Nokkrir hafa verið handteknir af írönskum yfirvöldum í tengslum við rannsókn á úkraínsku farþegaþotunni sem var skotin niður með flugskeyti skömmu eftir flugtak í Teheran, höfuðborg Írans, í síðustu viku. Allir 176 farþegarnir og áhöfnin létu lífið.
Nokkrir hafa verið handteknir af írönskum yfirvöldum í tengslum við rannsókn á úkraínsku farþegaþotunni sem var skotin niður með flugskeyti skömmu eftir flugtak í Teheran, höfuðborg Írans, í síðustu viku. Allir 176 farþegarnir og áhöfnin létu lífið.
Nokkrir hafa verið handteknir af írönskum yfirvöldum í tengslum við rannsókn á úkraínsku farþegaþotunni sem var skotin niður með flugskeyti skömmu eftir flugtak í Teheran, höfuðborg Írans, í síðustu viku. Allir 176 farþegarnir og áhöfnin létu lífið.
Gholamhossein Esmaili, talsmaður íranskra stjórnvalda, segir rannsókn á flugslysinu í fullum gangi, án þess að fara út í smáatriði. Þá veitti hann ekki upplýsingar um hversu margir hefðu verið handteknir, en að þeir væru „nokkrir“.
Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í ræðu fyrr í dag að refsa verði öllum þeim sem bera ábyrgð á því að farþegaþotan var skotin niður. Rouhani segir að sérstakur dómstóll verði skipaður með reyndum dómara vegna rannsóknar málsins.
Fyrst neituðu írönsk stjórnvöld að hafa grandað vélinni en viðurkenndu það svo á laugardaginn. Þau eru undir miklum þrýstingi um að sjá til þess að rannsókn á slysinu verði vel unnin og gegnsæ.