Refsa þarf öllum sem bera ábyrgð

Farþegaþota fórst í Íran | 14. janúar 2020

Refsa þarf öllum sem bera ábyrgð

Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að refsa verði öllum þeim sem bera ábyrgð á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður fyrir mistök í síðustu viku.

Refsa þarf öllum sem bera ábyrgð

Farþegaþota fórst í Íran | 14. janúar 2020

Hassan Rouhani, forseti Írans.
Hassan Rouhani, forseti Írans. AFP

Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að refsa verði öllum þeim sem bera ábyrgð á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður fyrir mistök í síðustu viku.

Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að refsa verði öllum þeim sem bera ábyrgð á því að úkraínsk farþegaflugvél var skotin niður fyrir mistök í síðustu viku.

„Það er afar mikilvægt fyrir alla að þeir sem gerðu mistök eða gerðust sekir um vanrækslu á hvaða stigi sem er verði látnir svara til saka,“ sagði hann í sjónvarpsræðu.

„Refsa þarf öllum þeim sem ber að refsa,“ bætti hann við. „Dómsvaldið verður að mynda sérstakan dómstól með háttsettum dómurum og tugum sérfræðinga […] Allur heimurinn mun fylgjast með.“

Frá minningarathöfn í Toronto-háskóla vegna þeirra sem fórust.
Frá minningarathöfn í Toronto-háskóla vegna þeirra sem fórust. AFP

Úkraínska farþegaflugvélin var skotin niður með flugskeyti skömmu eftir flugtak í Teheran, höfuðborg Írans. Allir 176 farþegarnir og áhöfnin létu lífið.

Fyrst neituðu írönsk stjórnvöld að hafa grandað vélinni en viðurkenndu það svo á laugardaginn. Þau eru undir miklum þrýstingi um að sjá til þess að rannsókn á slysinu verði vel unnin og gegnsæ.

Viðbrögð íranskra stjórnvalda við slysinu hafa einnig valdið reiði á meðal almennings í Íran.

mbl.is