Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir gögn kanadísku leyniþjónustunnar renna stoðum undir grun Bandaríkjamanna um að íranskt flugskeyti hafi grandað farþegaþotu Ukrainian International Airlines í fyrrinótt. 63 kanadískir ríkisborgarar voru um borð í flugvélinni.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir gögn kanadísku leyniþjónustunnar renna stoðum undir grun Bandaríkjamanna um að íranskt flugskeyti hafi grandað farþegaþotu Ukrainian International Airlines í fyrrinótt. 63 kanadískir ríkisborgarar voru um borð í flugvélinni.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir gögn kanadísku leyniþjónustunnar renna stoðum undir grun Bandaríkjamanna um að íranskt flugskeyti hafi grandað farþegaþotu Ukrainian International Airlines í fyrrinótt. 63 kanadískir ríkisborgarar voru um borð í flugvélinni.
„Þetta gæti hafa verið óvart,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi vegna málsins í dag.
Forsætisráðherrann hikaði þegar hann var spurður hversu mikla ábyrgð Bandaríkjamenn bæru á slysinu í ljósi vaxandi spennu á svæðinu, en sagði loks að gögn bentu til þess að umrædd spenna hafi verið líkleg ástæða þess að farþegaþotunni var grandað fyrir mistök. Hins vegar þyrfti að rannsaka málið til hlítar áður en ályktanir um slíkt yrðu dregnar.
„Ég hef mínar grunsemdir. Einhver hefði getað gert mistök þarna hinum megin. Ekki okkar kerfi. Þetta hefur ekkert með okkur að gera,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi um það leyti sem fregnir fóru að berast af því að bandaríska leyniþjónustan teldi að úkraínskri farþegaþotu hefði verið grandað með flugskeytum í Íran fyrir mistök.
Íranar neita að afhenda Boeing, bandarískjum framleiðanda flugvélarinnar, flugrita vélarinnar og hafa bandarískir leyniþjónustumenn tilkynnt að gögn sýni að flugvélinni hafi verið grandað með flugskeytum, en hún hrapaði aðeins örfáum klukkustundum eftir árásir Írana á tvær bandarískar herstöðvar í Írak. Íranar tilkynntu, skömmu eftir að fregnir tóku að berast af grunsemdum Bandaríkjanna, að þeir hefðu boðið Bandaríkjamönnum að vera viðstaddir rannsóknina.