Í fyrsta sinn í tvær aldir verður ekki þjónað til altaris í Notre Dame-dómkirkjunni í París yfir jólahátíðina. Eldsvoði eyðilagði hluta kirkjunnar um miðjan apríl og endurbætur á kirkjunni munu ekki hefjast fyrr en um mitt næsta ár.
Í fyrsta sinn í tvær aldir verður ekki þjónað til altaris í Notre Dame-dómkirkjunni í París yfir jólahátíðina. Eldsvoði eyðilagði hluta kirkjunnar um miðjan apríl og endurbætur á kirkjunni munu ekki hefjast fyrr en um mitt næsta ár.
Í fyrsta sinn í tvær aldir verður ekki þjónað til altaris í Notre Dame-dómkirkjunni í París yfir jólahátíðina. Eldsvoði eyðilagði hluta kirkjunnar um miðjan apríl og endurbætur á kirkjunni munu ekki hefjast fyrr en um mitt næsta ár.
Messur hafa þó farið fram í kirkjunni eftir eldsvoðann en yfirvöld í Frakklandi telja skynsamlegt að sleppa messuhaldi í kirkjunni í ár. Miðnæturmessa fer fram á aðfangadagskvöld í Saint-Germain l'Auxerrois kirkjunni sem er í grennd við Notre Dame.
Notre Dame, sem er á heimsminjaskrá UNESCO, skemmdist verulega í eldsvoðanum í vor sem og mörg menningarleg verðmæti og ómetanlegir listmunir. Þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir við kirkjuna voru ýmsir helgir munir fjarlægðir tímabundið, til að mynda þyrnikóróna Krists.
Á ýmsu hefur gengið síðan kirkjan var reist á 12. og 13. öld. Kirkjan stóð af sér áhlaup nasista í seinni heimstyrjöldinni en helgihald í Notre Dame var síðast fellt niður á síðari hluta 18. aldar sökum uppreisnar mótmælenda gegn valdi kaþólsku kirkjunnar.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur heitið því að endurbótum verði lokið innan fimm ára. Rannsókn á eldsupptökum stendur enn yfir en grunur leikur á að sígarettuglóð eða galli í rafmagnsleiðslum kunni að hafa valdið brunanum.