Kanadísk flugslysanefnd er á leið til Íran til að aðstoða við rannsókn á tildrögum flugslyssins þegar úkraínsk farþegaþota fórst skammt frá Teheran á miðvikudag.
Kanadísk flugslysanefnd er á leið til Íran til að aðstoða við rannsókn á tildrögum flugslyssins þegar úkraínsk farþegaþota fórst skammt frá Teheran á miðvikudag.
Kanadísk flugslysanefnd er á leið til Íran til að aðstoða við rannsókn á tildrögum flugslyssins þegar úkraínsk farþegaþota fórst skammt frá Teheran á miðvikudag.
63 Kanadabúar fórust en alls voru 176 um borð í vélinni þegar hún brotlenti og enginn lifði af. Minningarathöfn var haldin í Toronto í gær en um 100.000 íbúar borgarinnar eru af írönskum uppruna.
Tíu manns skipa nefndina og er henni einnig ætlað að halda utan um mál Kanadabúanna sem fórust í slysinu. Írönsk yfirvöld hafa boðið erlendum flugslysanefndum, svo sem bandarískum og kanadískum, að taka þátt í rannsókninni en Kanada og Íran hafa ekki átt í diplómatískum samskiptum frá 2012.
Leiðtogar vestrænna ríkja fara fram á að ítarleg rannsókn fari fram á því hvað varð til þess að úkraínska farþegaþotan brotlenti. Bandarísk yfirvöld og fleiri ríki segja að upplýsingar leyniþjónustu ríkjanna bendi til þess að Íranar hafi skotið þotuna niður.
Írönsk yfirvöld segja að þeir beri ekki ábyrgð á flugslysinu og Ali Abedzadeh, yfirmaður farþegaflugs í Íran, segist viss um að úkraínsku farþegaþotunni sem fórst skammt frá Teheran á miðvikudag hafi ekki verið grandað með flugskeyti.