Nokkrir handteknir vegna úkraínsku þotunnar

Farþegaþota fórst í Íran | 14. janúar 2020

Nokkrir handteknir vegna úkraínsku þotunnar

Nokkrir hafa verið handteknir af írönskum yfirvöldum í tengslum við rannsókn á úkraínsku farþegaþotunni sem var skotin niður með flugskeyti skömmu eftir flugtak í Teheran, höfuðborg Írans, í síðustu viku. Allir 176 farþegarnir og áhöfnin létu lífið. 

Nokkrir handteknir vegna úkraínsku þotunnar

Farþegaþota fórst í Íran | 14. janúar 2020

„Refsa þarf öll­um þeim sem ber að refsa,“ sagði Hassan …
„Refsa þarf öll­um þeim sem ber að refsa,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, og vísaði í þá sem bera ábyrgð á því að úkraínsk farþega­flug­vél var skot­in niður fyr­ir mis­tök í síðustu viku. AFP

Nokkrir hafa verið handteknir af írönskum yfirvöldum í tengslum við rannsókn á úkraínsku farþegaþotunni sem var skotin niður með flugskeyti skömmu eftir flugtak í Teheran, höfuðborg Írans, í síðustu viku. Allir 176 farþegarnir og áhöfnin létu lífið. 

Nokkrir hafa verið handteknir af írönskum yfirvöldum í tengslum við rannsókn á úkraínsku farþegaþotunni sem var skotin niður með flugskeyti skömmu eftir flugtak í Teheran, höfuðborg Írans, í síðustu viku. Allir 176 farþegarnir og áhöfnin létu lífið. 

Gholamhossein Esmaili, talsmaður íranskra stjórnvalda, segir rannsókn á flugslysinu í fullum gangi, án þess að fara út í smáatriði. Þá veitti hann ekki upplýsingar um hversu margir hefðu verið handteknir, en að þeir væru „nokkrir“. 

Hass­an Rou­hani, for­seti Írans, sagði í ræðu fyrr í dag að refsa verði öll­um þeim sem bera ábyrgð á því að farþegaþotan var skotin niður. Rouhani segir að sérstakur dómstóll verði skipaður með reyndum dómara vegna rannsóknar málsins. 

Fyrst neituðu ír­önsk stjórn­völd að hafa grandað vél­inni en viður­kenndu það svo á laug­ar­dag­inn. Þau eru und­ir mikl­um þrýst­ingi um að sjá til þess að rann­sókn á slys­inu verði vel unn­in og gegn­sæ.

mbl.is