Sendu hryðjuverkamönnum skilaboð

Sendu hryðjuverkamönnum skilaboð

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að bandaríska þjóðin ætti að vera þakklát vegna þess að enginn hermaður féll í árás Írana á Al-Asad-her­stöðina í Írak í gær. Fjöldi bandarískra hermanna er í herstöðinni en hluti hennar er lítillega skemmdur eftir árásina.

Sendu hryðjuverkamönnum skilaboð

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti | 8. janúar 2020

Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ávarp í Hvíta húsinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti flytur ávarp í Hvíta húsinu. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að bandaríska þjóðin ætti að vera þakklát vegna þess að enginn hermaður féll í árás Írana á Al-Asad-her­stöðina í Írak í gær. Fjöldi bandarískra hermanna er í herstöðinni en hluti hennar er lítillega skemmdur eftir árásina.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að bandaríska þjóðin ætti að vera þakklát vegna þess að enginn hermaður féll í árás Írana á Al-Asad-her­stöðina í Írak í gær. Fjöldi bandarískra hermanna er í herstöðinni en hluti hennar er lítillega skemmdur eftir árásina.

Árás­in er sögð hefnd Írans fyr­ir dráp Banda­ríkja­hers á her­for­ingj­an­um Qa­sem So­leimani, sem bor­inn var til graf­ar í gær. 

Trump flutti ávarp úr Hvíta húsinu nú síðdegis að íslenskum tíma. 

Þar sagði Trump meðal annars að á meðan hann væri forseti Bandaríkjanna hefði Íran ekki leyfi til að framleiða eða eiga kjarnorkuvopn af neinu tagi. 

Forsetinn sagði að þjóðir heimsins hefðu umborið hegðun Írana frá árinu 1979 en að þeir dagar væru liðnir. „Þeir hafa fjármagnað hryðjuverkamenn og framleitt kjarnorkuvopn,“ sagði Trump.

Hann bætti því við að bandarísk stjórnvöld hefðu í síðustu viku ákveðið að stöðva hryðjuverkamann sem ógnaði lífi bandarískra ríkisborgara. „Soleimani bar ábyrgð á mörgum hræðilegum verkum. Hann þjálfaði meðal annars hryðjuverkamenn og myrti marga bandarískra hermenn,“ sagði Trump.

Forsetinn sagði að Soleimani hefði ætlað sér frekari voðaverk áður en hann var myrtur og að hendur hans væru ataðar bandarísku og írönsku blóði.

„Við höfum sent hryðjuverkamönnum þau skilaboð að ef þeir meti líf sitt þá láti þeir okkur í friði,“ sagði Trump. 

Bandaríkin hafa um skeið beitt Íran refsiaðgerðum og Trump sagði að sú yrði raunin áfram. Hann sagði enn fremur að önnur stórveldi heimsins yrðu að átta sig á stöðu Írans. „Það verða allir að vinna saman að samningi við Íran þannig að heimurinn verði friðsælli staður,“ sagði Trump sem ætlar að biðja Atlantshafsbandalagið að skipta sér meira af málum í Mið-Austurlöndum.

„Við höfum frábær vopn en það er ekki þar með sagt að það þurfi að nota þau,“ sagði forsetinn.

mbl.is