Spænsk stjórnvöld hefðu átt að sleppa katalónska sjálfstæðissinnanum Oriol Junqueras úr haldi eftir að hann var kosinn Evrópuþingmaður í maí. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins.
Spænsk stjórnvöld hefðu átt að sleppa katalónska sjálfstæðissinnanum Oriol Junqueras úr haldi eftir að hann var kosinn Evrópuþingmaður í maí. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins.
Spænsk stjórnvöld hefðu átt að sleppa katalónska sjálfstæðissinnanum Oriol Junqueras úr haldi eftir að hann var kosinn Evrópuþingmaður í maí. Þetta er niðurstaða Evrópudómstólsins.
Junqueras sat í gæsluvarðhaldi er kosið var til Evrópuþingsins, en hann átti yfir höfði sér ákæru vegna þátttöku sinnar í skipulagningu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um sjálfstæði Katalóníu, sem spænsk stjórnvöld sögðu ólöglega.
Í úrskurði Evrópudómstólsins segir að Junqueras teljist Evrópuþingmaður frá þeim tíma er hann var kosinn, og njóti þá friðhelgi evrópuþingmanna. Því hefðu spænsk stjórnvöld hefðu átt að sleppa honum. Þess í stað sat hann inni er vígsluathöfn spænskra Evrópuþingmanna fór fram í Madríd. Junqueras var síðar dæmdur í 13 ára fangelsi í október fyrir uppreisnaráróður og fjárdrátt.
Réttaráhrif úrskurðarins eru óljós, en það kemur nú í hlut Hæstaréttar Spánar að kveða upp úrskurð við áfrýjun Junqueras, sem hefur farið fram á að fangelsisdómurinn verði ógildur.
Hins vegar ættu Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku heimastjórnarinnar, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra heimastjórnarinnar, nú að eiga greiða leið á Evrópuþingið. Þeir halda báðir til í Brussel á flótta undan spænskri réttvísi. Tvímenningarnir voru, rétt eins og Junqueras, kosnir á Evrópuþingið í maí en hafa ekki getað tekið sæti þar sem þeir komust því ekki til vígsluathafnarinnar á Spáni.