Íraksþing krefst þess að erlendir hermenn fari

Írak | 5. janúar 2020

Íraksþing krefst þess að erlendir hermenn fari

Íraska þingið samþykkti þingsályktun síðdegis í dag þar sem þess er krafist að erlendir hermenn yfirgefi Írak. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjamenn felldu íranska hershöfðingjann Qa­sem So­leimani aðfaranótt föstudags.

Íraksþing krefst þess að erlendir hermenn fari

Írak | 5. janúar 2020

Fylgismenn Shiite Hezbollah-hreyfingarinnar taka sjálfsmynd með veggspjöldum af Qasem Soleimani.
Fylgismenn Shiite Hezbollah-hreyfingarinnar taka sjálfsmynd með veggspjöldum af Qasem Soleimani. AFP

Íraska þingið samþykkti þingsályktun síðdegis í dag þar sem þess er krafist að erlendir hermenn yfirgefi Írak. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjamenn felldu íranska hershöfðingjann Qa­sem So­leimani aðfaranótt föstudags.

Íraska þingið samþykkti þingsályktun síðdegis í dag þar sem þess er krafist að erlendir hermenn yfirgefi Írak. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að Bandaríkjamenn felldu íranska hershöfðingjann Qa­sem So­leimani aðfaranótt föstudags.

Þingið kallaði einnig eftir því að erlendum hermönnum verði bannað að dvelja á írösku landsvæði, sama hvaða ástæður liggja þar að baki. Fyrr í dag kvartaði Írak formlega til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna árásar Bandaríkjahers á föstudag.

Um 5.000 bandarískir hermenn eru í Írak, en Bandaríkjaher hefur verið með viðveru þar allt frá því árið 2003, er alþjóðlegar hersveitir undir stjórn Bandaríkjanna réðust inn í Írak og steyptu Saddam Hussein af stóli.

Þingsályktunin er ekki bindandi en hún var samþykkt eftir að Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra Íraks, kallaði eftir því að erlendum hermönnum yrði vísað úr landi. 

Frétt BBC

mbl.is