Skotið hafi verið á farþegaþotuna fyrir mistök

Íran | 9. janúar 2020

Segja Íran hafa skotið á farþegaþotuna fyrir mistök

Íranar skutu niður flugvél úkraínska flugfélagsins Ukrainian International Airlines fyrir mistök í fyrrinótt, ef marka má umfjöllun bandarískra fjölmiðla um málið. Allir 176 sem um borð voru í flugvélinni fórust.

Segja Íran hafa skotið á farþegaþotuna fyrir mistök

Íran | 9. janúar 2020

Íranar skutu niður flugvél úkraínska flugfélagsins Ukrainian International Airlines fyrir mistök í fyrrinótt, ef marka má umfjöllun bandarískra fjölmiðla um málið. Allir 176 sem um borð voru í flugvélinni fórust.

Íranar skutu niður flugvél úkraínska flugfélagsins Ukrainian International Airlines fyrir mistök í fyrrinótt, ef marka má umfjöllun bandarískra fjölmiðla um málið. Allir 176 sem um borð voru í flugvélinni fórust.

Bandarískir embættismenn segjast telja að flugvélin hafi orðið fyrir flugskeyti. Það sýni gögn úr gervihnöttum og flugratsjá, sem eru í skoðun hjá her og leyniþjónustu Bandaríkjanna.

Flugvél UIA, sem var af gerðinni Boeing 737-800, hafði nýlega tekið á loft frá Teheran, höfuðborg Íran, þegar hún hrapaði. Flugvélin var á leið til Kænugarðs og innanborðs voru fjölmargir Kanadamenn og Íranar, auk nokkurra Úkraínumanna, Afgana, Þjóðverja og Breta.

Gögn úr gervihnöttum sýni loftskeytasprengingu

Fram hafði komið að Úkraína hefði það til skoðunar hvort vélin hefði orðið fyrir flugskeyti, en írönsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að slíkt hafi gerst. Flugvélin fórst aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Íranar gerðu loftárásir á tvær bandarískar herstöðvar í Írak og samkvæmt upplýsingum frá bandarísku leyniþjónustunni sýna gervihnattamyndir tvo rauða flugskeytadepla og loks þann þriðja sem gefi í skyn að sprenging hafi orðið.

Úkraínsk og írönsk stjórnvöld vinna saman að rannsókn flugslyssins og hafa Íranar gefið það út að Bandaríkin fái flugritana ekki afhenta.

Fréttaflutningur CNN af málinu

Fréttin hefur verið uppfærð.

AFP
Allir 176 sem um borð voru í flugvélinni létust.
Allir 176 sem um borð voru í flugvélinni létust. AFP
mbl.is