Hvetur þjóðina til að sýna samstöðu

Hvetur þjóðina til að sýna samstöðu

Forseti Írans, Hassan Rouhani, biður þjóðina um að sýna samstöðu og talar um þörfina á breytingum í Íran í kjölfar þess að farþegaþota var skotin niður fyrir mistök með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Kosningar fara fram í Íran í næsta mánuði.

Hvetur þjóðina til að sýna samstöðu

Íran - mótmæli gegn stjórnvöldum | 15. janúar 2020

Hassan Rouhani forseti Írans flutti sjónvarpsávarp í dag að loknum …
Hassan Rouhani forseti Írans flutti sjónvarpsávarp í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. AFP

Forseti Írans, Hassan Rouhani, biður þjóðina um að sýna samstöðu og talar um þörfina á breytingum í Íran í kjölfar þess að farþegaþota var skotin niður fyrir mistök með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Kosningar fara fram í Íran í næsta mánuði.

Forseti Írans, Hassan Rouhani, biður þjóðina um að sýna samstöðu og talar um þörfina á breytingum í Íran í kjölfar þess að farþegaþota var skotin niður fyrir mistök með þeim afleiðingum að allir um borð fórust. Kosningar fara fram í Íran í næsta mánuði.

Mótmæli hafa verið haldin fjóra daga í röð í höfuðborginni Teheran eftir að herinn viðurkenndi að Boeing 737-þotan hefði verið skotin niður í síðustu viku. 

Rouhani segir að Íranar vilji fjölbreytni og hvetur kjörstjórnir til þess að forðast að álykta mögulega frambjóðendur óhæfa. Þingkosningarnar verða haldnar 21. febrúar.

Hann segir þjóðina ráða för og stjórnmálamenn séu hennar þjónar sem verði að mæta yfirboðurum sínum heiðarlega, af hógværð og virðingu. Þjóðin vilji að komið sé fram við hana af einlægni, heilindum og að henni sé sýnt traust. 

Að sögn forsetans á herinn að biðjast afsökunar og útskýra að fullu hvað gerðist þegar tveimur flugskeytum var skotið á farþegaþotuna. 

mbl.is