Sveiflur á mörkuðum eftir árásir

Soleimani ráðinn af dögum | 8. janúar 2020

Sveiflur á mörkuðum eftir árásir

Talsverðar sveiflur hafa verið á olíumörkuðum í dag í kjölfar eldflaugaárása Íran á bandarísk skotmörk í Írak.

Sveiflur á mörkuðum eftir árásir

Soleimani ráðinn af dögum | 8. janúar 2020

Talsverðar sveiflur hafa verið á olíumörkuðum í dag í kjölfar eldflaugaárása Íran á bandarísk skotmörk í Írak.

Talsverðar sveiflur hafa verið á olíumörkuðum í dag í kjölfar eldflaugaárása Íran á bandarísk skotmörk í Írak.

Árásirnar eru gerðar í kjölfar fyrirskipunar forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um að drepa Qasem Soleimani, háttsettan íranskan herforingja í Írak á föstudag. Eftir launmorðið hækkaði verð á Brent- og New York-hráolíu umtalsvert. Hækkunin í dag nam um tíma 4,5% en olíuverð lækkaði að nýju eftir að ljóst varð að árásirnar höfðu ekki haft nein áhrif á olíubirgðir í heiminum. Sérfræðingar segja að aftur á móti sé óvíst hvað muni gerast ef átök magnast upp í þessum heimshluta. 

Litlar breytingar hafa orðið á hlutabréfamörkuðum í Evrópu það sem af er degi en miklar lækkanir voru á mörkuðum í Asíu. 

Skömmu fyrir hádegi hafði Brent-Norðursjávarolía hækkað um 0,7% og kostaði tunnan 68,77 Bandaríkjadali. West Texas Intermediate-hráolía hafði hækkað um 0,2% frá lokun markaða í gær og er á 62,82 Bandaríkjadali tunnan. 

FTSE-vísitalan í London hefur lækkað um 0,2%, CAC í París um 0,3%, DAX í Frankfurt um 0,4% en í Tókýó lækkaði Nikkei-vísistalan um 1,6%. 

mbl.is