„Nú er aðventan gengin í garð. Aðventa er ljúfur tími að svo mörgu leiti. Það er tíminn þegar beðið er eftir jólunum og út um allt hljóma skilaboð um allskonar hluti sem við ættum að prófa, gera, smakka og kaupa,“ segir Gunna Stella heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli:
„Nú er aðventan gengin í garð. Aðventa er ljúfur tími að svo mörgu leiti. Það er tíminn þegar beðið er eftir jólunum og út um allt hljóma skilaboð um allskonar hluti sem við ættum að prófa, gera, smakka og kaupa,“ segir Gunna Stella heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli:
„Nú er aðventan gengin í garð. Aðventa er ljúfur tími að svo mörgu leiti. Það er tíminn þegar beðið er eftir jólunum og út um allt hljóma skilaboð um allskonar hluti sem við ættum að prófa, gera, smakka og kaupa,“ segir Gunna Stella heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli:
Þegar ég var barn beið ég spennt eftir jólunum en svo minnkaði hann eftir því sem ég varð eldri og barnæskan var að baki. Þegar ég svo eignaðist mín eigin börn fór ég að njóta aðventunnar á allt annan hátt og í dag upplifi ég þennan spenning í gegnum börnin mín. Það er yndislegt.
En þegar kemur að aðventunni þá upplifa margir streitu. Ég hef oft ákveðið fyrir aðventuna að ég ætli að eiga rólega, ljúfa og yndislega aðventu. Síðan gerist lífið og áður en ég veit er ég búin að gleyma mér í áreitinu og farin að stressast upp eins og umhverfið í kringum mig. Með árunum hef ég þó lært að reyna að njóta hverrar stundar. Hérna áður fyrr var ég alltaf að bíða eftir einhverju sem var að fara að gerast í stað þess að staldra við í núinu og njóta þess sem fyrir augum bar. Njóta andartaksins, njóta kyrrðarinnar, njóta hlátursins, njóta jólaljósanna, njóta þess að horfa á stjörnurnar, njóta kaffibollans og njóta bókarinnar. Að njóta gerist ekki af sjálfum sér. Oftar en ekki þurfum við að velja að vera í núinu. Nota núvitund í deginum sem er að líða.
Jólin og aðventan tengjast oft mat. Við borðum mjög oft án þess að spá eitthvað nánar í því. Við troðum í okkur á meðan við erum að vinna í tölvunni, horfa á sjónvarpið eða þegar við erum á ferðinni. Við njótum matarins hinsvegar betur þegar við njótum stundarinnar og upplifum matinn með öllum skynfærum. Í mínu starfi sem heilsumarkþjálfi hafa margir markþegar talað um að mesta áskorunin í mataræði um jólin sé einmitt konfektkassinn eða sú áskorun að það er eitthvað góðgæti í boði hvert sem þú ferð. Það er ekkert að því að fá sér einn og einn mola á aðventunni, en þegar þú færð þér mola þá hvet ég þig til þess að njóta hvers bita sem þú setur upp í þig. Ef þú borðar með núvitund eru svo miklu minni líkur á því að þú borðið yfir þig eða klárir konfektkassann.
Ef þú smellir hér getur þú nálgast hefti sem heitir Núvitund í mataræði. Þetta er ókeypis hefti sem hjálpar þér að læra hvernig þú getur notað öll skynfærin þegar þú borðar og notið hvers bita. Aftast í heftinu er uppskrift af Brúnni lagtertu sem er í hollari búning. Það þýðir samt ekki að hún sé svo holl að maður ætti að borða hana alla í einu. Heldur er þetta tækifæri til þess að borða og njóta hvers bita.Oft gleymum við nefnilega að finna lyktina í kringum okkur, horfa á umhverfið, njóta kuldans og leyfa okkur að upplifa og vera.
Ég vona að þú eigir eftir að njóta aðventunnar.