs­verk­efni þegar ástandið á ólög­lega vímu­efna­markaðnum hef­ur versnað svo mjög og biðlist­inn á sjúkra­hús­inu Vogi hef­ur aldrei verið lengri,“ seg­ir enn frem­ur í árs­skýrsl­unni.

mbl.is