Sorg ríkir í Litlu-Teheran

Farþegaþota fórst í Íran | 9. janúar 2020

Sorg ríkir í Litlu-Teheran

Háskólaprófessorar, námsmenn, nýgift par. Þau eru meðal þeirra 63 Kanadabúa sem létust í flugslysinu í Íran í gær er úkraínsk farþegaþota brotlenti skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran. Allir um borð, 176 alls, létust.

Sorg ríkir í Litlu-Teheran

Farþegaþota fórst í Íran | 9. janúar 2020

Háskólaprófessorar, námsmenn, nýgift par. Þau eru meðal þeirra 63 Kanadabúa sem létust í flugslysinu í Íran í gær er úkraínsk farþegaþota brotlenti skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran. Allir um borð, 176 alls, létust.

Háskólaprófessorar, námsmenn, nýgift par. Þau eru meðal þeirra 63 Kanadabúa sem létust í flugslysinu í Íran í gær er úkraínsk farþegaþota brotlenti skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran. Allir um borð, 176 alls, létust.

„Það eru allir í áfalli,“ segir Kavoss Zadeh, íbúi í hverfi Toronto sem nefnist Litla-Teheran. Talið er að yfir 210 þúsund manns frá Íran búi í Kanada og segir Zadeh, sem er 65 ára gamall en hefur búið í Kanada í 30 ár, að hann hafi þekkt marga þeirra sem létust í flugslysinu. Þar á meðal eru tannlæknar, læknar og fleiri hámenntaðir einstaklingar. 

Ekki er vitað hvað olli slysinu en myndir af farþegaþotunni benda til þess að hún hafi verið alelda áður en hún brotlenti. „Þau eru frá landinu mínu. Það skiptir engu hvort þau eru ættingjar mínir eða vinir eða ekki,“ segir Sahar Azmoudeh, þjónn á veitingastað í Toronto. „Tilfinningin er sú sama: sorg og áfall.“

Mahdi Rozvani þekkti sex þeirra sem létust. „Þau eru vinir mínir, viðskiptavinir mínir. Ég er í áfalli.  

Saba Kebari, 23 ára nemi í líffræði við háskólann í York, segir að bæði vinir hennar og samnemendur hafi verið um borð í farþegaþotunni. „Gengi dollars og gjaldmiðils okkar lands hefur breyst mikið til hins verra og því reynir fólk að finna eins ódýr flugfargjöld og mögulegt er,“ segir hún og vísar til refsiaðgerða Bandaríkjanna í garð Íran. Fargjöldin hjá úkraínska flugfélaginu séu lág og því hafi það orðið fyrir valinu. 

Um 30 manns frá Edmonton voru um borð í flugvélinni. Þar á meðal hjón sem voru prófessorar við háskólann í Alberta og tvær dætur þeirra, 9 og 14 ára.

Tannlæknirinn Hamed Esmaeilion, sem er fæddur í Íran, segir að hann hafi átt að sækja eiginkonu sína og dóttur á flugvöllinn í Toronto í gær en þær voru báðar um borð í þotunni sem fórst. Hann ætlar að fara til Teheran sjálfur og leita svara við því sem gerðist. „Ég á vini hér en enga ættingja. Ég verð að fara. Ég er einn hér,“ segir hann. 

Auk Kanadabúa voru 82 Íranar um borð, 11 frá Úkraínu, tíu Svíar, fjórir Afganar og þrír Þjóðverjar og Bretar. Að vísu er talið að Svíarnir séu mun fleiri því Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði í samtali við sænska ríkisútvarpið í gær að þeir væru væntanlega fleiri því einhverjir þeirra væru með tvöfalt ríkisfang.

Frétt SVT

mbl.is