Nokkur flugfélög hafa aflýst flugferðum um íranska og íraska lofthelgi í kjölfar eldflaugaárása Írana á herstöðvar í Írak sem hýsa bandaríska hermenn.
Nokkur flugfélög hafa aflýst flugferðum um íranska og íraska lofthelgi í kjölfar eldflaugaárása Írana á herstöðvar í Írak sem hýsa bandaríska hermenn.
Nokkur flugfélög hafa aflýst flugferðum um íranska og íraska lofthelgi í kjölfar eldflaugaárása Írana á herstöðvar í Írak sem hýsa bandaríska hermenn.
Samkvæmt upplýsingum frá Air France hefur flugfélagið ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á þessu svæði í öryggisskyni í kjölfar fregna af loftárásum.
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur tekið sömu ákvörðun og flýgur ekki í lofthelgi Íran og Írak. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hve lengi þetta gildir en félagið flýgur daglega á milli Frankfurt og Teheran. Eins verður ekki flogið til Erbil á laugardag en flogið er til borgarinnar tvisvar í viku frá Þýskalandi.
Flugfélögin Emirates Airlines og Flydubai, sem eru frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafa aflýst flugi til höfuðborgar Íraks í kjölfar eldflaugaárása Írana á herstöðvar Bandaríkjahers í Írak. Samkvæmt upplýsingum frá Emirates Airlines er fylgst grannt með ástandi mála og stjórnendur flugfélagsins eru í samskiptum við stjórnvöld í Írak. Félagið hefur aðeins aflýst flugferðum í dag en ef þörf þykir verður fleiri flugferðum aflýst. Emirates er stærsta flugfélag Mið-Austurlanda.
Flyduabi hefur einnig aflýst flugferðum til Basra og Najaf og þar á bæ er fylgst náið með stöðu mála.
Gulf Air í Barein hefur aflýst flugi til og frá Bagdad og Najaf ótímabundið og eins Kuwait Airways en flugfélagið flýgur til Najaf og er það eina borgin í Írak sem það flýgur til.
Önnur flugfélög við Persaflóa hafa ekki enn tilkynnt formlega um að flugferðum til og frá Írak hafi verið aflýst.